Vírus [4] (1999-)

Hljómsveitin Vírus hefur starfað um árabil og sérhæft sig í samkomum eins og þorrablótum og árshátíðum. Sveitin var stofnuð 1999 og hefur oftast verið dúett eða tríó, það fer þó eftir tilefninu hverju sinni. Aðalsprauta Vírusar er Ólafur Fannar Vigfússon söngvari og hljómborðsleikari (sem gaf út plötu undir nafninu Rufaló seint á síðustu öld) en…

Vírus [1] (1979)

Upplýsingar óskast um ballsveitina Vírus sem starfaði á Austfjörðum, að öllum líkindum á Norðfirði fyrri hluta árs 1979. Hljómsveitin Kvöldverður á Nesi var stofnuð upp úr þessari sveit vorið 1979.

Vírskífa (1997-98)

Hljómsveit sem bar heitið Vírskífa starfaði á höfuðborgarsvæðinu skömmu fyrir síðustu aldamót og lék eins konar þungt rokk. Sveitin var starfandi árið 1997 en ekki liggur fyrir hvenær hún var stofnuð, meðlimir hennar voru að minnsta kosti þeir Hörður Ingi Stefánsson bassaleikari, Jón Björn Ríkarðsson trommuleikari og Vagn Leví Sigurðsson söngvari, einn eða tveir gítarleikarar…

Vímulaus æska [2] (1988-89)

Hljómsveitin Vímulaus æska var tengd samnefndum forvarnarsamtökum með þeim hætti að foreldri eins meðlima sveitarinnar var virkur í stjórn samtakanna. Vímulaus æska var stofnuð árið 1988 og starfaði í um rúmlega ár, sveitin lék m.a. á bindindismótinu í Galtalæk. Meðlimir Vímulausrar æsku voru þeir Svanur Jónsson hljómborðsleikari, Þór Sigurðsson hljómborðsleikari, Ólafur Rafnsson söngvari og trommuleikari…

Vímulaus æska [1] [útgáfufyrirtæki] (1986-)

Foreldrasamtökin Vímulaus æska voru stofnuð haustið 1986 en þau eru eins konar forvarnarsamtök og eru enn virk í starfsemi sinni. . Vímulaus æska hefur fjármagnað starfsemi sína með ýmsum hætti en tvívegis hafa samtökin gefið út plötur í því skyni, annar vegar safnplötuna Vímulaus æska (árið 1987) sem hafði að geyma tónlist með blöndu popptónlistarmanna,…

Víkingasveitin [4] (2013-14)

Víkingasveitin var nafn á hljómsveit sem skipuð var Íslendingum í Svíþjóð, á árunum 2013 og 14 að minnsta kosti. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit en meðlimir hennar munu hafa verið Ásgeir Guðjónsson, Haraldur Arason, Hermann Hannesson, Gústaf Lilliendahl og Tómas Tómasson, ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan sveitarinnar var.

Vírus [5] (2003-05)

Árið 2003 var starfandi hljómsveit í Mosfellsbænum undir nafninu Vírus. Um var að ræða rokksveit sem var líkast til enn starfandi 2005 en annað liggur ekki fyrir um starfstíma hennar. Meðlimir Vírusar voru þeir Þorri [?] trommuleikari, Benni [?] bassaleikari, Gummi [?] gítarleikari og hugsanlega var annar gítarleikari í sveitinni sem einnig er kallaður Gummi.…

Vírus [3] (1998)

Hljómsveit með þessu nafni keppti 1998 í hljómsveitakeppninni Rokkstokk, sem haldin var í Keflavík. Meðlimir sveitarinnar þá voru þeir Hjörtur G. Jóhannsson, Halldór Hrafn Jónsson og Árni Þór Jóhannesson, allir tölvumenn. Sveitin átti lag á safnplötunni Rokkstokk 1998 sem gefin var út í tengslum við keppnina. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Vírus.

Vírus [2] (1991-93)

Þungarokkssveitin Vírus starfaði á höfuðborgarsvæðinu á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar. Ekki liggur fyrir hvenær sveitin var stofnuð en þeir félagar auglýstu eftir trommuleikara sumarið 1991, Guðmundur Gunnlaugsson (Jötunuxar, Das Kapital o.m.fl.) svaraði greinilega þeirri auglýsingu því hann starfaði með þeim snemma árs 1992, aðrir meðlimir sveitarinnar voru þá Hörður Sigurðsson bassaleikari, Svavar Sigurðsson…

Vísland ´85 [tónlistarviðburður] (1985)

Sumarið 1985 stóð félagsskapurinn Vísnavinir fyrir norrænni vísnahátíð á Laugarvatni, þeirri fyrstu sem haldin var hérlendis en slíkar hátíðir höfðu þá verið haldnar víða um Norðurlöndin. Vísland ´85 (Visland ´85), eins og viðburðurinn var kallaður var haldin í lok júní og þar komu fram tónlistarfólk víðs vegar af Norðurlöndunum, auk félaga úr Vísnavinum. Nokkrir hinna…

Afmælisbörn 3. maí 2019

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Ólafur Helgi Helgason trommuleikari er sextíu og fjögurra ára á þessum degi en hann var áberandi í poppsveitum áttunda áratugar síðustu aldar. Ólafur lék með hljómsveitum á borð við Dögg, Tilfinningu og Kvintett Ólafs Helgasonar sem síðar hlaut nafnið Tívolí. Helga Marteinsdóttir veitingakona (1893-1979) átti afmæli þennan…