Bertha Biering (1947-)

Bertha Biering var ein þeirra söngkvenna sem komu fram sjónarsviðið í kjölfar kynninga á ungum og efnilegum söngvurum eins og tíðkuðust á sjötta áratugnum og öndverðum þess sjöunda. Bertha (f. 1947) var farin að syngja lítillega opinberlega tólf ára gömul en það var síðan snemma um vorið 1963 sem hún var „uppgötvuð“ á söngvarakynningu með…

Berti Möller (1943-2007)

Berti Möller var einn af ástsælustu söngvurum rokkáranna á Íslandi en hann söng með fjölmörgum sveitum á ferli sínum, sú þekktasta var Lúdó sextett. Bertram Henry Möller (skírður Bertam Henry Mallet) fæddist 1947 í Reykjavík en þar ólst hann upp í Vesturbænum. Hann átti íslenska móður en enskan föður sem gegndi hér herþjónustu, og þaðan…

Berti Möller – Efni á plötum

Hljómsveit Svavars Gests ásamt Önnu Vilhjálms og Berta Möller – Heimilisfriður / Ef þú giftist mér [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP IM 115 Ár: 1964 1. Heimilisfriður 2. Ef þú giftist mér Flytjendur: Anna Vilhjálms – söngur Berti Möller – söngur Hljómsveit Svavars Gests: – Svavar Gests – [?] – [engar upplýsingar um aðra…

Bessi Bjarnason (1930-2005)

Leikarinn ástsæli Bessi Bjarnason kom nokkuð við sögu íslenskrar tónlistar, bæði í sönghlutverkum tengt leikritum sem gefin voru út á plötum og einnig sem söngvari á barnaplötu sem naut gríðarmikilla vinsælda á sínum tíma. Bessi (fæddur 1930) var Reykvíkingur og bjó þar alla ævi. Eftir stúdentspróf nam hann leiklist og starfaði hjá Þjóðleikhúsinu í nærri…

Bessi Bjarnason – Efni á plötum

Bessi Bjarnason – syngur hinar góðkunnu barnavísur Stefáns Jónssonar Útgefandi: SG-hljómplötur / Skífan  Útgáfunúmer: SG-021 / SGCD 021 Ár: 1969 / 1994 1. Aumingja Siggi 2. Bréf til frænku 3. Systa mín 4. Smalasaga 5. Kvæðið um kálfinn 6. Sagan af Gutta 7. Hjónin á Hofi 8. Kiddi á Ósi 9. Stutt saga 10. Hjónin…

Betl – Efni á plötum

Betl – Skyldi það vera hjólastóll? [snælda] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1993 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson – bassi Hreinn Laufdal – [?] Lísa Pálsdóttir – söngur Kristján Pétur Sigurðsson – söngur Inga Guðmundsdóttir – söngur Soffía S. Karlsdóttir – söngur Halldór Bragason – söngur [engar upplýsingar um aðra…

Betl (1993-97)

Betl var aldrei starfandi hljómsveit og hugsanlega kom hún fram opinberlega einungis tvisvar, eftir hana liggja þó tvær afurðir – snælda og geisladiskur. Upphaflega var Betl dúett, Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson og Hreinn Laufdal byrjuðu að vinna jólatónlist haustið 1993 með útgáfu í huga. Gallinn var reyndar sá að Rögnvaldur var staddur norðan heiða en Hreinn…

BG-útgáfan [útgáfufyrirtæki] (1985-91)

Tónlistarmaðurinn Birgir Gunnlaugsson rak um nokkurt skeið blómlega plötuútgáfu í Skeifunni undir merkjum BG-útgáfunnar sem hafði m.a. Rokklingana á sínum snærum. Þótt Rokklinga-ævintýrið hafi ekki byrjað fyrr en 1989 hafði hann gefið út áður tvær plötur með eigin hljómsveit, Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar en sú fyrri kom út 1985, þær fengu útgáfunúmerin BG 001 og BG…

Biafra restaurant (1982)

Hljómsveitin Biafra restaurant var starfrækt á blómaskeiði pönksins á Íslandi (1982) en mun ekki hafa verið langlíf sveit. Upplýsingar um sveitina eru af skornum skammti en þó liggur fyrir að félagarnir úr Sjálfsfróun, Sigurður Ágústsson (Siggi pönk) og Bjarni Þórðarson (Bjarni móhíkani) voru í henni. Frekari upplýsingar um Biafra restaurans óskast sendar Glatkistunni.

Bifhjólasamtök lýðveldisins [félagsskapur] (1984-)

Bifhjólasamtök lýðveldisins eða bara Sniglarnir tengjast óbeint íslenskri tónlistarsögu með einum og öðrum þætti, m.a. með útgáfu tveggja platna. Samtökin voru stofnuð vorið 1984 og urðu strax öflugur málsvari mótorhjólafólks, ört fjölgaði í hópnum og þegar haldið var upp á ársafmælið voru meðlimir um hundrað talsins, ári síðar hafði fjöldinn tvöfaldast og þegar þetta er…

Bifhjólasamtök lýðveldisins [félagsskapur] – Efni á plötum

Bifhjólasamtök lýðveldisins – Jólahjól / Þríhjól [ep] Útgefandi: Bifhjólasamtök lýðveldisins Útgáfunúmer: [án útgáfunúmer] Ár: 1984 1. Jólahjól 2. Þríhjól Flytjendur: Skúli Gautason – söngur og hljóðfæraleikur að mestu Sigríður Eyþórsdóttir – flauta     Bifhjólasamtök lýðveldisins – Sniglar í söngolíu Útgefandi: Bifhjólasamtök lýðveldisins Útgáfunúmer: BL02 Ár: 1994 1. Vetrarvæl 2. Framtíðin 3. Blindhæð og beygja…

Big balls and the great white idiot (1977-)

Big balls and the great white idiot er í raun langt frá því að vera íslensk hljómsveit en hún á sér þó beina tengingu hingað til lands enda þrír fjórðu hennar hálf-íslenskur. Sveitin var stofnuð í Hamborg í Vestur-Þýskalandi árið 1977 en meðlimir hennar höfðu reyndar unnið að einhverju leyti saman frá 1975 og gert…

Big band 77 (1977)

Hljómsveit undir nafninu Big band 77 starfaði vorið 1977 og kom þá fram á djasskvöldi á vegum Jazzvakningar. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit en hér er giskað á að hún hafi leikið undir stjórn Björns R. Einarssonar, hann var með fjórtán manna big band sveit vorið 1978 sem hugsanlega var sú sama…

Big band ´81 (1981-84)

Big band ´81 átti sér líklega nokkurn aðdraganda. Björn R. Einarsson hafði sett saman fjórtán manna hljómsveit í anda stórsveita fjórða áratugarins, sem starfaði og kom fram árið 1978 en það gæti einnig hafa verið sama sveit og kom fram ári fyrr undir nafninu Big band 77. Björn var einnig með átján manna big band…

Big band Birgis Sveinssonar (1983)

Árið 1983 var starfandi hljómsveit undir nafninu Big band Birgis Sveinsonar og hefur sú sveit án nokkurs vafa verið angi af Lúðrasveit Mosfellssveitar sem Birgir stjórnaði. Allar frekari upplýsingar um þessa sveit óskast.

Bifróvision [tónlistarviðburður] (1960-)

Söngvarakeppnin Bifróvision (Bifróvisjón) á sér langa hefð á Bifröst í Borgarfirði, fyrst við Samvinnuskólann og síðar Háskólann á staðnum. Keppnin mun fyrst hafa verið haldin árið 1960 (ein heimild segir reyndar 1962) en hún hlaut ekki nafn sitt fyrr en um 1980, þegar farið var að kalla hana Bifróvision en um það leyti voru Íslendingar…

Afmælisbörn 17. júlí 2018

Í dag eru þrjú afmælisbörn tengd íslenskri tónlist á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Erdna (Ragnheiður) Varðardóttir söngkona er fjörutíu og fjögurra ára gömul í dag. Hún hefur einkum sérhæft sig í trúarlegri og gospeltónlist, sungið til að mynda með Gospelkór Fíladelfíu en einnig hefur komið út jólaplata með henni. Einar (Einarsson) Markan baritónsöngvari (f.…