VSOP [3] (1999)
Hljómsveitin VSOP (V.S.O.P.) var starfandi haustið 1999 en hún kom þá fyrst fram, ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði. Meðlimir sveitarinnar sem mun hafa verið í rokkaðri kantinum, voru Haraldur Davíðsson söngvari og gítarleikari, Matthías Stefánsson gítarleikari, Ólafur Þór Kristjánsson bassaleikari og Helgi Víkingsson trommuleikari.