Sveitasveitin Hundslappadrífa (1994-2005)

Sveitasveitin Hundslappadrífa vakti nokkra athygli undir lok síðustu aldar þegar sveitin sendi frá sér plötu en tónlist hennar þótti svolítið sér á báti, frumsamið þjóðlagaskotið rokk með vönduðum textum knúin af fremur óhefðbundinni hljóðfæraskipan. Sögu Hundslappadrífu má rekja allt aftur til 1994 þegar bræðurnir Þorkell Sigurmon og Þormóður Garðar Símonarsynir frá Görðum í Staðarsveit á…

Sylvía (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Sylvía en hún mun hafa verið starfandi á áttunda áratug síðustu aldar og innihaldið hljómborðsleikarann Nikulás Róbertsson. Nikulás er frá Vopnafirði en óvíst hvort sveitin starfaði þar eða á höfuðborgarsvæðinu, hér er óskað eftir upplýsingum um aðra meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan og annað sem ætti heima í…

Svona er sumarið [safnplöturöð] – Efni á plötum

Svona er sumarið ’98 – ýmsir Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: VACD 052 Ár: 1998 1. Skítamórall – Farin 2. SSSól [1] – Síðan mætumst við aftur 3. Sóldögg – Fínt lag 4. Á móti sól – Á þig 5. Hunang – Alveg eins og þú 6. Sóldögg – Yfir allt 7. Spur – Allt 8. Skítamórall…

Svona er sumarið [safnplöturöð] (1998-2006)

Níu plötur komu út í sumarsafnplötuseríunni Svona er sumarið sem Skífan/Sena hélt úti á árunum 1998 til 2006 en serían hafði að geyma íslenska tónlist á vegum útgáfufyrirtækisins og var notuð til kynningar á henni, ýmist efni sem væntanlegt var á breiðskífum frá flytjendunum eða til að kanna markaðinn fyrir efnilegt tónlistarfólk. Plöturnar komu út…

Hundslappadrífa – Efni á plötum

Sveitasveitin Hundslappadrífa – Ert’úr sveit! Útgefandi: Hundslappadrífa Útgáfunúmer: HUND SL 001 Ár: 1998 1. Dánarbeð stórlax 2. Dúett 3. Axlar Björn 4. Nauðgun á aðventu 5. Draugasaga 6. Búkolla 7. Vögguvísa í blokkaríbúð 8. VIII. Fjósbrekku Finnur 9. Biðin 10. Línudans í landi 11. Gangsetningar vísur Lödumæðu 12. Laura Loveleash 13. Helvítis disco 14. Lokaorð…

Syngjandi páskar [2] [tónlistarviðburður] (1980-86)

Ekki liggja fyrir miklar upplýsingar um tónlistarviðburð sem Dýrfirðingar héldu um árabil í kringum páskahátíðina undir yfirskriftinni Syngjandi páskar, líkast til var hátíðin haldin fyrst haldin árið 1980 og svo árlega til 1986 að minnsta kosti, hugsanlega jafnvel mun lengur. Það mun hafa verið Tómas Jónsson skólastjóri og sparisjóðsstjóri sem var aðal hvatamaðurinn og drifkrafturinn…

Syngjandi páskar [1] [tónlistarviðburður] (1956-58)

Syngjandi páskar var yfirskrift tónlistarskemmtana sem Félag íslenzkra einsöngvara stóð fyrir á sjötta áratug síðustu aldar en þær nutu gríðarlegra vinsælda. Félag einsöngvara hafði verið stofnað árið 1954 til að efla hag einsöngs hér á landi og snemma árs 1956 kom upp sú hugmynd að stofna til tónlistarskemmtunar um páskana af léttara taginu svo almenningur…

Syndir feðranna [3] (2004)

Hljómsveitin Syndir feðranna var líkast til sett saman fyrir eina kvöldstund, afmælishátíð hljómsveitarinnar Loga frá Vestmannaeyjum þegar hún fagnaði 40 ára afmæli sínu. Syndir feðranna var skipuð sonum meðlima Loga og kom fram óvænt á tónleikunum, hana skipuðu þeir Arnþór Henrysson bassaleikari, Jónas Hermannsson söngvari, Ólafur Guðlaugsson gítarleikari, Davíð Helgason gítarleikari og Haraldur Bachmann trommuleikari.

Syndir feðranna [2] (1991-92)

Hljómsveitin Syndir feðranna var starfrækt á Norðfirði veturinn 1991-92 og lék þá m.a. á skemmtun á vegum verkmenntaskólans í bænum. Það sama kvöld lék önnur hljómsveit sem skipuð var foreldrum meðlima Synda feðranna og bar sú sveit nafnið Mamas and the papas. Hér er giskað á að meðlimir þeirrar sveitar (eða hluti hennar að minnsta…

Syndir feðranna [1] (1970-71)

Hljómsveit sem bar nafnið Syndir feðranna var starfrækt á Norðfirði árið 1970 og 71 og var líklega unglingahljómsveit, alltént lék sveitin á unglingadansleikjum í Egilsbúð. Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitarmeðlimi sem og um hljóðfæraskipan sveitarinnar.

Simphix – Efni á plötum

Simphix – [?] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1985 [?] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Synir Abrahams (1991)

Synir Abrahams var meðal skráðra þátttökusveita í hljómsveitakeppni sem haldin var í Húnaveri um verslunarmannahelgina 1991. Frekari deili á sveitinni er hvergi að finna og er því hér með auglýst eftir öllum tiltækum upplýsingum um þessa Syni Abrahams, hverjir þeir voru og á hvaða hljóðfæri þeir léku, hversu lengi þeir störfuðu o.s.frv.

Synir Raspútíns (1991-94 / 2010-14)

Margir muna eftir hljómsveitinni Sonum Raspútíns en hún var töluvert áberandi í spilamennsku sinni á fyrri hluta tíunda áratugarins og sendi þá frá sér lag sem naut vinsælda en kom aldrei út á plötu. Nokkrar mannabreytingar voru innan sveitarinnar og sumir meðlima hennar urðu síðar þekktir tónlistarmenn og reyndar einnig á öðrum sviðum mannlífsins. Synir…

Afmælisbörn 29. mars 2023

Fjögur afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Þórir Baldursson hljómborðsleikari er sjötíu og níu ára í dag. Hann er frá Keflavík og tilheyrir þeirri kynslóð þaðan sem markaði bítlaslóðir hérlendis, hann var þó meira í þjóðlagastílnum í upphafi. Þórir bjó lengi og starfaði að tónlist sinni í Þýskalandi, Bandaríkjunum og miklu víðar með tónlistarfólki eins og Donnu…