Magga Stína og Bikarmeistararnir (1998-2000)

Magga Stína og Bikarmeistararnir

Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína) starfrækti um tíma hljómsveit sem gekk undir nafninu Bikarmeistararnir eða Magga Stína og Bikarmeistararnir.

Sveitin var stofnuð haustið 1998 til að kynna plötu Möggu Stínu, An album en meðlimir hennar höfðu leikið á plötunni ásamt fleirum, þetta voru þeir Arnar Geir Ómarsson trommuleikari, Pétur Hallgrímsson gítarleikari, Guðni Finnsson bassaleikari og Valgeir Sigurðsson hljómborðsleikari. Magga Stína annaðist sjálf söng og fiðluleik.

Bikarmeistararnir léku með Möggu Stínu á útgáfutónleikum tengdum An album þá um haustið og í kjölfarið lék sveitin á tónlistarhátíð í Frakklandi (Las Femmes S‘en Mellent festival 1999) og hitaði einnig upp fyrir Björk á tónleikaferð hennar um Bretlandi. Þá léku komu þau jafnframt fram á Hróarskeldu-hátíðinni sumarið 2000 í skugga slyss sem þá varð á hátíðinni.

Meðlimir Bikarmeistaranna voru sem fyrr segir auk Möggu Stínu þeir Arnar Geir, Pétur, Guðni og Valgeir en einnig komu við sögu sveitarinnar trommuleikararnir Birgir Baldursson og Matthías M.D. Hemstock, og Jakob Smári Magnússon bassaleikari, líklega þegar hinir áttu ekki heimangengt.