Súrefni (1995-2001)

Hljómsveitin Súrefni náði allnokkrum vinsældum rétt um síðustu aldamót og var þá fremst í flokki sveita sem framleiddu danstónlist en um það leyti var nokkur vakning hér á landi í þeirri tegund tónlistar. Sveitin byrjaði sem hljómsveit, þróaðist þaðan yfir í dúett sem vann mest með tölvur en varð síðar aftur að fullskipaðri hljómsveit með…

Súrefni – Efni á plötum

Súrefni – Geimjazz [ep] Útgefandi: Súrefni Útgáfunúmer: SUR CD 001 Ár: 1997 1. Qul 2. Partýtíðni áramóta Stínu 3. Flauel 4. Geimfatatízkan 5. Loch Lomond Flytjendur: Páll Arnar Sveinbjörnsson – [?] Þröstur E. Óskarsson – [?] Súrefni – Súrefni Útgefandi: Dennis records Útgáfunúmer: DCD 001 Ár: 1997 1. Disco 2. Regnstræti 303 3. You can…

Svavar Guðmundsson – Efni á plötum

Svavar Guðmundsson – Svavar Guðmundsson syngur Útgefandi: Hörpustrengir Útgáfunúmer: P-1 Ár: 1967 1. Friður 2. Eins og stjörnur 3. Galíleinn 4. Lífið er bjart Flytjendur: Svavar Guðmundsson – einsöngur Árni Arinbjarnarson – píanó   Fíladelfíukórinn í Reykjavík – Góði Jesús o.fl. [ep] Útgefandi: Hörpustrengir Útgáfunúmer: P-2 Ár: 1969 1. Góði Jesús 2. Þér hlið 3.…

Svavar Guðmundsson (1905-80)

Svavar Guðmundsson tenórsöngvari var einn fjölmargra efnilegra söngvara úr Skagafirðinum, honum gafst þó ekki kostur á söngnámi og varð því ekki úr eiginlegum söngferli hjá honum þótt hann yrði nokkuð þekktur, söng hans má hins vegar heyra á tveimur plötum sem komu út á vegum Fíladelfíu. Svavar Sigpétur Guðmundsson fæddist haustið 1905 á Sauðárkróki og…

Sveitó [2] (1996-2000)

Hljómsveit starfaði í Garðinum undir lok síðustu aldar og e.t.v. lengur undir nafninu Sveitó en upplýsingar eru afar takmarkaðar um þessa sveit. Sveitó kemur fyrst fram á sjónarsviðið haustið 1996 af því er virðist og lék með hléum næstu fjögur árin, einkum á Suðurnesjunum. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu þessa sveit en hún lék á…

Svik (1985)

Upplýsingar eru af skornum skammti um hljómsveit sem bar heitið Svik og starfaði á höfuðborgarsvæðinu vorið 1985 og var að öllum líkindum skammlíf sveit. Meðlimir Svika voru þeir Ingvar [?] gítarleikari, Sigurður [?] bassaleikari, Ragnar Ingi [?] trommuleikari og Ragnar [?] söngvari og hljómborðsleikari. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Svið (1992-94)

Rokksveit sem bar nafnið Svið starfaði á Húsavík á fyrri hluta tíunda áratugarins, líklega frá vetrinum 1991-92 og til 1994 að minnsta kosti. Upplýsingar eru fremur takmarkaðar um þessa sveit, vorið 1994 var hún skipuð þeim Hlyni Birgissyni trommuleikara, Guðmundi Svafarssyni gítarleikara og Hans Wium bassa- og trommuleikara en ekki liggur fyrir hvort sveitin hafði…

Sverrir Sigurðsson (1906-59)

Sverrir Sigurðsson var einn þeirra söngvara sem nam söng á fyrri hluta síðustu aldar, kom fram sem einsöngvari á tónleikum en steig þó aldrei skrefið til fullnustu enda var það ekki nema á fárra færi að helga sig söngnum á þeim tíma. Sverrir fæddist sumarið 1906 á Seyðisfirði, fór til náms við Menntaskólann á Akureyri,…

Stella í Knarrarnesi (1923-2009)

Saga Stellu í Knarrarnesi er dapurleg frásögn um hæfileikaríka söngkonu sem fórnaði draumum sínum fyrir draum foreldra sinna – draumi sem varð ekki ætlað að rætast. Þessi umfjöllun er frábrugðin öðrum á Glatkistunni að því leyti að hér er fjallað um söngkonu sem söng líkast til aldrei opinberlega. Stella í Knarrarnesi hét Guðríður Jóna Árnadóttir…

Sverrir Garðarsson [1] (1935-2021)

Sverrir Garðarsson var um langt árabil virkur í baráttu- og félagsmálum tónlistarmanna hér á landi og barðist fyrir réttindum þeirra sem liðsmaður FÍH, þar af í tæpa tvo áratugi sem formaður félagsins. Sverrir Garðarsson var fæddur 1935 og starfaði sem tónlistarmaður lengi vel, en hann var trommu- og slagverksleikari. Elstu heimildir um spilamennsku hans er…

Svensen og Hallfunkel (1997-2004)

Pöbbadúóið Svensen og Hallfunkel skemmti Grafarvogsbúum og nærsveitungum um margra ára skeið í kringum aldamótin en sveitin var þá húshljómsveit á Gullöldinni við miklar vinsældir. Svensen og Hallfunkel (stundum ritað Svenson og Hallfunkel) voru þeir Sveinn Guðjónsson og Halldór Olgeirsson en þeir höfðu starfað saman áður í nokkrum ballhljómsveitum, fyrst með Dansbandinu, síðan Santos, Grand,…

Svif (1995-96)

Hljómsveitin Svif starfaði í nokkra mánuði árið 1995 og 96 og var sérstæð að því leyti að hún hafi enga fasta liðsskipan. Sveitin sem mestmegnis mun hafa leikið hefðbundna blús- og soultónlist kom fyrst fram í júní 1995 og voru meðlimir hennar þá Georg Bjarnason bassaleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Guðmundur Pétursson gítarleikari og Þór Breiðfjörð…

Afmælisbörn 1. mars 2023

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Árni Johnsen Vestmannaeyingur og fyrrverandi alþingismaður er sjötíu og níu ára gamall í dag. Hann var framarlega í þjóðlagasöngvaravakningunni um og upp úr 1970, m.a. í félagsskapnum Vikivaka og kom oft fram á samkomum því tengt. Hann var einnig hluti af Eyjaliðinu sem gaf út plötu…