Bakkabræður [3] (1983)

Vísnasveitin Bakkabræður starfaði árið 1983 og kom fram á ýmsum samkomum bæði á vegum Vísnavina sem og almennum tónleikum. Bakkabræður var reyndar kvennasveit og voru meðlimir hennar Bergþóra Árnadóttir, Anna María [?] og Gná Guðjónsdóttir, þær sungu allar og Bergþór mun hafa leikið á gítar einnig en ekki liggur fyrir hvort þær hinar léku á…

Bakkabræður [2] (?)

Hljómsveit var einhverju sinni starfandi á Bakkafirði undir nafninu Bakkabræður, líklega á áttunda áratug síðustu aldar. Hilmar Þór Hilmarsson var mögulega söngvari þessarar sveitar en engar upplýsingar finnast um aðra meðlimi hennar.

Bakkus [2] (1998/2000)

Svo virðist sem nafnið Bakkus hafi verið notað sem hljómsveitarnafn á Austfjörðum fyrir og um aldamótin síðustu. Fyrir liggur að dúett starfaði undir þessu nafni árið 2000, hugsanlega frá Egilsstöðum og tveimur árum fyrr (1998) voru einhverjir að spila undir því á dansleik á Norðfirði. Hér er giskað á að um sömu sveit/dúett sé að…

Bakkus [1] (1985-86)

Hljómsveit sem bar nafnið Bakkus lék á áramótadansleik í Bakkagerði (Borgarfirði eystra) um áramótin 1985/86, og var í fjölmiðlum sögð vera heimasveit. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar og því væru allar þess konar upplýsingar vel þegnar.

Bakkabræður [4] (1983)

Hljómsveit með þessu nafni lék á dansleik á Flúðum haustið 1983 og var því klárlega ekki um að ræða vísnasöngflokkinn sem starfaði um svipað leyti undir þessu sama nafni. Allar frekar upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

BCLB (1995-97)

Hljómsveit að nafni BCLB starfaði á Blönduósi og var skipuð nokkrum ungum mönnum. Sveitin, sem var stofnuð vorið 1995, hitaði upp fyrir nokkrar af helstu sveitaballasveitum samtímans á böllum nyrðra, kom fram á Húnavöku og Blönduvision og lék einnig sunnan heiða. Hún lagði líklega upp laupana 1997. Litlar upplýsingar er að hafa um BCLB en…

B.J. kvintettinn (1970-80)

B.J. kvintettinn starfaði um og upp úr 1970 og var um tíma húshljómsveit í Þórscafé, hún mun hafa verið einhvers konar afsprengi hljómsveitarinnar Sóló og lék töluvert einnig á Keflavíkurflugvelli en þar var skilyrði (einkum í Rockville) að söngkonur væru í sveitinni og því sungu söngkonur eins og Mjöll Hólm, Helga Sigþórsdóttir og sjálfsagt fleiri…

B.G. kvintettinn – Efni á plötum

Adda Örnólfs – Kæri Jón / Töfraskórnir [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH 20 Ár: 1955 1. Kæri Jón 2. Töfraskórnir Flytjendur: Adda Örnólfs – söngur B.G. kvintettinn: – [engar upplýsingar er að finna um hljóðfæraleikara]

B.G. kvintettinn (1954-55)

Litlar heimildir er að finna um B.G. kvintettinn og hugsanlega var hann eingöngu settur saman fyrir plötuútgáfu en hljómsveit með þessu nafni lék m.a. á plötu með Öddu Örnólfs árið 1955. Meðlimir B.G. kvintetts (sem einnig var á einhverjum tímapunkti kvartett) voru Björn R. Einarsson básunuleikari og Gunnar Egilson klarinettu- og saxófónleikari (sem voru B…

b-5 (1984)

b-5 var djasstengdur sextett sem starfaði vorið 1984 og kom þá fram opinberlega í fáein skipti. Engar upplýsingar finnast hins vegar um hverjir skipuðu b-5 og eru allar slíkar þ.a.l. vel þegnar.

Bacchus [3] (1992-93)

Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær hljómsveitin Bacchus frá Selfossi og nágrenni var starfandi en það var a.m.k. á árunum 1992 og 93 en síðarnefnda árið var hún nokkuð virk í sunnlensku tónlistarsenunni sem þá var í gangi, og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar um vorið, lék á tónlistarhátíðinni Íslensk tónlist 1993 sem haldin var í Þjórsárdalnum…

Bacchus [2] (um 1980)

Þeir félagar Bragi Ólafsson og Friðrik Erlingsson (sem síðar voru í Purrki Pillnikk, Sykurmolunum og fleiri sveitum) voru einhverju sinni í hljómsveitinni Bacchus (Bakkus). Þeir hafa líklega leikið á bassa og gítar í sveitinni og allt bendir til að Ólafur Árni Bjarnason (síðar óperusöngvari) hafi verið söngvari sveitarinnar. Ekki liggur fyrir hverjir fleiri skipuðu Bacchus…

Bacchus [1] (1974)

Hljómsveit að nafni Bacchus var starfandi árið 1974 og var að öllum líkindum fyrsta íslenska sveitin sem bar þetta nafn vínguðsins úr grísk/rómversku goðafræðinni en nokkrar sveitir hafa starfað undir Bacchusar/Bakkusar nafninu. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um meðlimi þessarar sveitar.

Babýlon (1997)

Hljómsveitin Babýlon (Babylon) starfaði í nokkra mánuði árið 1997, og lék þá á öldurhúsum Reykjavíkur. Sveitina skipuðu Júlíus Jónasson söngvari, Hilmar J. Hauksson söngvari og hljómborðsleikari og Sævar Árnason gítarleikari. Babýlon kom fyrst fram í upphafi árs 1997 og starfaði eitthvað fram eftir hausti.

Babel – Efni á plötum

Babel – The return of Babel [ep] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1998 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Sigurbjörn Þorgrímsson – [?] Babel – B-sides the code of B-haviour Útgefandi: Elektrolux Útgáfunúmer: E10001CD Ár: 1998 1. De-odor 2. Ordeal 1 3. Gate 4. Shaman 5. X-equals 6. Moment 7. Swift creation 8. Ordeal…

Babel (1998)

Raftónlistarmaðurinn Sigurbjörn Þorgrímsson (1976-2011) gaf út á sínum tíma plötur undir aukasjálfinu Babel rétt fyrir síðustu aldamót en hann var öllu þekktari undir nafninu Biogen. Svo virðist sem Babel hafi gefið út eina breiðskífu (bæði á geisla- og vínylplötuformi) og eina smáskífu. Upplýsingar um frekari útgáfu óskast sendar Glatkistunni. Efni á plötum

B.R.A. (1991-93)

Hljómsveitin B.R.A. (einnig ritað BRA) kom frá Húsavík, var skipuð ungum meðlimum og spilaði pönk líkt og margar aðrar sveitir á Húsavík um og eftir 1990. Meðlimir þessarar sveitar voru Ólafur Þórarinsson söngvari, Jóhann Jóhannsson gítarleikari, Valdimar Óskarsson bassaleikari og Hlynur Þór Birgisson trommuleikari. Sveitin var skráð til leiks líklega bæði 1992 og 93 en…

Bakkabræður [1] (um 1965)

Nokkrar hljómsveitir hafa borið nafnið Bakkabræður í gegnum tíðina, fyrst þeirra var líklega starfandi á sjöunda áratugnum og eru heimildir um hana litlar sem engar. Það eina sem er í hendi er að Axel Einarsson (Icecross, Tilvera o.fl.) var í þeirri sveit. Allar aðrar upplýsingar um Bakkabræður eru vel þegnar og óskast sendar Glatkistunni.

Baðönd (1993-94)

Hljómsveitin Baðönd starfaði á Selfossi veturinn 1993 til 94 og lék einkum cover efni með hörðu ívafi. Meðlimir sveitarinnar voru Guðmar Elís Pálsson söngvari, Heimir Tómasson gítarleikari, Pétur Harðarson gítarleikari, Halldór Snær Bjarnason bassaleikari og Jón Ingi Sigurgíslason trymbill. Sveitin var eins konar útibú frá hljómsveitinni Bacchus [3] en Heimir, Pétur og Jón Ingi voru…

Afmælisbörn 3. maí 2018

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Ólafur Helgi Helgason trommuleikari er sextíu og þriggja ára á þessum degi en hann var áberandi í poppsveitum áttunda áratugar síðustu aldar. Ólafur lék með hljómsveitum á borð við Dögg, Tilfinningu og Kvintett Ólafs Helgasonar sem síðar hlaut nafnið Tívolí. Helga Marteinsdóttir veitingakona (1893-1979) átti afmæli þennan…