
Lúðrasveit verkalýðsins
Lúðrasveit verkalýðsins fagnar um þessar mundir sjötíu ára afmæli sínu og hefur af því tilefni blásið til stórtónleika í tónlistarhúsinu Hörpu sunnudaginn 26. mars nk. kl. 14, í Silfurbergi.
Sveitin leikur þá undir stjórn Karenar Sturlaugsdóttur og hefur jafnframt verið stofnuð Stórsveit verkalýðsins sérstaklega fyrir þessa tónleika, þá kemur fram með sveitinni góðvinur hennar, Jón Jósep Snæbjörnsson sem syngur nokkur lög með henni. Í lok tónleikanna er gömlum félögum boðið að ganga til liðs við sveitina og leika með henni nokkur lög. Aðgangur er ókeypis að þessum tónleikum eins og öllum öðrum viðburðum sveitarinnar í gegnum tíðina.
Lúðrasveit verkalýðsins var stofnuð vorið 1953 og var fyrsti stjórnandi sveitarinnar Haraldur Guðmundsson, sveitin var ári síðar stofnaðili að Sambandi íslenskra lúðrasveita og hefur síðan verið ein allra öflugasta sveit landsins. Núverandi stjórnandi sveitarinnar er sem fyrr segir Karen Sturlaugsdóttir.