Hitabeltisdrengirnir (1991)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um skammlífa hljómsveit sem starfaði á Norðfirði sumarið 1991 undir nafninu Hitabeltisdrengirnir. Fyrir liggur að Jón Knútur Ásmundsson trommuleikari og Sigurður Ó. Ólafsson [?] voru í Hitabeltisdrengjunum en ekki eru upplýsingar um aðra meðlimi sveitarinnar eða hljóðfæraskipan hennar, og er því óskað hér með eftir þeim.

Austmenn (1967-70)

Hljómsveitin Austmenn starfaði í Neskaupstað um nokkurra ára skeið undir lok sjöunda áratugarins en sveitin hafði verið stofnuð upp úr hljómsveitinni Fónum sem var líklega fyrsta bítlasveitin á Austfjörðum. Austmenn voru stofnaðir á fyrri hluta ársins 1967 og um sumarið lék hún á dansleik í Egilsbúð tengdum 17. júní hátíðarhöldum, og í kjölfarið á nokkrum…

Helgi Pálsson (1899-1964)

Helgi Pálsson tónskáld var ekki áberandi en samdi nokkuð af tónlist sem vakti athygli á sínum tíma, segja má að hann hafi flestum verið gleymdur þegar plata með tónlist hans var gefin út á 21. öldinni. Helgi Pálsson var Norðfirðingur að uppruna, fæddist þar árið 1899 og mun hafa notið fyrst leiðsagnar í tónlist veturinn…

Hljómsveit Ágústs Ármanns [2] (1997-2011)

Árið 1997 var sett á laggirnar hljómsveit austur á Norðfirði sem átti næstu árin eftir að leika á dansleikjum og tónlistarsýningum í tengslum við öflugt tónlistarstarf Austfirðinga og einkum Norðfirðinga, þ.á.m. á Austfirðingaböllum í Reykjavík, slíkar sýningar höfðu þó verið settar á svið fyrir austan í fjölmörg ár á undan. Hljómsveitin eða hljómsveitirnar áttu það…

Hljómsveit Ágústs Ármanns [1] (1969)

Tónlistarfrömuðurinn Ágúst Ármann Þorláksson starfrækti hljómsveit á Norðfirði árið 1969, Hljómsveit Ágústs Ármanns en hún lék á dansleik í Egilsbúð í bænum þá um vorið og e.t.v. fleiri slíkum. Auður Harpa Gissurardóttir söng með hljómsveit Ágústs og hann sjálfur lék líklega á hljómborð en upplýsingar um aðra meðlimi vantar og er því hér með óskað…

Hálfur undir sæng (1987-89)

Rokktríóið Hálfur undir sæng var nokkuð áberandi í norðfirsku tónlistarlífi á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar og ól af sér tvo síðar nokkuð þekkta tónlistarmenn en sveitina skipuðu þeir Guðni Finnsson bassaleikari og Hreinn Stephensen gítarleikari sem báðir sungu einnig, og svo Sigurður Kristjánsson trommuleikari en einnig virðist Halldór Ágústsson hafa verið meðlimur sveitarinnar…

Haraldur Guðmundsson [1] (1922-81)

Haraldur Guðmundsson hlýtur að teljast til tónlistarforkólfa en hann hafði mikil áhrif á tónlistarlífið í Vestmannaeyjum og Neskaupstað þar sem hann starfrækti hljómsveitir, stjórnaði kórum og lúðrasveitum og annaðist tónlistarkennslu, þá stofnaði hann einnig Lúðrasveit verkalýðsins og stjórnaði henni þannig að áhrifa hans gætir víða. Haraldur Kristinn Guðmundsson fæddist í Vestmannaeyjum sumarið 1922 og bjó…

H.G. sextett [2] (1957-62)

Haraldur Guðmundsson trompetleikari sem áður hafði starfrækt þekkta djass- og danshljómsveit í Vestmannaeyjum undir nafninu H.G. sextett flutti austur á Norðfjörð árið 1955 eftir því sem best verður komist og tók þar fljótlega við Lúðrasveit Neskaupstaðar, stofnaði karlakór og reif upp tónlistarlífið í bænum. Vorið 1957 stofnaði Haraldur hljómsveit sem hlaut nafnið H.G. sextett rétt…

Söngfélagið Tíbrá [2] (1918-24)

Söngfélagið Tíbrá starfaði á Austurlandi, nánar til tekið á Norðfirði á árunum 1918 til 1924. Tíbrá var stofnuð haustið 1918 gagngert til að syngja á fullveldishátíð í desember byrjun, svo virðist sem söngurinn hafi heppnast nógu vel til að samstarfinu var haldið áfram en kórinn söng þar undir stjórn Sigdórs V. Brekkan. Sigdór stjórnaði söngfélaginu…

Syndir feðranna [1] (1970-71)

Hljómsveit sem bar nafnið Syndir feðranna var starfrækt á Norðfirði árið 1970 og 71 og var líklega unglingahljómsveit, alltént lék sveitin á unglingadansleikjum í Egilsbúð. Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitarmeðlimi sem og um hljóðfæraskipan sveitarinnar.

Syndir feðranna [2] (1991-92)

Hljómsveitin Syndir feðranna var starfrækt á Norðfirði veturinn 1991-92 og lék þá m.a. á skemmtun á vegum verkmenntaskólans í bænum. Það sama kvöld lék önnur hljómsveit sem skipuð var foreldrum meðlima Synda feðranna og bar sú sveit nafnið Mamas and the papas. Hér er giskað á að meðlimir þeirrar sveitar (eða hluti hennar að minnsta…

Sviknir landpóstar (1999)

Hljómsveitin Sviknir landpóstar frá Norðfirði lék víða um austanvert landið undir lok síðustu aldar, sveitin hætti líklega störfum árið 1999 en átti sér væntanlega nokkra forsögu sem óskað er upplýsinga um. Meðlimir Svikinna landpósta voru þeir Magnús Þór Ásgeirsson gítarleikari, Sigurður Ólafsson bassaleikari, Arnar Guðmundsson Heiðmann gítarleikari og Aðalbjörn Sigurðsson trommuleikari.

Súellen (1983-)

Hljómsveitin Súellen er án nokkurs vafa þekktasta sveit sem komið hefur frá Norðfirði en tónlistarlíf var æði blómlegt þar í bæ á níunda áratug síðustu aldar. Sveitin var ein af fjölmörgum fulltrúum landsbyggðarinnar sem gerðu garðinn frægan um og eftir miðjan níunda áratuginn, hún var þó ekki eiginleg gleðipoppsveit í anda Greifanna, Stuðkompanísins eða Skriðjökla…

Súersæt [1] (um 1980)

Hljómsveit var starfrækt (líklega skólahljómsveit tónlistarfólks á grunnskólaaldri) á Norðfirði í kringum 1980, hugsanlega 1981 undir nafninu Súersæt (Suicide). Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, Jóhann Geir Árnason (síðar í Súellen) var trommuleikari hennar en engar aðrar heimildir er að finna um hana.

Spíss (1982)

Hljómsveitin Spíss var pönksveit ungra tónlistarmanna á Norðfirði, stofnuð og starfandi árið 1982 í kjölfar sýningar kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík. Meðlimir sveitarinnar voru líklega á aldrinum tólf til þrettán ára gamlir og meðal þeirra var Steinar Gunnarsson sem síðar lék á bassa með hljómsveitinni Súellen. Upplýsingar óskast um aðra meðlimi Spíss.

Stúdíó Ris [hljóðver] (1993-96)

Hljóðupptökuverið Stúdíó Ris var starfrækt um nokkurra ára skeið undir lok síðustu aldar á Norðfirði og voru nokkrar plötur hljóðritaðar þar af heimamönnum. Stúdíó Ris var staðsett í risi í húsnæði Ennco í Neskaupstað og hlaut þaðan nafn sitt en líklega var fyrirtækið í grunninn tölvufyrirtæki og hljóðversvinnan hluti þeirrar starfsemi. Það voru þeir feðgar…

Straff (1978-79)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Straff frá Norðfirði en hún var starfrækt af nokkrum grunnskólanemum vorið 1979 og lék þá á skóladansleik eystra, því má reikna með að sveitin hafi þá verið starfandi um nokkurra mánaða skeið. Jóhann Geir Árnason trommuleikari (sem síðar lék með Súellen og fleiri sveitum) var einn Straff-liða en upplýsingar…

Spartakus [1] (1976-79)

Heimildir um hljómsveitina Spartakus sem starfaði á sínum tíma í Neskaupstað eru af skornum skammti og því er leitað til fróðra um upplýsingar um þessa sveit. Fyrir liggur að Spartakus var starfandi árin 1976 og 77 en þá var hún mjög virk á heimavelli, lék mikið á dansleikjum í Egilsbúð en einnig víðar á austanverðu…

Smjattpattar [2] (1991)

Árið 1991 var starfrækt hljómsveit í Nesskóla í Neskaupstað undir nafninu Smjattpattar. Þessi sveit starfaði að minnsta kosti frá því snemma árs og fram undir áramót 1991-92 en ekki liggur fyrir þó hversu lengi. Sigurjón Egilsson mun hafa verið söngvari Smjattpattanna en frekari upplýsingar er ekki að finna um aðra meðlimi hennar og er því…

Skólahljómsveit Neskaupstaðar (1974-90)

Skólahljómsveit starfaði við Tónskólann í Neskaupstað um nokkurra ára skeið á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og setti heilmikinn svip þar á bæjarbraginn. Tildrög þess að sveitin var stofnuð voru þau að veturinn 1972-73 var sett saman eins konar skólahljómsveit ellefu nemenda og eins kennara til að leika á vortónleikum tónlistarskólans undir stjórn Haraldar…

SKLF (1982-83)

SKLF (sem var skammstöfun fyrir Samkór lögreglufélagsins) var pönkhljómsveit starfandi í Neskaupstað 1982-83. SKLF var stofnuð sumarið 1982 til þess eins að taka þátt í hljómsveitakeppni í Atlavík um verslunarmannahelgina en þátttökusveitir fengu frítt inn á svæðið. Sveitin hafði nokkuð sérstaka hljóðfæraskipan en tveir trommuleikarar voru í henni, meðlimir voru trommuleikararnir Magnús Bjarkason og Kristinn…

Síva (1994-97)

Hljómsveitin Síva (Siva) var danshljómsveit starfandi á Norðfirði um miðbik tíunda áratugarins en sveitin lék einkum á heimaslóðum fyrir austan. Síva var stofnuð árið 1994 upp úr annarri sveit sem bar nafnið Allodimmug (Allod immug) en meðlimir sveitarinnar voru þeir Hálfdan Steinþórsson söngvari, Jón Knútur Ásmundsson trommuleikari, Fjalar Jóhannsson bassaleikari, Jón Hilmar Kárason gítarleikari og…

Sex ára svefn (1993)

Vorið 1993 var hljómsveit frá Norðfirði skráð í Músíktilraunir undir nafninu Sex ára svefn. Svo virðist sem sveitin hafi ekki mætt til leiks en í hennar stað kom önnur sveit frá Norðfirði sem bar nafnið Allodimmug, hugsanlega er um sömu sveit að ræða – að nafni Sex ára svefns hafi verið breytt í Allodimmug. Allar…

Sabotage (1989)

Árið 1989 var hljómsveit stofnuð á Norðfirði af nokkrum ungum tónlistarmönnum þar í bæ, og hlaut hún nafnið Sabotage. Að öllum líkindum var þarna um rokk í þyngri kantinum að ræða. Sabotage starfaði ekki lengi undir þessu nafni, líklega í aðeins fáa mánuði en þá var nafni hennar breytt í Langi Keli og stubbarnir. Meðlimir…

Færibandið [6] (2010)

Hljómsveit var starfrækt undir nafninu Færibandið á Norðfirði árið 2010. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um þessa sveit, meðlima- og hljóðfæraskipan o.fl. sem að gagni kemur.

Frumraun [1] (um 1990)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveitina Frumraun á Norðfirði sem starfaði í kringum 1990, allavega 1991 og hafði þá líklega verið starfandi um tíma. Að öllum líkindum var Sigurður [Óli? Ólafsson?] meðal meðlima Frumraunar en sveitin er sögð hafa verið undanfari Ævintýris Hans og Grétars, sem keppti í Músíktilraunum vorið 1993. Meðlimir þeirrar sveitar voru…

Fónar [2] (1964-66)

Í Neskaupstað starfaði hljómsveit um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar undir nafninu Fónar en þetta mun hafa verið bítlasveit og sú fyrsta sinnar tegundar í bænum – og hugsanlega á öllum Austfjörðum. Fyrir liggur að sveitin var starfandi á árunum 1964 til 66 en að öðru leyti er ekki vitað hversu lengi hún starfaði, það…

Félag harmonikuunnenda Norðfirði [félagsskapur] (1980-)

Félag harmonikuunnenda Norðfirði var eitt af fjölmörgum harmonikkufélögum sem stofnuð voru í þeirri vakningu sem varð í kringum 1980 en félagið var stofnað um vorið 1980. Félagið starfar að öllum líkindum ennþá og hefur haft nokkra fasta punkta í dagskrá sinni yfir árið en félagar úr hópnum hafa leikið opinberlega fyrir jólin, á 1. maí-hátíðarhöldum…

Fiskilykt (um 1990)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit starfandi á Norðfirði undir nafninu Fiskilykt – líklega í kringum 1990, um hverjir skipuðu þessa sveit, hver var hljóðfæraskipan hennar sem og starfstími og annað sem skiptir máli.

Fiff [1] (1986-88)

Á árunum 1986 til 88 að minnsta kosti starfaði hljómsveit á Norðfirði undir nafninu Fiff, þessi sveit var sett á laggirnar þegar Súellen lagðist í dvala um tíma en meðlimir hennar komu að mestu úr þeirri sveit Meðlimir Fiff voru Guðmundur R. Gíslason söngvari, Kristófer Máni Hraundal gítarleikari, Jóhann Geir Árnason trommuleikari og Steinar Gunnarsson…

Mamas and the papas (1991-92)

Mamas and the papas var hljómsveit foreldra barna við grunnskólann á Norðfirði, hún var starfandi veturinn 1991-92 og kom þá fram á nokkrum skemmtunum. Engar upplýsingar finnast um meðlimi sveitarinnar en eftir mynd af henni að dæma var hún nokkuð fjölmenn og skipuð foreldrum af báðum kynjum. Óskað er því frekari upplýsinga um Mamas and…

Vírus [1] (1979)

Hljómsveitin Vírus starfaði um nokkurra mánaða skeið í Neskaupstað á fyrri hluta ársins 1979 en sveitin var stofnuð upp úr skólahljómsveitinni Zeppelin greifa sem þá hafði verið starfandi þar um skeið. Meðlimir þeirrar sveitar voru þeir Sigurður Þorbergsson gítarleikari, Þröstur Rafnsson gítarleikari, Guðjón Steinar Þorláksson bassaleikari, Daníel Þorsteinsson píanóleikari og Kristinn Grétar Harðarson trommuleikari en…

Bumburnar (1982-88)

Hljómsveitin Bumburnar var danshljómsveit, starfandi á Norðfirði um árabil á níunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð 1982 upp úr leifum Amon Ra og lék á dansleikjum víða um Austfirði en mest þó í heimabyggð, Bumburnar voru t.a.m. fastagestir á þorrablótum og árshátíðum eystra. Í upphafi gekk sveitin undir nafninu Jón og Bumburnar, og voru…

Boogie [2] (1993)

Vorið 1993 var hljómsveitin Boogie frá Norðfirði skráð til leiks í Músíktilraunum Tónabæjar. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um meðlimi sveitarinnar eða tilurð hennar almennt og er því hér með auglýst eftir þeim.

Bjony (1986)

Allar upplýsingar um hljómsveitina Bjony væru vel þegnar en sveitin var skipuð unglingum og var starfandi á Norðfirði árið 1986. Bjony sigraði hljómsveitakeppni sem haldin var á Eskifirði í tilefni af 200 ára afmælis bæjarins.

Berlínarbollurnar (1983)

Hljómsveitin Berlínarbollurnar starfaði á Norðfirði í fáeinar vikur sumarið 1983. Það var gítarleikarinn Eðvarð Lárusson sem stofnaði sveitina vorið 1983 en hann hafði farið austur til að starfa þá um sumarið, með honum í sveitinni voru Þröstur Rafnsson gítarleikari og Pjetur Hallgrímsson trommuleikari. Engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi Berlínarbollanna eða hvort þeir…

Ósíris (1975-76)

Hljómsveitin Ósíris frá Norðfirði var í raun hljómsveitin Amon Ra sem þar starfaði um áratugar skeið á áttunda áratug síðustu aldar, en gekk undir Ósíris nafninu veturinn 1975-76. Meðlimir þessarar útgáfu Amon Ra voru Smári Geirsson söngvari, Jón Skuggi Steinþórsson bassaleikari, Guðjón Steingrímsson gítarleikari, Ágúst Ármann Þorláksson hljómborðsleikari og Pjetur S. Hallgrímsson trommuleikari. Þeir félagar…

Samkór Neskaupstaðar [1] (1945-57)

Samkór var starfandi á Norðfirði í ríflega áratug á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Það var Magnús Guðmundsson kennari á Neskaupstað sem hafði frumkvæði að stofnun kórsins vorið 1945 en hann hlaut nafnið Samkór Neskaupstaðar og söng fyrst opinberlega á verkalýðssamkomu þann 1. maí eða einungis tveimur vikum eftir að hann hóf æfingar. Kórmeðlimir…

Samkór Neskaupstaðar [2] (1968-69)

Tilraun var gerð til að starfrækja blandaðan kór á Neskaupstað veturinn 1968-69, hann hlaut nafnið Samkór Neskaupstaðar rétt eins og kór sem starfað hafði á staðnum rétt rúmlega áratug áður. Stjórnandi Samkórs Neskaupstaðar var Jón Mýrdal en kórinn var skammlífur og starfaði líklega aðeins í fáeina mánuði.

Neistar [1] (1964)

Elstu heimildir um hljómsveit að nafni Neistar er að finna frá haustinu 1964 en þá lék sveit með því nafni í félagsheimilinu Egilsbúð í Neskaupstað. Hér er því giskað á að Neistar hafi verið af Austurlandi. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar en Sigríður Rockley er auglýst sem söngkona með henni, hún…

Prologus (1979-80)

Hljómsveitin Prologus frá Neskaupsstað starfaði að minnsta kosti á árunum 1979-80 og var að einhverju eða öllu leyti sama sveit og Kvöldverður á Nesi, sem var starfrækt eystra um líkt leyti. Sveitin spilaði mestmegnis balltónlist á heimaslóðum. Meðlimir Prologus voru Guðmundur Sólheim Þorsteinsson söngvari og hljómborðsleikari, Sigurður Þorbergsson gítar- og básúnuleikari, Guðjón Steinar Þorláksson bassaleikari…

Þrír klassískir Austfirðingar með tónleika

Tríóið Þrír klassískir Austfirðingar blása til tónleikasyrpu á Austurlandi á næstu dögum. Tríóið skipa þau Erla Dóra Vogler mezzósópran söngkona, Svanur Vilbergsson gítarleikari og Hildur Þórðardóttir flautuleikari. Á tónleikunum frumflytja þau m.a. verk eftir þrjú austfirsk tónskáld, Báru Sigurjónsdóttur við ljóð Ingunnar Snædal, dr. Charles Ross og Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur. Um er að ræða ferna tónleika…

Kátir félagar [2] (1939-43)

Tvær hljómsveitir störfuðu í Neskaupstað undir nafninu Kátir félagar, sú fyrri á stríðsárunum. Kátir félagar var fyrsta danshljómsveitin sem starfaði á Norðfirði en það var á árunum 1939-43, hugsanlega þó lengur. Meðlimir sveitarinnar voru bræðurnir Óskar Jónsson harmonikku- og orgelleikari og Geir B. Jónsson mandólínleikari en auk þeirra var Hilmar Björnsson trommuleikari, sem lék á…

Kátir félagar [4] (1962-65)

Kátir félagar frá Neskaupstað var hljómsveit nokkurra unglinga á Shadows og frumbítlaskeiðinu, 1962-65. Sveitin var líklega angi af Lúðrasveit Neskaupstaðar en var þó að öllum líkindum gítar- eða bítlasveit. Meðlimir Kátra félaga voru Smári Geirsson trommuleikari, Heimir Geirsson, Örn Óskarsson gítarleikari og Hlöðver Smári Haraldsson, engar frekari upplýsingar er að finna um hljóðfæraskipan. Fleiri gætu…

Karlakór verkamanna [5] (1936)

1936 var Karlakór verkamanna starfandi á Norðfirði. Ekki liggur fyrir hvort kórinn starfaði lengur en það eina ár en Ingólfur Sigfússon var stjórnandi hans. Allar upplýsingar um þennan kór væru vel þegnar.  

Karlakór Norðfjarðar [1] (1944-47)

Heimildir eru af skornum skammti um Karlakór Norðfjarðar hinn fyrri en hann starfaði á árunum 1944-47 undir stjórn Magnúsar Guðmundssonar. Ekki er ólíklegt að upphaf hans megi rekja til söngatriða á lýðveldishátíð í bænum.

Karlakór Norðfjarðar [2] (1959-68)

Karlakór Norðfjarðar hinn síðari starfaði í um áratug eftir því sem heimildir herma. Kórinn hóf æfingar haustið 1959 og æfði þann vetur en hélt sína fyrstu tónleika vorið 1960. Það var þó ekki fyrr en það sama haust að hann var formlega stofnaður, þá voru um þrír tugir söngfélaga í kórnum. Haraldur Guðmundsson var stjórnandi…

Kannsky (1988-89)

Hljómsveitin Kannsky var frá Neskaupstað og skartaði söngvaranum Einari Ágústi Víðissyni sem síðar átti eftir að syngja með Skítamóral, í Eurovision og miklu víðar. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær sveitin starfaði en sagan segir að Kannsky hafi spilað í sjónvarpsþættinum Á líðandi stundu sem sendur var út 1986, það þýðir að hún hafi verið stofnuð…

Danshljómsveit Svavars Lárussonar (1957)

Danshljómsveit Svavars Lárussonar starfaði að minnsta kosti um nokkurra mánaða skeið sumarið 1957 á Norðfirði en hún var þá fastráðin í nýtt samkomuhús Eskfirðinga, Valhöll sem vígð var um vorið. Engar upplýsingar liggja fyrir um hverjir skipuðu sveitina auk Svavars en hann gæti sjálfur hafa leikið á gítar og jafnvel sungið, hann var þá þekktur…

Rapsodia (1974)

Hljómsveit að nafni Rapsodia var að líkindum starfandi á Austurlandi 1974, hugsanlega á Norðfirði. Allar upplýsingar um þá sveit væru vel þegnar.