Afmælisbörn 26. júní 2019

Stefán Hilmarsson

Eitt afmælisbarn kemur við sögu í dag og það er í þekktari kantinum:

Stefán Hilmarsson söngvari á afmæli í dag en hann er fimmtíu og þriggja ára gamall. Stefán kom fyrst fram með hljómsveitum eins og Bjargvættinum Laufeyju, Bóas, Tvöfalda bítinu og Reðr áður en hann steig á stokk með Sniglabandinu með lagið Jólahjól. Í kjölfarið fékk hann fjölmörg verkefni en þekktastur varð hann þó fyrir framlag sitt með Sálinni hans Jóns míns. Pláhnetan, Ullarhattarnir og Milljónamæringarnir eru síðan meðal hliðarverkefna Stefán en hann hefur einnig átt farsælan sólóferil, gefið út fjölmargar sólóplötur og plötur í samstarfi við aðra s.s. Eyjólf Kristjánsson og fleiri en þeir félagar fóru einmitt sem fulltrúar Íslands í Eurovision 1995, það var þá í annað skiptið sem Stefán fór í Eurovision en hann fór einnig 1988.