Berlínarbollurnar (1983)

Hljómsveitin Berlínarbollurnar starfaði á Norðfirði í fáeinar vikur sumarið 1983.

Það var gítarleikarinn Eðvarð Lárusson sem stofnaði sveitina vorið 1983 en hann hafði farið austur til að starfa þá um sumarið, með honum í sveitinni voru Þröstur Rafnsson gítarleikari og Pjetur Hallgrímsson trommuleikari. Engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi Berlínarbollanna eða hvort þeir voru yfirhöfuð fleiri.