VSOP [3] (1999)

Hljómsveitin VSOP (V.S.O.P.) var starfandi haustið 1999 en hún kom þá fyrst fram, ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði. Meðlimir sveitarinnar sem mun hafa verið í rokkaðri kantinum, voru Haraldur Davíðsson söngvari og gítarleikari, Matthías Stefánsson gítarleikari, Ólafur Þór Kristjánsson bassaleikari og Helgi Víkingsson trommuleikari.

VSOP kvartettinn (2003)

VSOP kvartettinn starfaði árið 2003 og eru allar líkur á að um hafi verið að ræða söngkvartett. Ágúst Atli Jakobsson var einn meðlima kvartettsins en upplýsingar skortir um aðra VSOP-liða og er því óskað eftir þeim.

Völundur (1972-77)

Hljómsveitin Völundur er án nokkurs vafa ein þekktasta hljómsveit sem starfaði á austanverðu landinu á áttunda áratug síðustu aldar, það er þó ekki fyrir gæði eða vinsældir sem sveitin hlaut athygli heldur miklu fremur vegna blaðaskrifa og ritdeilna um sveitina. Sveitin starfaði á Egilsstöðum og voru meðlimir hennar þaðan og úr nágrenninu, hún var stofnuð…

Væringjar (1990-91)

Hljómsveitin Væringjar starfaði á Kirkjubæjarklaustri í upphafi síðasta áratugar 20. aldarinnar og lék þá mestmegnis á dansleikjum í heimabyggð. Sveitin hafði áður gengið undir nöfnunum Hope og Volvo og gengið í gegnum einhverjar mannabreytingar en meðlimir undir Væringjanafninu voru þeir Hjörtur Freyr Vigfússon, Jón Geir Birgisson, Frosti Jónsson og Valdimar Steinar Einarsson, engar upplýsingar finnast…

Vuca (1996-98)

Raftónlistarmaðurinn Árni Valur Axfjörð starfaði seint á síðustu öld undir nafninu Vuca (Vuca (9)) og kom margsinnis fram með ambient tónlist sína á tónleikum á árunum 1996-98. Ekkert virðist liggja útgefið með Vuca.

Wanted (?)

Hljómsveit mun hafa verið starfandi einhverju sinni undir nafninu Wanted. Heimildir herma að Eiríkur Hauksson hafi verið meðal meðlima hennar en engar aðrar upplýsingar finnast um þessa sveit. Hér með er óskað eftir slíkum upplýsingum.

Völuspá (1992)

Hljómsveitin Völuspá starfaði í nokkra mánuði árið 1992 og lék á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins, mest þó líklega í Hafnarfirði. Meðlimir Völuspár voru Björgvin Gíslason gítarleikari, Halldór Olgeirsson trommuleikari, Sveinn Guðjónsson hljómborðsleikari, Jón Ólafsson bassaleikari og Ágúst Atlason gítarleikari. Sá síðast taldi hætti fljótlega í sveitinni en hinir störfuðu saman fram á haustið, sveitin hafði þá starfað…

Wax (2007)

Upplýsingar um flytjanda/hljómsveit sem gekk undir nafninu Wax eru mjög af skornum skammti. Wax átti lag á plötu með tónlistinni úr kvikmyndinni Astrópíu en þar með er það upp talið og því er óskað hér eftir öllum tiltækum upplýsingum um þennan flytjanda.

Watt (1986)

Þungarokksveitin Watt keppti vorið 1986 í Músíktilraunum Tónabæjar. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um meðlimi sveitarinnar eða hljóðfæraskipan en sveitin starfaði líklega aðeins þetta eina ár. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Watt.

Waap (1988)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem bar nafnið Waap og starfaði árið 1988, um starfstíma hennar, meðlimi, hljóðfæraskipan og annað sem skiptir máli. Eins gæti verið að um sömu sveit sé að ræða og gekk undir nafninu Wapp.

Afmælisbörn 23. maí 2019

Fjögur afmælisbörn koma við sögu í dag: Tómas Magnús Tómasson (Tommi Tomm) bassaleikarinn góðkunni hefði orðið sextíu og fimm ára gamall í dag en hann lést á síðasta ári. Tommi er auðvitað þekktastur fyrir Stuðmannaframlag sitt en hann plokkaði bassann í mun fleiri sveitum, s.s. Amor, Arfa, Þursaflokknum, Fónum, Gæðablóðum, Change, Mods, Bítladrengjunum blíðu, Rifsberju,…