Bergmál [2] (1986-87 / 1991-95)

Danshljómsveitin Bergmál starfaði á Egilsstöðum um árabil og gerði reyndar víðreisn um landið um tíma. Skipta má sögu Bergmáls í tvö tímaskeið. Sveitin var stofnuð haustið 1986 og starfaði fyrst í um eitt ár eða fram á sumarið 1987, meðlimir hennar í upphafi voru Friðjón Jóhannsson bassaleikari (Mánatríó, Panic o.fl.), Sigurður Jakobsson trommuleikari (Fásinna, Nefndin…

Bergmál [3] (1993)

Árið 1993 var starfandi sönghópur undir nafninu Bergmál. Engar upplýsingar er að finna um þennan sönghóp en hann mun líklega hafa sungið tónlist sem var trúarlegs eðlis. Allar upplýsingar um Bergmál óskast sendar Glatkistunni.

Bergmenn [1] (1978-83)

Gömludansabandið Bergmenn lék víðs vegar um landið og jafnvel víðar um nokkurra ára skeið á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Ekki liggur alveg fyrir hvenær sveitin var stofnuð en það gæti allt eins hafa verið árið 1974 þótt elstu heimildir um hana séu frá því í febrúar 1978. Bergmenn voru Ásgeir Sverrisson harmonikkuleikari, Njáll…

Bergmenn [2] (1996-97)

Djasssveitin Bergmenn starfaði í tvö ár að minnsta kosti, og kom fram m.a. á RúRek djasshátíðinni. Meðlimir þessarar sveitar voru Jón Möller píanóleikari, Ómar Bergmann gítarleikari, Þórir Magnússon trommuleikari og Snorri Kristjánsson bassaleikari. Síðara árið söng Ragnheiður Sigjónsdóttir með Bergmönnum.

Bergmenn [3] (2000)

Engar upplýsingar finnast um hljómsveitina Bergmenn sem lék fjölmörgum sinnum á dansstað í Hafnarfirði árið 2000. Líklega var um gömludansasveit að ræða en allar frekari upplýsingar óskast sendar Glatkistunni.

Bergur Þórðarson (1951-)

Bergur (Jón) Þórðarson er öllu þekktari myndlistamaður en tónlistarmaður en hann á sér þó nokkra sögu í íslensku tónlistarlífi. Bergur er fæddur (1951) og uppalinn á Skagaströnd og þar var hann á unglingsárum sínum söngvari og gítarleikari í hljómsveitinni Tíglum, og hugsanlega fleiri sveitum. Það var svo á menntaskólaárunum á Akureyri sem hann var meðal…

Bergur Þórðarson – Efni á plötum

Bergur Þórðarson – Metsöluplata Útgefandi: Bergur Þórðarson Útgáfunúmer: 5F 001 Ár: 1989 1. Kúlulegur 2. Stelpan 3. Kopargull 4. Bensinn 5. Girndin 6. Íslenskur víkingur 7. Eftir storminn 8. Ég man ekki lengur 9. Veislan í ráðuneytinu 10. Dansandi englar Flytjendur: Magnús Sigurðarson – gítarar og raddir Friðrik Sturluson – bassi Ásgeir Óskarsson – trommur…

Bergþóra Árnadóttir (1948-2007)

Bergþóra Árnadóttir vísnasöngkona og trúbador er án nokkurs vafa ein þekktasta tónlistarkona sinnar tegundar í íslenskri tónlistarsögu og ruddi brautina fyrir aðrar slíkar sem á eftir komu s.s. Önnu Pálínu Árnadóttur, Gullý Hönnu Ragnarsdóttur o.fl. en fjölmargar plötur liggja eftir hana. Bergþóra (f. 1948) ólst upp í Hveragerði og þar hófst tónlistarferill hennar. Hún fékk…

Bergþóra Árnadóttir – Efni á plötum

Bergþóra Árnadóttir – Eintak Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: FA 004 Ár: 1977 1. Júdas 2. Dánarfregn 3. Verkamaður 4. Sólarlag 5. Ein á báti 6. Gott áttu veröld 7. Ráðið 8. Nótt 9. Hin mikla gjöf 10. Þorlákshafnarvegurinn 11. Hinsta ferðin Flytjendur: Bergþóra Árnadóttir – söngur, raddir og gítar Kristján Guðmundsson – píanó, rhodes, raddir og…

Berkir (1966-68)

Hljómsveitin Berkir frá Bolungarvík starfaði í um ár á tímum bítla á síðari hluta sjöunda áratugarins. Í fyrstu var um að ræða tríó sem þeir Gylfi Ægisson gítarleikari, Jakob Þorsteinsson píanó- og orgelleikari og ónafngreindur trommuleikari skipuðu. Trymbillinn hætti fljótlega og í hans stað komu Ingibergur Þór Kristinsson trommuleikari (bróðir Eggerts fyrsta trommuleikara Hljóma) og…

Berlín (1974)

Berlín starfaði í nokkra mánuði árið 1974 og lék að öllum líkindum rokk í þyngri kantinum. Fyrir liggur að Sigurður Sigurðsson söngvari (Eik, Íslensk kjötsúpa o.fl.), Gunnar Ágústsson trommuleikari og Magnús Finnur Jóhannsson (Eik o.fl.) söngvari og gítarleikari voru í þessari sveit, nöfn eins og Ragnar Sigurðsson gítarleikari, Sigurður Long saxófónleikari og Torfi Ólafsson bassaleikari…

Berlínarbollurnar (1983)

Hljómsveitin Berlínarbollurnar starfaði á Norðfirði í fáeinar vikur sumarið 1983. Það var gítarleikarinn Eðvarð Lárusson sem stofnaði sveitina vorið 1983 en hann hafði farið austur til að starfa þá um sumarið, með honum í sveitinni voru Þröstur Rafnsson gítarleikari og Pjetur Hallgrímsson trommuleikari. Engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi Berlínarbollanna eða hvort þeir…

Afmælisbörn 5. júlí 2018

Hvorki fleiri né færri en sjö afmælisbörn er að finna í Glatkistunni í dag: Kristín Lilliendahl söngkona er sextíu og þriggja ára gömul í dag. Kristín vakti upphaflega athygli í hljómsveitinni Formúla ´71 en síðar var hún annar Söngfuglanna sem gaf út barnaplötu um miðjan áttunda áratuginn og lagið Ég skal mála allan heiminn elsku…