Stórsveit Lúðrasveitar verkalýðsins (1985-87)

Stórsveit Lúðrasveitar verkalýðsins (Big band Lúðrasveitar verkalýðsins) starfaði um nokkurra ára skeið um og eftir miðjan níunda áratug liðinnar aldar innan Lúðrasveitar verkalýðsins, undir stjórn Ellerts Karlssonar.

Sveitin kom fyrst fram vorið 1985 á tónleikum lúðrasveitarinnar og lék stöku sinnum eftir það næstu tvö til þrjú árin en virðist síðan hafa lognast út af.