Magga Stína og hljómsveit Harðar Braga – Efni á plötum

Magga Stína og hljómsveit Harðar Braga – Jólaveisla Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2006 1. Jólin og jólin 2. Jólahátíð heima 3. Meiri snjó 4. Hátíð í bæ 5. Eigi stjörnum ofar 6. Jólabarnið 7. Hvít jól 8. Jesús Kristur fæddur er 9. Það heyrast jólabjöllur Flytjendur: [Engar upplýsingar um flytjendur]

The Magnetics – Efni á plötum

The Magnetics – Jaki [ep] Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: st99 Ár: 1981 1. Súkkulaðisjúkur 2. Hörkuflykki Flytjendur: Jakob Magnússon – söngur og hljóðfæraleikur     The Magnetics – A historical glimps of the future Útgefandi: Steinar / World records Útgáfunúmer: STLP 049 / WR 100 Ár: 1981 1. The Lion sleeps tonight 2. Curityba 3. Shanghai…

The Magnetics (1981)

Dúettinn The Magnetics var hálf íslenskur en meðlimir hans voru Stuðmaðurinn og kamelljónið Jakob Frímann Magnússon og Bandaríkjamaðurinn Alan Howarth en þeir félagar voru meðal fyrstu til að taka tölvutæknina í sína þjónustu í tónlistinni. Samstarfið kom til af því að þeir unnu tónlist við heimildamyndina Brasilíufarana sem Jakob vann að árið 1981 í Los…

Madjenik (1992)

Upplýsingar um hljómsveit sem bar nafnið Madjenik eru að skornum skammti en hún starfaði sumarið 1992 og kom þá fram á óháðu listahátíðinni Loftárás á Seyðisfjörð. Hér er óskað eftir öllu tiltæku um þessa sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma o.s.frv.

Magga Stína og Bikarmeistararnir (1998-2000)

Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína) starfrækti um tíma hljómsveit sem gekk undir nafninu Bikarmeistararnir eða Magga Stína og Bikarmeistararnir. Sveitin var stofnuð haustið 1998 til að kynna plötu Möggu Stínu, An album en meðlimir hennar höfðu leikið á plötunni ásamt fleirum, þetta voru þeir Arnar Geir Ómarsson trommuleikari, Pétur Hallgrímsson gítarleikari, Guðni Finnsson bassaleikari og…

Magic mushrooms (?)

Magic mushrooms mun hafa verið einhvers konar danstónlistarsveit sem Svala Björgvins söngkona var í á sínum yngri árum. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvenær nákvæmlega eða hverjir skipuðu sveitina að öðru leyti og er því óskað eftir þeim upplýsingum frá lesendum.

Magga Stína og hljómsveit Harðar Braga (2006)

Engar upplýsingar er að finna um hljómsveit Harðar Bragasonar sem ásamt söngkonunni Möggu Stínu (Margréti Kristínu Blöndal) gaf út níu laga jólaplötu árið 2006. Platan bar heitið Jólaveisla og var gefin út í tvö hundruð eintökum, líklega var um eins konar heimaútgáfu og fría dreifingu að ræða og því eru upplýsingar um plötuna og hljómsveitina…

Magnús Baldvinsson (1958-)

Bassasöngvarinn Magnús Baldvinsson hefur starfað erlendis um árabil og hefur því síðustu árin lítið sungið hér á landi, hann á að baki eina plötu. Magnús (fæddur 1958) söng í kórum áður en hann hóf einsöngvaraferil sinn, hann hafði þá sungið í kór innan KFUM og einnig í Mótettukór Hallgrímskirkju frá stofnun 1982 og Kór Hallgrímskirkju…

Magnús (1990-)

Á Akranesi hefur verið starfandi blússveit um árabil sem ber nafnið Magnús. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær Magnús var stofnuð en hún var starfandi haustið 1990 og hafði þá auðsýnilega verið starfandi í nokkurn tíma. Sveitin hefur starfað með hléum og árið 2008 voru meðlimir hennar Ragnar Knútsson [bassaleikari ?], Ólafur Páll Gunnarsson söngvari og…

Magnium (1999)

Hljómsveitin Magnium (Magníum) úr Garðabæ keppti haustið 1999 í hljómsveitakeppninni Rokkstokk. Engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu þessa sveit, hversu lengi hún starfaði eða nokkuð annað sem viðkemur henni. Magnium vakti ekki mikla athygli í Rokkstokk keppninni en átti í kjölfarið lag á safnplötunni Rokkstokk 1999.

Magnús Baldvinsson – Efni á plötum

Magnús Baldvinsson – Nú tindra stjörnur: úr Söngbók séra Friðriks Útgefandi: KFUM Útgáfunúmer: KFUM CD1 Ár: 1992 1. Kæri faðir, kenndu mér að biðja 2. Ó, þú sem elskar æsku mína 3. Þér Jesús, hef ég heitið 4. Sá til er ei vinur 5. Ef þú villist, veg ei sér 6. Mér eyddust allar rósir…

Afmælisbörn 17. júní 2019

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum annars ágæta þjóðhátíðardegi Íslendinga: Magnús Stefánsson trommuleikari frá Raufarhöfn er sextugur á þessum degi og á stórafmæli dagsins. Magnús lék á sínum tíma með mörgum misþekktum hljómsveitum og voru Utangarðsmenn, Egó, Sálin hans Jóns míns, Maó, Skuggar, Tíbet tabú, Jenný og Bodies meðal þeirra. Magnús hefur í…