Rokksveit sem bar nafnið Svið starfaði á Húsavík á fyrri hluta tíunda áratugarins, líklega frá vetrinum 1991-92 og til 1994 að minnsta kosti. Upplýsingar eru fremur takmarkaðar um þessa sveit, vorið 1994 var hún skipuð þeim Hlyni Birgissyni trommuleikara, Guðmundi Svafarssyni gítarleikara og Hans Wium bassa- og trommuleikara en ekki liggur fyrir hvort sveitin hafði þá gengið í gegnum einhverjar mannabreytingar.
Svið spilaði mestmegnis norðan heiða en kom eitthvað suður til að leika á tónleikum.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.