Big band Kópavogs (1978-91)

Big band Kópavogs

Big band Kópavogs starfaði í nokkur ár og voru liðsmenn sveitarinnar líkast til fyrrverandi og þáverandi meðlimir Skólahljómsveitar Kópavogs og Hornaflokks Kópavogs. Sveitin gekk undir ýmsum öðrum nöfnum, s,s, Stórsveit Hornaflokks Kópavogs, Stórsveit Kópavogs og Djassband Kópavogs.

Það var saxófónleikarinn Gunnar Ormslev sem stofnaði sveitina 1978 og var fyrsti stjórnandi hennar, og starfaði hún til ársins 1989 að minnsta kosti. Aðrir stjórnendur voru Stefán S. Stefánsson og Árni Scheving, hugsanlega fleiri. Sveitin spilaði töluvert á sínum tíma en hana skipuðu líklega yfirleitt um tuttugu hljóðfæraleikarar.

Nokkuð vantar upp á upplýsingar um Big band Kópavogs og væri allt slíkt vel þegið.