M.P. kvartettinn (1960)

M.P. kvartettinn var auglýstur í upphafi árs 1960 á skemmtistaðnum Lídó í nokkur skipti. Engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu þennan kvartett, fyrir hvern M.P. stendur eða hversu lengi sveitin starfaði, og er hér með óskað eftir þeim.

M.Í. kvartettinn (1983-86)

M.Í. kvartettinn var söngkvartett starfandi innan Menntaskólans á Ísafirði um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Upphaflega hafði verið ætlunin að stofna kór innan MÍ árið 1983 en þegar aðeins um tíu manns sýndu málinu áhuga og fækkaði heldur þar til eftir voru fjórir, var M.Í. kvartettinn stofnaður. Meðlimir hans voru þeir Heimir S. Jónatansson og…

M.G. tríó (1948-49)

M.G. tríó starfaði á veitingastaðnum Uppsölum (síðar Sjallanum) á Ísafirði um tíma um miðja síðustu öld og var eins konar húshljómsveit sem lagði mikla áherslu á Fats Waller píanódjass. M.G. stóð fyrir Magnús Guðjónsson sem lék á píanó en aðrir meðlimir voru Vilberg Vilbergsson (Villi Valli) sem lék á harmonikku (og hugsanlega saxófón) og Erich…

Wulfilins-orkestra (1975)

Hljómsveit sem bar heitið Wulfilins-orkestra starfaði í skamman tíma (að öllum líkindum) árið 1975 en hún hafði verið sett saman fyrir dansleik af nokkrum nemum í Íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. Meðlimir sveitarinnar voru Arnþór Helgason [hljómborðsleikari?], Sigurður Valgeirsson [trommuleikari?], Hjalti Jón Sveinsson [gítarleikari?] og fleiri, hugsanlega var Gísli Helgason einnig í henni. Frekari upplýsingar…

Wool (1993-94)

Rokkhljómsveitin Wool starfaði í rúmlega ár um miðjan tíunda áratug síðustu aldar, sveitin hafnaði í öðru sæti Músíktilrauna en nýtti sér það illa, sumir meðlima hennar urðu síðar áberandi í íslensku tónlistarlífi. Wool mun hafa verið stofnuð 1993 en ekkert spyrst til sveitarinnar fyrr en vorið 1994 er hún keppti í Músíktilraunum Tónabæjar, meðlimir hennar…

Drengirnir hennar Rósu (1990-93)

Hljómsveitin Drengirnir hennar Rósu (DHR) starfaði með hléum á árunum 1990-93 og lék mestmegnis á Gauki á Stöng en einnig á nokkrum sveitaböllum á landsbyggðinni. Meðlimir Drengjanna hennar Rósu voru þeir Bergur Heiðar Birgisson bassaleikari, Trausti Jónsson trommuleikari og söngvari, Björn Leifur Þórisson hljómborðsleikari og söngvari og Ævar Sveinsson gítarleikari. Einnig komu bassaleikararnir Arnold Ludwig…

Madrigalarnir (1987-88)

Madrigalarnir var söngkvintett sem starfaði veturinn 1987 til 88 en hópurinn söng einmitt madrigala, endureisnartónlist frá Mið- og Suður-Evrópu frá 15. og 16. öld. Meðlimir Madrigalanna voru þau Sverrir Guðmundsson, Martial Nardeau, Sigurður Halldórsson, Marta Guðrún Halldórsdóttir og Hildigunnur Halldórsdóttir. Hópurinn kom fram á nokkrum tónleikum um haustið en svo virðist sem Sigurður hafi fljótlega…

Mad methods (1998)

Tölvutríóið Mad methods vakti nokkra athygli á Músíktilraunum Tónabæjar í lok síðust aldar en hvarf jafnskjótt að þeim loknum. Meðlimir Mad methods voru þeir Halldór Hrafn Jónsson, Bjarni Þór Pálsson og Jóhann Gunnar Jónsson sem allir notuðu tölvur við tónsköpun sína, þeir félagar kepptu í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998 og komust þar í úrslit og…

MA félagar (1967-76)

MA félagar var blandaður kór sem starfaði innan Menntaskólans á Akureyri í tæplega áratug, á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Það munu hafa verið þeir Sigurður Demetz kórstjóri og Ævar Kjartansson þáverandi nemi í skólanum (síðan dagskrárgerðarmaður) sem höfðu frumkvæði að því að stofna kórinn innan MA haustið 1967 og var fjöldi meðlima hans…

Brúnaljósin brúnu

Brúnaljósin brúnu (Lag / texti: Jenni Jóns) Ó, viltu hlusta elsku litla ljúfan mín. Ljóð ég kveða vil um þig, því mildu brúnaljósin brúnu þín, blíð og fögur heilla mig. Hugfanginn hlýða sæll ég vil á sönginn þinn. Syngdu þitt fagra ljúfa lag, þar sem að alla tíð ég unað finn, í ástar þinnar töfrabrag.…

Afmælisbörn 4. júní 2019

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni í dag eru fimm talsins: Jörundur (Arnar) Guðmundsson eftirherma og skemmtikraftur á sjötíu og tveggja ára afmæli í dag. Jörundur fór mikinn í skemmtanabransanum einkum á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar þar sem hann skemmti með eftirhermu- og skemmtiprógrammi sínu um land allt. Hann gaf ennfremur út plötu á sínum…