Stórsveit Lúðrasveitar Selfoss (1993)

Svo virðist sem Stórsveit Lúðrasveitar Selfoss hafi verið sett á laggirnar árið 1993 einvörðungu til að koma fram á tónlistarsýningunni Leikur að vonum sem sett var á svið á Hótel Selfossi og var tileinkuð tónlist Ólafs Þórarinssonar, Labba í Mánum, sú sýning gekk í nokkurn tíma.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, stærð hennar og stjórnanda svo dæmi séu nefnd.