Mad methods (1998)

Mad methods

Tölvutríóið Mad methods vakti nokkra athygli á Músíktilraunum Tónabæjar í lok síðust aldar en hvarf jafnskjótt að þeim loknum.

Meðlimir Mad methods voru þeir Halldór Hrafn Jónsson, Bjarni Þór Pálsson og Jóhann Gunnar Jónsson sem allir notuðu tölvur við tónsköpun sína, þeir félagar kepptu í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998 og komust þar í úrslit og reyndar gott betur því þeir höfnuðu í þriðja sæti keppninnar. Halldór Hrafn var auk þess kjörinn besti forritari tilraunanna.

Að Músíktilraunum loknum heyrðist ekkert meira frá sveitinni.