Syndir feðranna [2] (1991-92)

Hljómsveitin Syndir feðranna var starfrækt á Norðfirði veturinn 1991-92 og lék þá m.a. á skemmtun á vegum verkmenntaskólans í bænum. Það sama kvöld lék önnur hljómsveit sem skipuð var foreldrum meðlima Synda feðranna og bar sú sveit nafnið Mamas and the papas. Hér er giskað á að meðlimir þeirrar sveitar (eða hluti hennar að minnsta kosti) hafi skipað aðra sveit sem starfaði í kringum 1970 undir sama nafni, þ.e. Syndir feðranna.

Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi Synda feðranna hinnar síðari, þ.e. nöfn þeirra og hljóðfæraskipan.