Big band Brútal (1998-2001)

Hljómsveitin Big band Brútal var angi af Tilraunaeldhúsinu sem var áberandi í kringum aldamótin síðustu en sveitin lék einhvers konar tilraunakennda raftónlist. Meðlimir sveitarinnar sem stofnuð var 1998, voru Böðvar Yngvi Jakobsson (Böddi Brútal) söngvari, Ólafur Björn Ólafsson (ÓBÓ) trommuleikari, Daði Birgisson hljómborðsleikari, Arnþrúður Ingólfsdóttir tölvu og hljómborðsleikari og Kristín Björk Kristjánsdóttir (Kira Kira) sampler-…

Big band FBM (1990)

Big band FBM (félags bókagerðarmanna) var skammlíf sveit, líklega sett saman fyrir eina samkomu vorið 1990. Sveitin lék þá undir stjórn Magnúsar Ingimarssonar, en meðal meðlima hennar auk Magnúsar sem lék á píanó má nefna Guðmund Steinsson trommuleikara og Braga Einarsson klarinettuleikara. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fleiri liðsmenn Big band FBM.

Big band FÍH [1] (1969-75)

Big band FÍH (Félags íslenskra hljómlistarmanna) hið fyrra starfaði á árunum 1969 til 75 en þá lognaðist starfsemin niður sökum bághags fjárhags og verkefnaskorts. Sveitin var stofnuð innan félagsins af Sæbirni Jónssyni og Magnúsi Ingimarssyni, og var sá fyrrnefndi líklega stjórnandi hennar allan tímann. Big band FÍH lék reglulega á stærri tónleikum í Háskólabíói og…

Big band FÍH [2] (1984-)

Ekkert big band hafði verið starfandi innan FÍH frá árinu 1975 þegar sveit tók til starfa undir því nafni 1984. Það var í reynd sama sveit og hafði verið starfrækt undir nafninu Big band ´81 og Big band Björns R. Einarssonar en nafni hennar var breytt 1984. Starfsemin til þessa dags hefur ekki verið alveg…

Big band Guðmundar Thoroddsen (1985)

Big band Guðmundar Thoroddsen lék líklega aðeins einu sinni opinberlega, á þorrablóti Íslendinga í Amsterdam í Hollandi 1985. Sveitin var að öllum líkindum sett saman fyrir þetta eina gigg en meðlimir hennar voru sagðir Kjartan [?] bassaleikari, Guðmundur Óli [?] söngvari, Ingveldur [?] söngkona, Jóhanna [?] söngkona, Vilberg [?] píanóleikari, Hróðmar [?] gítarleikari og Ragnar…

Big band Jazzklúbbs Akureyrar (1991-93)

Upplýsingar um Big band Jazzklúbbs Akureyrar eru af skornum skammti en svo virðist sem það hafi verið starfrækt að minnsta kosti um tveggja ára skeið norðan heiða. Hér er óskað eftir öllum frekari upplýsingum um sveitina, hversu stór hún var, hve lengi hún starfaði og hver hélt utan um stjórnina.

Big band Lúðrasveitar Akureyrar (1991-96)

Big band starfaði innan Lúðrasveitar Akureyrar á tíunda áratug síðustu aldar. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvenær nákvæmlega en það var a.m.k. 1991 og 96, ekki er einu vinni víst að hún hafi starfað samfleytt á þeim tíma. Atli Guðlaugsson var stjórnandi lúðrasveitarinnar og allt eins líklegt að hann hafi einnig stýrt big bandinu, upplýsingar…

Big band Rafns Sveinssonar (1986)

Árið 1986 var starfrækt hljómsveit sem bar heitið Big band Rafns Sveinssonar. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit en allar líkur eru á að um Rafn Sveinsson trommuleikara á Akureyri sé að ræða. Frekari upplýsingar óskast um Big band Rafns Sveinssonar.

The Big blue (1995-96)

Unglingahljómsveit starfaði á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu The Big blue veturinn 1995-96, jafnvel lengur, og lék frumsamið efni á tónleikum. Allar tiltækar upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

Big band Kópavogs (1978-91)

Big band Kópavogs starfaði í nokkur ár og voru liðsmenn sveitarinnar líkast til fyrrverandi og þáverandi meðlimir Skólahljómsveitar Kópavogs og Hornaflokks Kópavogs. Sveitin gekk undir ýmsum öðrum nöfnum, s,s, Stórsveit Hornaflokks Kópavogs, Stórsveit Kópavogs og Djassband Kópavogs. Það var saxófónleikarinn Gunnar Ormslev sem stofnaði sveitina 1978 og var fyrsti stjórnandi hennar, og starfaði hún til…

Big fat (1994)

Hljómsveitin Big fat var að líkindum frá Akureyri og var í þyngri kantinum, væntanlega skipuð fremur ungum meðlimum. Sveitin spilaði á tónleikum nyrðra snemma árs 1994 en meira liggur ekki fyrir um þessa sveit.

Big fat jucy mama (um 1990?)

Trommuleikarinn Daníel Þorsteinsson (Maus o.fl.) var einhverju sinni í hljómsveit sem kallaðist Big fat jucy mama. Engar aðrar upplýsingar er að finna um þessa sveit en þær mætti gjarnan senda Glatkistunni.

Big heads (1988)

Hljómsveitin Big heads var auglýst á unglingaballi í Vestmannaeyjum vorið 1988 en ekkert annað er að finna um sveitina. Allar frekari upplýsingar má senda Glatkistunni með fyrirfram þökk.