Bakkabræður [3] (1983)

Bakkabræður

Vísnasveitin Bakkabræður starfaði árið 1983 og kom fram á ýmsum samkomum bæði á vegum Vísnavina sem og almennum tónleikum.

Bakkabræður var reyndar kvennasveit og voru meðlimir hennar Bergþóra Árnadóttir, Anna María [?] og Gná Guðjónsdóttir, þær sungu allar og Bergþór mun hafa leikið á gítar einnig en ekki liggur fyrir hvort þær hinar léku á hljóðfæri. Gísli Helgason kom fram með þeim en var líklega ekki hluti af sveitinni.