Hljómsveit með þessu nafni keppti 1998 í hljómsveitakeppninni Rokkstokk, sem haldin var í Keflavík. Meðlimir sveitarinnar þá voru þeir Hjörtur G. Jóhannsson, Halldór Hrafn Jónsson og Árni Þór Jóhannesson, allir tölvumenn. Sveitin átti lag á safnplötunni Rokkstokk 1998 sem gefin var út í tengslum við keppnina.
Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Vírus.