Vísland ´85 [tónlistarviðburður] (1985)

Sumarið 1985 stóð félagsskapurinn Vísnavinir fyrir norrænni vísnahátíð á Laugarvatni, þeirri fyrstu sem haldin var hérlendis en slíkar hátíðir höfðu þá verið haldnar víða um Norðurlöndin.

Vísland ´85 (Visland ´85), eins og viðburðurinn var kallaður var haldin í lok júní og þar komu fram tónlistarfólk víðs vegar af Norðurlöndunum, auk félaga úr Vísnavinum.

Nokkrir hinna erlendu gesta fóru síðan í kjölfarið í stutta ferð um landið með tónleikahald. Gefin var út kassetta með úrvali efnis tengt hátíðinni.

Efni á plötum