Vespré (1989-90)

Pönkhljómsveitin Vespré starfaði á Húsavík um eins árs skeið í lok níunda áratugs síðustu aldar en nafn sveitarinnar á sér augljósa skírskotun í samnefnd dömubindi. Vespré var stofnuð 1989 og voru meðlimir hennar Guðmundur Svafarsson söngvari, Heimir Kristinsson bassaleikari, Þormóður Aðalbjörnsson gítarleikari og Gauti Þór Grétarsson trymbill. Sveitin lék á tvennum tónleikum nyrðra en þar…

Roð (1997-99)

Pönkhljómsveitin Roð frá Húsavík starfaði skömmu fyrir síðustu aldamót og vakti nokkra athygli sérstaklega fyrir beinskeytta texta en náði ekki að koma frá sér miklu efni í útgáfuformi. Sveitin var hluti af húsvísku pönksenunni seinni part tíunda áratugarins en þá var heilmikil vakning norðanlands, sem leiddi ýmist af sér sveitir sem kepptu í Músíktilraunum eða…

Hreinar nálar (1993-94)

Hljómsveitin Hreinar nálar starfaði á árunum 1993 og 94 á Húsavík. Sveitin sem upphaflega gekk undir nafninu Hreinar nálar við innganginn, innihélt Hans Wium söngvara (Hrafnar), Guðmund Svafarsson bassaleikara (Ræsið, Roð, Ljótu hálfvitarnir o.fl.), Hlyn Þór Birgisson trommuleikara (B.R.A.), Eggert Hilmarsson gítarleikara (Rotþróin, Ljótu hálfvitarnir o.fl.) og Borgar Þór Heimisson söngvara (Rotþróin, Geimharður og Helena, Drep).…