Bræðrabandið [1] (1979-)

Hljómsveitin Bræðrabandið úr Hafnarfirði hefur starfað síðan fyrir 1980 með hléum en hún var framan af kántrýsveit. Bræðrabandið var stofnað haustið 1979, nafn sveitarinnar kemur til af því að í henni eru tvennir bræður, Ingólfur Arnarson gítarleikari og Jón Kristófer Arnarson einnig gítarleikari, og Ævar Aðalsteinsson banjóleikari og Örvar Aðalsteinsson kontrabassaleikari. Allir munu þeir fjórmenningarnir…

Bakkabræður [3] (1983)

Vísnasveitin Bakkabræður starfaði árið 1983 og kom fram á ýmsum samkomum bæði á vegum Vísnavina sem og almennum tónleikum. Bakkabræður var reyndar kvennasveit og voru meðlimir hennar Bergþóra Árnadóttir, Anna María [?] og Gná Guðjónsdóttir, þær sungu allar og Bergþór mun hafa leikið á gítar einnig en ekki liggur fyrir hvort þær hinar léku á…

Tónlistartímaritið TT [fjölmiðill] (1981-82)

Tónlistartímaritið eða TT kom út þrívegis á árunum 1981 og 82. Það voru þrjú tónlistartengd samtök sem stóðu að útgáfunni, Jazzvakning, SATT og Vísnavinir, og var Vernharður Linnet ritstjóri þess. Þrátt fyrir að blaðið væri stútfullt af fjölbreytilegu efni, enda tileinkað allri tónlist en ekki einungis einni tónlistarstefnu, dugði það ekki til og útgáfa þess…