Afmælisbörn 30. júní 2019

Á þessum síðasta degi júnímánaðar koma tvö afmælisbörn við sögu: Hjörtur Howser píanó- og hljómborðsleikari er fimmtíu og átta ára gamall. Hann hefur komið mjög víða við í íslensku tónlistarlífi, fyrst með sveitum eins og Tívolí og Fermata um 1980 en síðan með Bogart, Dúndrinu, Gömmum, Grafík, Hljómsveit Björgvins Halldórssonar, Partýtertunni, Stormsveitinni og að ógleymdri…

Afmælisbörn 29. júní 2019

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú að þessu sinni: Bryndís Sunna Valdimarsdóttir er fimmtug í dag og er því stórafmælisbarn dagsins. Bryndís lærði söng og píanóleik, hefur sungið inn á nokkrar plötur og verið í hljómsveitum eins og 8villt og Doríu, og sönghópum eins og Afródítum og Söngsystrum en líka sungið í sýningum eins og Bítlaárunum, sem…

Afmælisbörn 28. júní 2019

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Barnastjarnan og söngkonan Katla María (Gróa) Hausmann er fimmtug í dag og fagnar því stórafmæli. Margir muna eftir henni í kringum 1980 en um það leyti komu út fjórar plötur með henni. Lög eins og Lítill Mexíkani, Ég fæ jólagjöf, Rúdolf og Prúðuleikararnir urðu feikilega vinsæl…

Magnús Blöndal Jóhannsson – Efni á plötum

Magnús Blöndal Jóhannsson – Joh. Brahms [78 sn.] Útgefandi: Ríkisútvarpið Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: [engar upplýsingar] 1. Intermezzo óp. 118 nr. 2 2. Úr hugarheimum barnsins 3. Riddari á rugguhestinum Flytjendur: Magnús Blöndal Jóhannsson – [?] Magnús Blöndal Johannsson – Prelude no.2 for piano [78 sn.] Útgefandi: Nola recording studios Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1953…

Magnús Blöndal Jóhannsson (1925-2005)

Magnúsar Blöndal Jóhanssonar verður e.t.v. af almenningi fyrst og fremst minnst fyrir lagið Sveitin milli sanda sem Elly Vilhjálms gerði ódauðlegt fyrir margt löngu en Magnús er einnig eitt merkilegasta tónskáld 20. aldarinnar fyrir framlag sitt og sem brautryðjandi í módernískri tónlist, hann var fyrstur til að kynna raftónlist til sögunnar hér á landi en…

Magnús Einarsson [2] – Efni á plötum

Sviðin jörð – Lög til að skjóta sig við Útgefandi: Geimsteinn Útgáfunúmer: GSCD 230 Ár: 2006 1. Allt sem ég hef misst 2. Það er erfitt 3. Lög til að skjóta sig við 4. Þið þetta happý lið 5. Vorið sem ástin dó 6. Þriðjudagskvöld 7. Ekki rétti gæinn 8. Einn 9. Þú ert ekki…

Magnús Einarsson [2] (1952-)

Tónlistar- og dagskrárgerðarmaðurinn Magnús R. Einarsson hefur komið víða við á löngum tónlistarferli en hljómsveitir sem hann hefur starfað með fylla marga tugi, þá hefur hann löngum verið eftirsóttur mandólín leikari þegar kemur að hljóðversvinnu. Magnús Ragnar Einarsson (1952-) er fæddur og uppalinn á Seyðisfirði og þar virðist tónlistarkrókurinn hafa beygst snemma, hann mun hafa…

Majdanek (1991-94)

Tríóið Majdanek starfaði á fyrri hluta tíunda áratug síðustu og skildi eftir sig eitt útgefið lag á kassettunni Snarl III (1991). Sveitin var sögð í blaðaumfjöllun hafa starfað um nokkurn tíma þegar hennar er fyrst getið í dagblöðum haustið 1991, um það leyti sem Snarl III kom út. Það voru þeir Guðmundur Kristjánsson, Haukur Valgeirsson…

MAJ-tríóið (1945-50)

MAJ-tríóið (einnig ritað M.A.J. tríóið) var angi af Mandólínhljómsveit Reykjavíkur sem starfaði lengi á fimmta áratug síðustu aldar en tríóið starfaði á árunum 1945 til 50. Meðlimir MAJ tríósins voru hjónin Tage Ammendrup og María Magnúsdóttir Ammendrup, og Jón Kornelíus Jónsson, Tage og Kornelíus munu hafa leikið á mandólín en María á gítar. Tríóið kom…

Maíkórinn – Efni á plötum

Maíkórinn – Við erum fólkið…: Verkalýðssöngvar og ættjarðarsöngvar Útgefandi: Menningar og fræðslusamband alþýðu Útgáfunúmer: MFA 002 Ár: 1982 1. Hver á sér fegra föðurland 2. Sjá, hin ungborna tíð 3. Bræður til ljóss og lausnar 4. Fylgd 5. Til átaka 6. Einingarsöngur 7. Fyrsti maí 8. Sjá roðann í austri 9. Við erum fólkið 10.…

Maíkórinn (1982)

Litlar upplýsingar finnast um hinn svokallaða Maíkór en hann var settur saman vorið 1982 og starfaði í nokkra daga í því skyni að syngja inn á eina plötu sem Menningar- og fræðslusamband alþýðu sendi frá sér um haustið, til að koma í veg fyrir að verkalýðs- og ættjarðarsöngvar féllu í gleymskunnar dá en efnið var…

Magnús Einarsson [1] (1848-1934)

Fáir ef einhverjir hafa haft eins mikil áhrif á tónlistarlíf á einum stað og Magnús Einarsson (oft kallaður Magnús organisti) á Akureyri um lok nítjándu aldarinnar og byrjun þeirrar tuttugustu, hann kenndi söng, stofnaði og stjórnaði kórum og lúðrasveitum, samdi tónlist og gjörbreytti tónlistarlífi bæjarins. Þrátt fyrir það varð hann aldrei efnaður en umfram allt…

Mamma er kokkur í Nam (um 1990)

Skammlíf pönksveit sem bar nafnið Mamma er kokkur í Nam starfaði að öllum líkindum í Kópavogi í kringum 1990. Upplýsingar um þessa sveit eru mjög takmarkaðar, þó liggur fyrir að Sindri Kjartansson var einn meðlima hennar. Óskað er eftir upplýsingum um aðra meðlimi sem og líftíma sveitarinnar.

Mamas and the papas (1991-92)

Mamas and the papas var hljómsveit foreldra barna við grunnskólann á Norðfirði, hún var starfandi veturinn 1991-92 og kom þá fram á nokkrum skemmtunum. Engar upplýsingar finnast um meðlimi sveitarinnar en eftir mynd af henni að dæma var hún nokkuð fjölmenn og skipuð foreldrum af báðum kynjum. Óskað er því frekari upplýsinga um Mamas and…

Make it (1975-76)

Hljómsveitin Make it starfaði um miðjan áttunda áratug 20. aldarinnar í Reykjavík. Sveitin var stofnuð í Breiðholtsskóla og því voru meðlimir hennar fremur ungir að árum, það voru þeir Bjarni Sveinbjörnsson bassaleikari (Gammar, Dada o.m.fl.), Ívar Sigurbergsson söngvari og gítarleikari (Dada, Bogart o.fl.) og Jökull Úlfsson trommuleikari (B.G & Ingibjörg, Egó o.fl.) sem allir voru…

Mamma hestur (1997-99)

Hljómsveitin Mamma hestur frá Ísafirði vakti nokkra athygli á Músíktilraunum vorið 1997 þótt ekki færi hún í úrslit keppninnar. Meðlimir sveitarinnar voru Ásgeir Sigurðsson hljómborðsleikari, Valdimar Jóhannsson söngvari og gítarleikari, Guðmundur B. Halldórsson gítarleikari, Örn Gunnarsson trommuleikari, Hálfdán Bjarki Hálfdánsson bassaleikari og Stefán Önundarson blásari. Ekki liggur reyndar alveg ljóst fyrir hversu lengi starfaði en…

Afmælisbörn 27. júní 2019

Afmælisbörnin í dag eru þrjú talsins og eru þessi: Hallberg Daði Hallbergsson er tuttugu og níu ára í dag en hann var gítarleikari hljómsveitarinnar Jakobínurínu sem sigraði Músíktilraunir vorið 2005. Jakobínarína fór víða um lönd eftir sigurinn en lítið hefur farið fyrir Hallberg eftir að sveitin hætti störfum í ársbyrjun 2008. Hann hefur þó starfrækt…

Afmælisbörn 26. júní 2019

Eitt afmælisbarn kemur við sögu í dag og það er í þekktari kantinum: Stefán Hilmarsson söngvari á afmæli í dag en hann er fimmtíu og þriggja ára gamall. Stefán kom fyrst fram með hljómsveitum eins og Bjargvættinum Laufeyju, Bóas, Tvöfalda bítinu og Reðr áður en hann steig á stokk með Sniglabandinu með lagið Jólahjól. Í…

Afmælisbörn 25. júní 2019

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ragnar Páll Steinsson bassaleikari úr Hafnarfirði er fjörutíu og fimm ára í dag. Þekktasta sveit Ragnars er auðvitað Botnleðja en hann tók einnig þátt í Pollapönk ævintýrinu og hefur leikið með hljómsveitum eins og Blend og fleirum. María (Einarsdóttir) Markan óperusöngkona átti afmæli á þessum degi en…

Afmælisbörn 24. júní 2019

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Gunnar (Bergmann) Ragnarsson á þrjátíu ára afmæli á þessum degi og fagnar þ.a.l. stórafmæli. Gunnar er söngvari hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem hefur vakið athygli undanfarið fyrir tónlist sína en margir muna einnig eftir Gunnari sem söngvara í Jakobínurínu sem sigraði Músíktilraunir 2005. Sú sveit hugði á landvinninga, fékk…

Afmælisbörn 23. júní 2019

Afmælisbörn dagsins í tónlistargeiranum eru eftirfarandi: Kristján Freyr Halldórsson trommuleikari frá Hnífsdal er fjörutíu og fjögurra ára gamall í dag. Kristján hefur leikið með ótal hljómsveitum, fyrst vestra en síðar á höfuðborgarsvæðinu. Meðal sveita hans má nefna Níkagagva group, Homebreakers, Geirfuglunum, Miðnes, Prinspóló, Reykjavík! og Dr. Gunna. Kristján hefur einnig komið að tónlist með öðrum…

Afmælisbörn 22. júní 2019

Fimm afmælisbörn úr tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Eva Mjöll Ingólfsdóttir fiðluleikari á fimmtíu og sjö ára afmæli. Hún er af miklum tónlistarættum, nam fiðluleik hér heima á Íslandi áður en hún hélt til Belgíu, Sviss og Hollands til framhaldsnáms, hún menntaði sig einnig í Bandaríkjunum í tónsmíðum og hljómsveitastjórnun. Tvær plötur hafa komið…

Afmælisbörn 21. júní 2019

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Inga (Jónína) Backman sópran söngkona frá Akranesi er sjötíu og tveggja ára gömul í dag. Inga hóf ekki söngnám fyrr en hún komst á fertugsaldur og lauk söngkennaraprófi árið 1988, en hefur síðar fengist einkum við kirkjulegan söng en einnig ljóða- og óperusöng. Hún hefur ennfremur…

Afmælisbörn 20. júní 2019

Þrjú afmælisbörn koma við sögu í dag: Ágústa (Aðalheiður) Ágústsdóttir sópransöngkona frá Þingeyri er áttatíu og tveggja ára gömul í dag. Hún nam söng og fiðluleik hér heima og í Þýskalandi, hefur haldið tónleika á Íslandi og erlendis en hefur starfað mestmegnis hér heima, hún stjórnaði m.a. Samkór Ísafjarðarsýslu á sínum tíma. Eftir Ágústu liggur…

Afmælisbörn 19. júní 2019

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Örn Árnason leikari og skemmtikraftur er sextugur í dag en hann er einnig kunnur söngvari og hefur bæði sungið inn á fjölmargar plötur tengdar leiksýningum auk annars konar platna. Hann hefur til að mynda verið í hlutverki sögumanns og sungið á plötum sem Afi á Stöð…

Afmælisbörn 18. júní 2019

Afmælisbörn dagsins eru tvö að þessu sinni: Ólafur Hólm (Einarsson) trymbill er fjörutíu og níu ára gamall á þessum degi. Ólafur hefur um árabil verið trommuleikari hljómsveitarinnar Nýdanskrar en hann hefur leikið með ótal öðrum sveitum, þeirra á meðal eru Todmobile, Tweety, Burkina Faso og Dægurlagacombó Jóns Ólafssonar. Ólafur hefur einnig komið við sögu á…

Magga Stína og hljómsveit Harðar Braga – Efni á plötum

Magga Stína og hljómsveit Harðar Braga – Jólaveisla Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2006 1. Jólin og jólin 2. Jólahátíð heima 3. Meiri snjó 4. Hátíð í bæ 5. Eigi stjörnum ofar 6. Jólabarnið 7. Hvít jól 8. Jesús Kristur fæddur er 9. Það heyrast jólabjöllur Flytjendur: [Engar upplýsingar um flytjendur]

The Magnetics – Efni á plötum

The Magnetics – Jaki [ep] Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: st99 Ár: 1981 1. Súkkulaðisjúkur 2. Hörkuflykki Flytjendur: Jakob Magnússon – söngur og hljóðfæraleikur     The Magnetics – A historical glimps of the future Útgefandi: Steinar / World records Útgáfunúmer: STLP 049 / WR 100 Ár: 1981 1. The Lion sleeps tonight 2. Curityba 3. Shanghai…

The Magnetics (1981)

Dúettinn The Magnetics var hálf íslenskur en meðlimir hans voru Stuðmaðurinn og kamelljónið Jakob Frímann Magnússon og Bandaríkjamaðurinn Alan Howarth en þeir félagar voru meðal fyrstu til að taka tölvutæknina í sína þjónustu í tónlistinni. Samstarfið kom til af því að þeir unnu tónlist við heimildamyndina Brasilíufarana sem Jakob vann að árið 1981 í Los…

Madjenik (1992)

Upplýsingar um hljómsveit sem bar nafnið Madjenik eru að skornum skammti en hún starfaði sumarið 1992 og kom þá fram á óháðu listahátíðinni Loftárás á Seyðisfjörð. Hér er óskað eftir öllu tiltæku um þessa sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma o.s.frv.

Magga Stína og Bikarmeistararnir (1998-2000)

Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína) starfrækti um tíma hljómsveit sem gekk undir nafninu Bikarmeistararnir eða Magga Stína og Bikarmeistararnir. Sveitin var stofnuð haustið 1998 til að kynna plötu Möggu Stínu, An album en meðlimir hennar höfðu leikið á plötunni ásamt fleirum, þetta voru þeir Arnar Geir Ómarsson trommuleikari, Pétur Hallgrímsson gítarleikari, Guðni Finnsson bassaleikari og…

Magic mushrooms (?)

Magic mushrooms mun hafa verið einhvers konar danstónlistarsveit sem Svala Björgvins söngkona var í á sínum yngri árum. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvenær nákvæmlega eða hverjir skipuðu sveitina að öðru leyti og er því óskað eftir þeim upplýsingum frá lesendum.

Magga Stína og hljómsveit Harðar Braga (2006)

Engar upplýsingar er að finna um hljómsveit Harðar Bragasonar sem ásamt söngkonunni Möggu Stínu (Margréti Kristínu Blöndal) gaf út níu laga jólaplötu árið 2006. Platan bar heitið Jólaveisla og var gefin út í tvö hundruð eintökum, líklega var um eins konar heimaútgáfu og fría dreifingu að ræða og því eru upplýsingar um plötuna og hljómsveitina…

Magnús Baldvinsson (1958-)

Bassasöngvarinn Magnús Baldvinsson hefur starfað erlendis um árabil og hefur því síðustu árin lítið sungið hér á landi, hann á að baki eina plötu. Magnús (fæddur 1958) söng í kórum áður en hann hóf einsöngvaraferil sinn, hann hafði þá sungið í kór innan KFUM og einnig í Mótettukór Hallgrímskirkju frá stofnun 1982 og Kór Hallgrímskirkju…

Magnús (1990-)

Á Akranesi hefur verið starfandi blússveit um árabil sem ber nafnið Magnús. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær Magnús var stofnuð en hún var starfandi haustið 1990 og hafði þá auðsýnilega verið starfandi í nokkurn tíma. Sveitin hefur starfað með hléum og árið 2008 voru meðlimir hennar Ragnar Knútsson [bassaleikari ?], Ólafur Páll Gunnarsson söngvari og…

Magnium (1999)

Hljómsveitin Magnium (Magníum) úr Garðabæ keppti haustið 1999 í hljómsveitakeppninni Rokkstokk. Engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu þessa sveit, hversu lengi hún starfaði eða nokkuð annað sem viðkemur henni. Magnium vakti ekki mikla athygli í Rokkstokk keppninni en átti í kjölfarið lag á safnplötunni Rokkstokk 1999.

Magnús Baldvinsson – Efni á plötum

Magnús Baldvinsson – Nú tindra stjörnur: úr Söngbók séra Friðriks Útgefandi: KFUM Útgáfunúmer: KFUM CD1 Ár: 1992 1. Kæri faðir, kenndu mér að biðja 2. Ó, þú sem elskar æsku mína 3. Þér Jesús, hef ég heitið 4. Sá til er ei vinur 5. Ef þú villist, veg ei sér 6. Mér eyddust allar rósir…

Afmælisbörn 17. júní 2019

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum annars ágæta þjóðhátíðardegi Íslendinga: Magnús Stefánsson trommuleikari frá Raufarhöfn er sextugur á þessum degi og á stórafmæli dagsins. Magnús lék á sínum tíma með mörgum misþekktum hljómsveitum og voru Utangarðsmenn, Egó, Sálin hans Jóns míns, Maó, Skuggar, Tíbet tabú, Jenný og Bodies meðal þeirra. Magnús hefur í…

Afmælisbörn 16. júní 2019

Þrjú afmælisbörn dagsins eru öll látin: Fyrst ber að nefna tónlistarfrumkvöðulinn Olufu Finsen (1836-1908) en hún var landshöfðingjafrú sem bjó hérlendis um tveggja áratuga skeið. Á þeim tíma fór hún mikinn í íslensku tónlistarlífi, stofnaði hér kóra og æfði á heimili sínu, kenndi tónlist og varð aðal hvatamaður þess að Jónas Helgason síðar Dómorganisti fór…

Afmælisbörn 15. júní 2019

Í dag eru tvö afmælisbörn á listanum: Athafnamaðurinn Sigurjón Sighvatsson (iðulega kallaður Kútur hér áður fyrr) er sextíu og sjö ára gamall. Sigurjón var þekktur bassaleikari á tímum bítla og blómabarna og lék þá í hljómsveitum eins og Kjörnum, Mods, Falcon, Flowers, Ævintýri, Brimkló og Þokkabót áður en hann hélt til náms í Bandaríkjunum þar…

Afmælisbörn 14. júní 2019

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Steinunn Harðardóttir er fyrsta afmælisbarnið á listanum en hún er þrjátíu og tveggja ára gömul í dag. Steinunn hefur verið í hljómsveitum og verkefnum eins og Sparkle poison, Fushigi four og Skelki í bringu en er að sjálfsögðu þekktust sem Dj flugvél og geimskip og hefur…

Afmælisbörn 13. júní 2019

Hvorki fleiri né færri en fimm afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Bjartmar A. Guðlaugsson tónlistarmaður og listmálari er sextíu og sjö ára. Bjartmar þekkja allir og lög hans og texta en hann hefur gefið út á annan tug sólóplatna og í félagi við aðra, lög eins og Fimmtán ára á föstu, Sumarliði er…

Afmælisbörn 12. júní 2019

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jakob Smári Magnússon bassaleikari er fimmtíu og fimm ára gamall á þessum degi. Jakob hóf sinn feril með hljómsveitum eins og Tappa tíkarass og Das Kapital en síðar lék hann með Síðan skein sól / SSSól, Grafík, Todmobile og Pláhnetunni svo einungis fáeinar af þeim þekktustu…

Afmælisbörn 11. júní 2019

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar tvö: Jón Þór Hannesson framleiðandi er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Hann hóf sinn tónlistartengda feril með rekstri ólöglegrar útvarpsstöðvar 1962 ásamt Pétri Steingrímssyni og var handtekinn fyrir uppátækið. Jón Þór var einnig í hljómsveitinni Tónum um miðjan sjöunda áratuginn áður en hann sneri sér upptökufræðum, þar sem…

Afmælisbörn 10. júní 2019

Fjögur afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni á þessum degi: Hugi Guðmundsson tónskáld er fjörutíu og tveggja ára gamall í dag, hann nam tónsmíðar hér heima, auk mastersgráða í Danmörku og Hollandi og hefur unnið til ýmissa verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, m.a. á Íslensku tónlistarverðlaununum í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Hugi hefur starfað…

Afmælisbörn 9. júní 2019

Glatkistan hefur þrjú afmælisbörn á skrá í dag sem eitthvað hafa með tónlist að gera: Guðni Már Henningsson útvarpsmaður með meiru, ljóðskáld og tónlistarmaður er sextíu og sjö ára í dag. Guðni Már hefur starfað við vinsældir hjá Ríkisútvarpinu í áratugi og hefur náð eins konar trúnaðarsambandi við marga af þeim hlustendum sem hlusta á…

Afmælisbörn 8. júní 2019

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Sindri (Þórsson) Eldon er fjörutíu og þriggja ára á þessum degi. Sindri hefur gefið út sólóplötuna Bitter and resentful en hann hefur verið viðloðandi tónlist með einum eða öðrum hætti nánast frá fæðingu, mest í hljómsveitum en þeirra á meðal má nefna Dáðadrengi, Slugs, Desidiu, Dynamo…

Afmælisbörn 7. júní 2019

Í dag eru afmælisbörn á skrá Glatkistunnar tvö talsins en þau eru eftirfarandi: Tvíburabræðurnir Kristinn og Guðlaugur Júníussynir eru fjörutíu og þriggja ára gamlir en þeir eru eins og kunnugt er af mikilli tónlistarfjölskyldu. Þeir bræður hafa mikið unnið saman í tónlist sinni, voru í hljómsveitum eins og Tjalz Gissur, Vinyl (Vínyll), Lace, Jet Black…

Afmælisbörn 6. júní 2019

Fimm afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum degi: Bubbi Morthens (Ásbjörn Kristinsson) er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Honum skaut á stjörnuhimininn með eftirminnilegum hætti 1980 þegar hann spratt fram með hljómsveitinni Utangarðsmönnum og sólóplötu um svipað leyti. Í kjölfarið fylgdu sólóplötur sem skipta um fjórum tugum auk hljómsveita sem flestar hafa…

Afmælisbörn 5. júní 2019

Í dag eru afmælisbörnin sex talsins: Fyrstan skal telja Einar Val Scheving trommuleikara og tónskáld en hann er fjörutíu og sex ára. Einar sem hefur leikið á ógrynni platna annarra tónlistarmanna, hefur einnig starfað með hljómsveitum eins og Stórsveit Reykjavíkur, Atlantshafsbandalaginu, Icelandic All Star Jazzband og Gleðigjöfunum auk margra annarra. Hann hefur gefið út þrjár…