The Outrage (1996-98)

Drum‘n bass sveitin The Outrage keppti tvívegis í Músíktilraunum og vakti töluverða athygli fyrir tónlist sína rétt fyrir aldamótin. Sveitin var stofnuð haustið 1996 og var í upphafi dúett þeirra Halldórs Hrafns Jónssonar og Brynjars Arnar Ólafssonar sem báðir notuðu tölvur við tónsköpun sína. Þeir félagar voru fyrst í rave-tónlistinni en síðan þróaðist tónlist þeirra…

Mad methods (1998)

Tölvutríóið Mad methods vakti nokkra athygli á Músíktilraunum Tónabæjar í lok síðust aldar en hvarf jafnskjótt að þeim loknum. Meðlimir Mad methods voru þeir Halldór Hrafn Jónsson, Bjarni Þór Pálsson og Jóhann Gunnar Jónsson sem allir notuðu tölvur við tónsköpun sína, þeir félagar kepptu í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998 og komust þar í úrslit og…

Vírus [3] (1998)

Hljómsveit með þessu nafni keppti 1998 í hljómsveitakeppninni Rokkstokk, sem haldin var í Keflavík. Meðlimir sveitarinnar þá voru þeir Hjörtur G. Jóhannsson, Halldór Hrafn Jónsson og Árni Þór Jóhannesson, allir tölvumenn. Sveitin átti lag á safnplötunni Rokkstokk 1998 sem gefin var út í tengslum við keppnina. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Vírus.

Barnafita (1999)

Hljómsveitin Barnafita keppti í Músíktilraunum vorið 1999 en komst ekki áfram í úrslitin, sveitin var líklega skammlíf. Barnafitu skipuðu þeir Halldór Hrafn Jónsson trommuleikari og forritari, Arnór H. Sigurðsson tölvumaður og Hjörtur Gunnar Jóhannsson tölvumaður.

Stafræn tækni (1999)

Hljómsveitin Stafræn tækni keppti í Músíktilraunum Tónabæjar 1999. Meðlimir sveitarinnar voru Halldór Hrafn Jónsson trommuleikari og forritari, Arnór H. Sigurðsson forritari og Hjörtur Gunnar Jóhannsson forritari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit tilraunanna.