Guðmundur Árnason (1953-)

Guðmundur Árnason lét nokkuð til sín taka í íslensku tónlistarlífi á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og sendi þá m.a. frá sér smáskífu og breiðskífu, hann hefur hins vegar lítið verið áberandi síðan í tónlistinni. Guðmundur Árnason er fæddur 1953 í Reykjavík, hann hafði eitthvað verið viðloðandi tónlist á menntaskólaárum sínum og þegar hann…

Vísnakvöld [tónlistarviðburður] (1976-94)

Félagsskapurinn Vísnavinir stóðu fyrir samkomum á sínum tíma sem gengu undir heitinu Vísnakvöld. Slík kvöld voru haldin mánaðarlega yfir vetrartímann þegar starfsemi félagsins var sem öflugust, það var á árunum 1976 til u.þ.b. 1987 en síðan fjaraði undan félaginu smám saman og síðasta Vísnakvöldið var líklega haldið 1994 þótt félagið starfaði vissulega eitthvað áfram. Vísnakvöldin…

Vísnavinir [félagsskapur / útgáfufyrirtæki] (1976-97)

Vísnavinir var öflugur félagsskapur tónlistarfólks á síðasta fjórðungi tuttugustu aldarinnar, hélt uppi öflugri tónleikahefð og útgáfu auk þess að ala af sér fjöldann allan af tónlistarfólki sem síðar varð í fremstu röð íslenskrar tónlistarsögu, meðal þeirra má nefna hér örfáa s.s. Bubba Morthens, Eyjólf Kristjánsson, Önnu Pálínu og Aðalstein Ásberg og Inga Gunnar Jóhannsson. Félagið…

Vísland ´85 [tónlistarviðburður] (1985)

Sumarið 1985 stóð félagsskapurinn Vísnavinir fyrir norrænni vísnahátíð á Laugarvatni, þeirri fyrstu sem haldin var hérlendis en slíkar hátíðir höfðu þá verið haldnar víða um Norðurlöndin. Vísland ´85 (Visland ´85), eins og viðburðurinn var kallaður var haldin í lok júní og þar komu fram tónlistarfólk víðs vegar af Norðurlöndunum, auk félaga úr Vísnavinum. Nokkrir hinna…

Bræðrabandið [1] (1979-)

Hljómsveitin Bræðrabandið úr Hafnarfirði hefur starfað síðan fyrir 1980 með hléum en hún var framan af kántrýsveit. Bræðrabandið var stofnað haustið 1979, nafn sveitarinnar kemur til af því að í henni eru tvennir bræður, Ingólfur Arnarson gítarleikari og Jón Kristófer Arnarson einnig gítarleikari, og Ævar Aðalsteinsson banjóleikari og Örvar Aðalsteinsson kontrabassaleikari. Allir munu þeir fjórmenningarnir…

Bakkabræður [3] (1983)

Vísnasveitin Bakkabræður starfaði árið 1983 og kom fram á ýmsum samkomum bæði á vegum Vísnavina sem og almennum tónleikum. Bakkabræður var reyndar kvennasveit og voru meðlimir hennar Bergþóra Árnadóttir, Anna María [?] og Gná Guðjónsdóttir, þær sungu allar og Bergþór mun hafa leikið á gítar einnig en ekki liggur fyrir hvort þær hinar léku á…

Tónlistartímaritið TT [fjölmiðill] (1981-82)

Tónlistartímaritið eða TT kom út þrívegis á árunum 1981 og 82. Það voru þrjú tónlistartengd samtök sem stóðu að útgáfunni, Jazzvakning, SATT og Vísnavinir, og var Vernharður Linnet ritstjóri þess. Þrátt fyrir að blaðið væri stútfullt af fjölbreytilegu efni, enda tileinkað allri tónlist en ekki einungis einni tónlistarstefnu, dugði það ekki til og útgáfa þess…