Barnakór Húsavíkur [1] (1974-91)

Barnakór Húsavíkur starfaði á Húsavík í fjölmörg ár undir stjórn Hólmfríðar Benediktsdóttur. Kórinn var líklega stofnaður haustið 1974 og starfaði til ársins 1991 en lagðist þá í dvala. Hann var síðan endurvakinn mörgum árum síðar og var þá einnig undir stjórn Hólmfríðar. Upplýsingar eru afar takmarkaðar um þennan kór.

Barnakór Akureyrar [2] (1948-58)

Barnakór Akureyrar sem hér um ræðir er líklega þekktasti kórinn sem starfaði undir þessu nafni en hann hlaut frægð sem náði út fyrir landsteinana. Það var barnakólakennarinn Björgvin Jörgensson sem átti allan heiðurinn af kórnum en hann stofnaði hann í upphafi árs 1948 innan Barnaskólans á Akureyri, Björgvin hafði komið til starfa á Akureyri haustið…

Barnakór Borgarhólsskóla (1996-)

Barnakór hefur verið starfandi við Borgarhólsskóla á Húsavík frá árinu 1996 að minnsta kosti. Line Werner var stjórnandi kórsins lengi vel en Hólmfríður Benediktsdóttir hefur stjórnað honum síðustu árin. Ekki liggur fyrir hvort kórinn er starfandi ennþá en upplýsingar þ.a.l. mætti gjarnan senda Glatkistunni auk annarra upplýsinga um þennan kór.

Barnakór Barnaskóla Hafnarfjarðar (1960-62)

Barnakór Barnaskóla Hafnarfjarðar, einnig nefndur Friðrikskór starfaði í um tvö ár en hann var stofnaður Friðriki Bjarnasyni til heiðurs. Friðrik Bjarnason tónskáld hafði verið söngkennari við Barnaskólann í þrjátíu og sjö ár og á áttræðis afmæli hans haustið 1980 var ákveðið að stofna kór við skólann honum til heiðurs, undir stjórn Jóns Ásgeirssonar sem þá…

Barnakór Árbæjarkirkju [2] (2007-13)

Nokkurra ára hlé hafði orðið á barnakórastarfi innan Árbæjarkirkju snemma á 21. öldinni en 2007 var stofnaður þar nýr kór. Hann starfaði í fáein ár, fyrst var Jensína Waage stjórnandi kórsins en síðan Krisztina K. Szklená. Þessi kór starfaði líklega til ársins 2013.

Barnakór Árbæjarkirkju [1] (1992-2004)

Barnakór var starfandi við Árbæjarkirkju á árunum 1992 til 2004 að minnsta kosti, um tíma var um tveggja kóra starf að ræða – yngri og eldri deild. Áslaug Bergsteinsdóttir var fyrsti stjórnandi kórsins en Guðlaugur Viktorsson og Sigrún Steingrímsdóttir stjórnuðu honum lengst af eða allt til ársins 1996, þá tók Margrét Dannheim við. Árið 1995…

Barnakór Akureyrar [1] (um 1925)

Um miðjan þriðja áratug síðustu aldar mun hafa verið barnakór starfandi á Akureyri en litlar sem engar heimildir er að finna um þennan kór. Allar tiltækar upplýsingar um þennan fyrsta Barnakór Akureyrar óskast sendar Glatkistunni.

Topp tíu listi Glatkistunnar #1 – Stemmingslög og íþróttir

Hér kemur til sögunnar fyrsti Topp tíu listi Glatkistunnar en sá listi er tileinkaður íslenska landsliðinu í knattspyrnu sem nú er að fara á sitt fyrsta Heimsmeistaramót í knattspyrnu. Listinn hefur að geyma tíu lög sem skapast hefur stemming fyrir í tengslum við íþróttaviðburði landsliða og/eða íþróttafélög. Af einhverjum ástæðum hafa slík lög nánast einungis…

Barnakór Grindavíkur [1] (1977-81)

Barnakór Grindavíkur var öflugur kór sem fór víða þann tíma sem hann starfaði. Það var Eyjólfur Ólafsson þáverandi skólastjóri Tónlistarskóla Grindavíkur sem stjórnaði kórnum en hann starfaði á árunum 1977 til 81. Kórinn afrekaði það tvívegis að fara erlendis í söngferðalög, fyrst til Færeyja 1978 og svo ári síðar um Norðurlöndin. Einnig hélt kórinn tónleika…

Barnakór Borgarness [2] (1992-)

Barnakór Borgarness hefur verið starfandi síðan árið 1992 að minnsta kosti, fyrst lengi vel undir stjórn Birnu Þorsteinsdóttur en síðan hefur Steinunn Árnadóttir stjórnað honum. Kórinn er starfandi ennþá eftir því sem best verður að komist. Allar frekari upplýsingar um Barnakór Borgarness vantar og óskast sendar Glatkistunni.

Barnakór Borgarness [1] (1942-46)

Barnakór Borgarness var annar af tveimur barnakórum sem Björgvin Jörgensson stjórnaði og gerði landsfræga á sínum tíma. Björgvin þessi kom sem barnakennari til Borgarness og árið 1942 stofnaði hann Barnakór Borgarness. Honum tókst að gera kórinn á tiltölulega skömmum tíma nokkuð öflugan og orðspor hans barst víða, kórinn söng t.a.m. margsinnis á tónleikum í nágrannasveitunum…

Barnakór Akureyrar [2] – Efni á plötum

Barnakór Akureyrar [2] Útgefandi: Músikbúðin Tónika Útgáfunúmer: Tónika K 501 Ár: 1954 1. Á berjamó 2. Ég bið að heilsa Flytjendur: Barnakór Akureyrar – söngur undir stjórn Björgvins Jörgenssonar Arngrímur B. Jóhannsson – einsöngur Anna  G. Jónasdóttir – einsöngur [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Barnakór Akureyrar [2] Útgefandi: Músikbúðin Tónika Útgáfunúmer: Tónika K 502 Ár: 1954…

Barnakór Hvolsskóla [1] (1973-74)

Barnakór Hvolsskóla starfaði veturinn 1973-74 undir stjórn Sigríðar Sigurðardóttur og Friðriks Guðna Þórleifssonar. Segja má að þessi kór hafi einungis verið undanfari annars kórs, Barnakór Tónlistarfélags Rangæinga sem þau hjónin, Sigríður og Friðrik Guðni starfræktu síðar um árabil á Hvolsvelli.

Barnakór Hlíðaskóla – Efni á plötum

Barnakór Hlíðaskóla – Jólaplata Hlíðaskóla [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP IM 116 Ár: 1964 1. Það á að gefa börnum brauð 2. Jólasveinar ganga um gólf 3. Pabbi segir 4. Jólakvæði 5. Heims um ból 6. Komið þér hirðar 7. Bjart er yfir Betlehem 8. Gloria 9. Faðir gjör mig lítið ljós Flytjendur: Barnakór…

Barnakór Hlíðaskóla [1] (1958-76)

Ekki liggur alveg á hreinu hvenær Barnakór Hlíðaskóla starfaði nákvæmlega en það var að öllum líkindum á árunum 1958 til 76. Þar var söngkennarinn Guðrún Þorsteinsdóttir sem stýrði kórnum allan þann tíma sem hann starfaði en kórinn naut nokkurra vinsælda og var t.a.m. fenginn til að syngja í Ríkisútvarpinu í nokkur skipti, og eflaust einnig…

Barnakór Grindavíkurkirkju [1] (1990-98)

Barnakór Grindavíkurkirkju starfaði í nokkur ár í lok síðustu aldar en það kórastarf endaði með skyndilegum hætti í árslok 1998. Kórinn hafði verið stofnaður árið 1990 af Siguróla Geirssyni sem þá var nýtekinn við stöðu skólastjóra tónlistarskólans í Grindavík. Um þrjátíu börn skipuðu kórinn og hann naut fljótlega nokkurra vinsælda í heimabyggðinni. Vilborg Sigurjónsdóttir eiginkona…

Barnakór Grindavíkur [2] (1988)

Eitthvert barnakórastarf var í Grindavík eftir nokkurt hlé árið 1988 en áður hafði verið starfræktur kór innan tónlistarskólans í bænum undir stjórn Eyjólfs Ólafssonar. Það var Eyjólfur sem stjórnaði þessum kór einnig en kórinn var starfandi innan Grunnskóla Grindavíkur og virðist ekki hafa verið langlífur. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þennan kór.

Strump-serían [safnplöturöð] – Efni á plötum

Strump – ýmsir [snælda] Útgefandi: Veraldar keröld Útgáfunúmer: VK 02 Ár: 1990 1. Dr. Gunni – Nonni stubbur 2. Dr. Gunni – Kalli klessa 3. California Nestbox – Rauð jól 4. California Nestbox – Anna í Grænuhlíð 5. California Nestbox – Summertima love 6. Jolly Hotsperm & the Lipstick lovers – Spread your legs 7.…

Afmælisbörn 23. maí 2018

Fjögur afmælisbörn koma við sögu í dag: Tómas Magnús Tómasson (Tommi Tomm) bassaleikarinn góðkunni hefði orðið sextíu og fjögurra ára gamall í dag en hann lést fyrr á þessu ári. Tommi er auðvitað þekktastur fyrir Stuðmannaframlag sitt en hann hefur plokkað bassann í mun fleiri sveitum, s.s. Amor, Arfa, Þursaflokknum, Fónum, Gæðablóðum, Change, Mods, Bítladrengjunum…