B.R.A. (1991-93)

Hljómsveitin B.R.A. (einnig ritað BRA) kom frá Húsavík, var skipuð ungum meðlimum og spilaði pönk líkt og margar aðrar sveitir á Húsavík um og eftir 1990. Upplýsingar um meðlimi sveitarinnar liggja ekki á lausu en Hlynur Þór Birgisson mun þó hafa verið trymbill hennar.

Sveitin var skráð til leiks líklega bæði 1992 og 93 en af einhverjum ástæðum virðist sveitin ekki hafa mætt til leiks, hún gæti þó hafa keppt síðara árið undir nafninu Gröftur.

B.R.A. átti lag á safnsnældunni Snarl III sem kom út 1991.