Sveitó [2] (1996-2000)

Sveitó ásamt Þorsteini Eggertssyni

Hljómsveit starfaði í Garðinum undir lok síðustu aldar og e.t.v. lengur undir nafninu Sveitó en upplýsingar eru afar takmarkaðar um þessa sveit.

Sveitó kemur fyrst fram á sjónarsviðið haustið 1996 af því er virðist og lék með hléum næstu fjögur árin, einkum á Suðurnesjunum. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu þessa sveit en hún lék á sólóplötu Rúnars Hartmannssonar sem kom út 1999, þar virðast hafa verið í henni þeir Torfi Gunnþórsson gítarleikari, Ólafur Kjartansson gítarleikari, Tómas Árni Tómasson bassaleikari og Baldur Jósefsson trommuleikari.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um hljómsveitina Sveitó úr Garðinum.