Berlín (1974)

Berlín

Berlín starfaði í nokkra mánuði árið 1974 og lék að öllum líkindum rokk í þyngri kantinum.

Fyrir liggur að Sigurður Sigurðsson söngvari (Eik, Íslensk kjötsúpa o.fl.), Gunnar Ágústsson trommuleikari og Magnús Finnur Jóhannsson (Eik o.fl.) söngvari og gítarleikari voru í þessari sveit, nöfn eins og Ragnar Sigurðsson gítarleikari, Sigurður Long saxófónleikari og Torfi Ólafsson bassaleikari hafa verið nefnd í tengslum við sveitina en það bíður staðfestingar, auk annarra hugsanlegra meðlima en miklar hræringar voru á hljómsveitamarkaðnum á þessum tíma.

Alltént eru allar frekari upplýsingar um Berlín vel þegnar.