Afmælisbörn 27. mars 2023
Afmælisbörn Glatkistunnar í dag eru sjö talsins: Páll Einarsson sem er öllu þekktari sem jarðeðlisfræðingur en tónlistarmaður, er sextíu og sex ára gamall í dag. Páll hefur leikið selló m.a. með Sinfóníuhljómsveitum Íslands, Reykjavíkur og áhugamanna, Palermo kvartettnum og hljómsveit Íslensku óperunnar en einnig á bassa með ýmsum sveitum s.s. Tríói Guðmundar Ingólfssonar, Veislutríóinu og…