Hreinar nálar (1993-94)

Hreinar nálar

Hreinar nálar (við innganginn)

Hljómsveitin Hreinar nálar starfaði á árunum 1993 og 94 á Húsavík.

Sveitin sem upphaflega gekk undir nafninu Hreinar nálar við innganginn, innihélt Hans Wium söngvara (Hrafnar), Guðmund Svafarsson bassaleikara (Ræsið, Roð, Ljótu hálfvitarnir o.fl.), Hlyn Þór Birgisson trommuleikara (B.R.A.), Eggert Hilmarsson gítarleikara (Rotþróin, Ljótu hálfvitarnir o.fl.) og Borgar Þór Heimisson söngvara (Rotþróin, Geimharður og Helena, Drep).

Önnur hljómsveit, Svið, var stofnuð upp úr Hreinum nálum en sú sveit lagði fljótlega upp laupana.