Bergmál [2] (1986-87 / 1991-95)
Danshljómsveitin Bergmál starfaði á Egilsstöðum um árabil og gerði reyndar víðreisn um landið um tíma. Skipta má sögu Bergmáls í tvö tímaskeið. Sveitin var stofnuð haustið 1986 og starfaði fyrst í um eitt ár eða fram á sumarið 1987, meðlimir hennar í upphafi voru Friðjón Jóhannsson bassaleikari (Mánatríó, Panic o.fl.), Sigurður Jakobsson trommuleikari (Fásinna, Nefndin…