Jazztríó Birgis Karlssonar (1985 / 1997-98)

Birgir Karlsson starfrækti a.m.k. tvívegis djasstríó á Akureyri, í fyrra skiptið um miðjan níunda áratug síðustu aldar og síðan rúmum áratug síðar. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu tríóið með Birgi árið 1985 en það lék í kjallara Sjallans á Akureyri í nokkur skipti allavega. 1997 og 98 voru Karl Petersen trommuleikari og Stefán Ingólfsson bassaleikari…

Kór Lundarskóla (1978-2011)

Barnakór starfaði við Lundarskóla á Akureyri í yfir þrjátíu ár undir stjórn Elínborgar Loftsdóttur. Elínborg stofnaði Kór Lundarskóla / Barnakór Lundarskóla haustið 1978 og eftir því sem næst verður komist var hún alla tíð stjórnandi kórsins eða til ársins 2011. Kórinn söng mest á heimaslóðum á Akureyri en kom mjög oft fram á kóramótum víða…

Bernardel kvartettinn (1993-98)

Bernardel strengjakvartettinn starfaði í lok síðustu aldar og vakti nokkra athygli enda höfðu strengjakvartettar ekki beinlínis verið á hverju strái hér á landi til þess tíma. Kvartettinn var stofnaður af nokkrum félögum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem voru Pólverjinn Zbigniew Dubik og Greta Guðnadóttir sem léku fyrstu og aðra fiðlu, Guðmundur Kristmundsson lágfiðluleikari og Guðrún Th.…

Bernhard Steincke (1825-91)

Daninn Bernhard August Steincke starfaði sem verslunarstjóri hjá verslun F. Gudmanns á Akureyri annars vegar á árunum 1851 til 1854 og hins vegar 1860 til 1874, og lyfti grettistaki í lista- og menningarlífi bæjarbúa á þeim tíma í margs konar skilningi. Menn ganga svo langt að segja að upphaf leiklistar- og tónlistarlífs Akureyrar megi rekja…

Berserkir (1982-83)

Hljómsveitin Berserkir var stofnuð upp úr Start sem klofnaði haustið 1982. Meðlimir sveitarinnar voru Kristján Edelstein hljómborðsleikari, Eiríkur Hauksson söngvari og gítarleikari, Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari, Oddur F. Sigurbjörnsson trommuleikari og Rúnar Erlingsson bassaleikari. Fljótlega tók Richard Korn við bassaleikarahlutverkinu. Sveitin æfði undir þessu nafni í nokkrar vikur en fljótlega eftir áramót tóku þeir upp nafnið…

Vertu

Vertu (Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Hjálmar Jónsson) Margt er á sveimi í myrkruðum heimi, marga þó dreymi með lokaðar brár. Lífsgleði vekjum, leiða burt hrekjum, lífsgóðri þekjum auðnir og sár. Ég vaki og bið um vinsemd og frið og veiti þér stuðning og lið. Hlustaðu á hjartans mál, hlýna mun í þinn sál,…

Í syngjandi sveiflu

Í syngjandi sveiflu (Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Guðrún Sighvatsdóttir)   Á laugardagskvöldum, heitum sem köldum, fiðringur um mig fer, jafnt sumar sem vetur, hver sem best hann getur kátur fer að skemmta sér. Á ballinu bíður brjálaður lýður biðjandi um stanslaust stuð, ég hendist á staðinn, af spenningi hlaðinn því sveiflan er seiðmögnuð.…

Lítið skrjáf í skógi

Lítið skrjáf í skógi (Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Aðalsteinn Hermannsson) Þér aldrei mun gleyma, þótt árin hverfa á braut og allar stundir dreymir mig um þessa nótt. Við áttum unaðsheima. Ég ástar þinnar naut, en gæfan mesta glatast stundum fljótt. Lítið skrjáf í skógi, skuggi bak við tré. þegar eitthvað óvænt gerist alltaf…

Eftir ballið

Eftir ballið (Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Erling Örn Pétursson)   Þegar síðasta laginu er lokið, ein þá labba ég vonsvikin heim, og í skjólin þá flest öll er fokið, því ég fæ engan til mín í geim. Því mér leiðist einn sífellt að sofa, engin sanngirni finnst mér í því, meðan húki í…

Á þjóðlegu nótunum

Á þjóðlegu nótunum (Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)     Það er eins og tískan sé alltaf að breytast, með ógurlegum hraða hún fer, og þrátt fyrir allt  sem við þráum heitast á þessum nótum lífið er. Og hefurðu séð þessar hörkuskvísur, sem halda að þær séu stórfrétt? Þær dansa svo…

Ort í sandinn

Ort í sandinn (Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Hilmir Jóhannesson)   Ástarljóð til þín ég yrki í sandinn, aldan í víkinni stafina þvær. Burt hafa skolast mín ljóð fyrir lítið, þeim eyddi  hinn síhviki sær. Úr fjörunnar sandi þar borgir við byggðum því bernska við sólinni hlær, fegurstu drauma og framtíðasýnir en flóðið það…

Litla lindin

Litla lindin (Lag / texti Geirmundur Valtýsson)   Litla fagra, ljúfa lind, ég læt mig dreyma um þig, aldrei gleymist mér þín mynd, máske manstu mig. Það var um vor, ég sá þín spor, í fjallahlíðum inn til dala. Svo hrein og tær, sem sumarblær, ég sá þig glaða í runni hjala. Lítið fannst mér…

Ég er rokkari

Ég er rokkari (Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Erling Örn Pétursson) Nú allir rock og róla því gamla rokkið líkar mér en aðrir gráta og góla og ganga næstum fram af sér. Ég óður tjútta og twista og tæti um gólfið allt í kring, er tek ég taktinn fyrsta ég truflaður af gleði synd.…

Sumarfrí

Sumarfrí (Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Erling Örn Pétursson)   Er sólin hátt á himni skín og heitir geislar freista mín þá fyllir hugann ferðþrá og fljót ég fer á stjá. Og hvar ég enda enginn veit í Húsafelli, í Mývatnssveit og stefnulaust því legg á ný af stað í sumarfrí. viðlag O O…

Ég syng þennan söng

Ég syng þennan söng (lag Geirmundur Valtýsson / Texti Guðbrandur Þ. Guðbrandsson)   Einn ég gekk á auðu stræti yfir þögul torg. Mér fannst þá eins og vorið væri í víli og ástarsorg, því rigning, móða og mistur huldi mína heimaborg. Þá allt í einu út strætó stúlka stökk til mín og leit, þá virtist…

Alpatwist

Alpatwist (Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Hjálmar Jónsson)   Suður í Ölpunum sé ég þig fyrst, sakleysið uppmálað dansarðu twist, svo lífsglöð og létt og lipur og nett, til sóma í fjölþjóða fjallkonustétt. Framtíðardrauma mig dreymir um þig, dansandi fegurð þín gagntekur mig. Þú kemur í ljós, mín kærasta rós, ég syng þér af…

Á fullri ferð

Á fullri ferð (Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)   Það hefur flest hundruð sinnum gerst og heimurinn er yfirleitt á þá lund. Við fetum því fótspor gömul í og förum langt á skammri stund. Við sjáum enn sömu myndirnar og syngjum dátt, ef heyrum við lög og ljóð, sem áður fyrr…

Segðu mér

Segðu mér (Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Hilmir Jóhannesson) Segðu mér það vindur hvað vin minn dvelur, verður hann ekki bráðum í faðmi mínum? Berðu honum kveðju á breiðum vængjum þínum, biðin er löng hjá þeim sem stundirnar telur. Segðu mér það vindur, hvað vin minn tefur, vakir ekki lengur í hjarta hans ástin…

Með þér

Með þér (Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Hilmir Jóhannesson) Mér líður best og lukkast flest með þér – með þér, með þér og þetta dagsatt er með þér – með þér. Á hverjum degi satt ég segi svona lengi hefur gengið. Allt frá því ég sá þig þarna fyrst. Ég hafði þúsund dansgólf dapur…

Í sumar og sól

Í sumar og sól (Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Hilmir Jóhannesson) Í dag vil ég syngja, sólin á himni hlær, sönginn um okkur, kenndir mér hann í gær. Ég söng hann í gærkvöldi, söng hann í alla nótt, að syngja og elskast, það verður aldrei ljótt. Um sumar og sól, ég syng þó að…

Ég bíð þín

Ég bíð þín (Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Guðrún Sighvatsdóttir) Alltaf heyri ég enduróma þau óma orðin þín er þú spurðir mig viltu bíða, já viltu bíða mín, síðan hvarfstu og ég sit ein og sakna, sakna þess að mega sofna og vakna við hliðina á þér, að hafa þig hér hvern dag, hverja…

Þjóðhátíð í Eyjum

Þjóðhátíð í Eyjum (Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Guðjón Weihe) Meðan húmið siglir sund, sælufunda leitum. Göngum saman létt í lund, lífsins gleði neytum. Þessi dalur, þetta bál, þessar fögru nætur. Veigar, dans og vinarmál, vermir hjartarætur. Ástin vekur unga snót, allt er fegurð vafið. Bjarma slær á gras og grjót, gleym mér ei…

Nú kveð ég allt

Nú kveð ég allt (Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Guðrún Gísladóttir) Nú kveð ég allt, sem kærast er við klökkvan strengslátt. Í hinsta sinn þú mætir mér sem morgun lífs míns átt. Þú undurfagra sæla sveit með sólskin frið og ró, þá vængi fékk mín vonin heit, sú von er lifði og dó. Og…

Ég hef bara áhuga’ á þér

Ég hef bara áhuga‘ á þér (Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Ég hlusta á útvarp, ég horfi á sjónvarp, svo helstu fréttum fylgist ég með. Ég glugga í blöðin og greinar þar koma að góðum notum hef ég séð. En alls konar þættir um þjóðfélagsmálin er það sem gerir útslagið hér.…

Fyrir eitt bros

Fyrir eitt bros (Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Hilmir Jóhanesson) Fyrir eitt bros skal ég blómin þér gefa og bjarkirnar upp í hlíð. Einnig lóur og spóa, þá vængprúðu vini ef verðurðu svolítið blíð. Já regnbogann, skýin og himininn heiðan háan og drifhvítan foss, eins og stjörnar, tunglið, já sólina sjálfa, ég sæki þér…

Helgin er að koma

Helgin er að koma (Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Jónas Friðrik Guðnason) Helgin er að koma. Hefurðu ekki frétt af því, drengur? Þeir sem húka heima hafa ekki sjens. Eða hvað? Rífðu þig á lappir. Það þýðir ekki‘ að liggja hér lengur. Undir sæng. Já dustaðu‘ af þér drungann. Drífðu þig og farðu af…

Tifar tímans hjól

Tifar tímas hjól (Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Jónas Friðrik Guðnason) Flest sem fagurt var, frægð og heiður bar, farið er úr sínum skorðum. Sókn og sigur eins sýnist ei til neins, að sigurlaunum tómið eitt. Breytt er allt, sem er. Ekkert lengur ber alveg sama lit og forðum. Leitar hugur minn. Lítið þó…

Nú er ég léttur

Nú er ég léttur (Lag / texti: Geirmundur Valtýsson) Nú er ég léttur og orðinn nokkuð þéttur, ég er í ofsastuði og elska hvern sem er. Nú er ég þreyttur og ákaflega sveittur í þessu létta lagi þig legg að vanga mér. Þú ert svo sæt og yndisleg að allur saman titra ég af ást…

Gef mér frið

Gef mér frið (Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Hilmir Jóhannesson) Það er hjá mér bara, bara þessi þrá þig að hitta strax og morgunsólin vaknar, daginn langan, þig langar til að sjá löngun mín þín enn í kvöldrökkrinu saknar. Er þú brosir til mín bjarta sólin skín. Þá um bláan himin flýg ég sæll…

Sjómannalíf

Sjómannalíf (Lag / texti: þýskt þjóðlag / Bjarki Árnason) Roðar í austri og rökkrið flýr, rennur þá dagur nýr. Látum úr höfn út á hafsins vald, hreinan bárufald. Bliku á lofti þó beri hátt beitivind siglum í norðurátt. En gefi á, og gnauði í rá glaðir og reifir við syngjum þá. Sjómannalíf er sem leiftrandi…

Dans úr Zorba

Dans úr Zorba (Lag / texti: erlent lag / Bjarki Árnason) Við strit, við strit, strangan vinnudag, stríð um okkar hag, vor laun, vor laun, verða bogið bak, von um brauð þak. Í kvöld, í kvöld, kreik þó förum á, kátir verðum þá. [af plötunni Karlakórinn Vísir – Okkar glaða söngvamál]

Okkar glaða söngvamál

Okkar glaða söngvamál (Lag / texti: erlent lag / Bjarki Árnason) Dansa viljum, dansa viljum, dansa viljum, dansa fram á nótt. Góðu nú á gleðimóti gjörum söng og brag, tíminn á topphraða líður, tökum lag. Dansa viljum daginn út og dansa fram á nótt, dansa því ævin líður alltof fljótt. Meðan sólin sefur bak við…

Saga Florians

Saga Florians (Lag / texti: erlent lag / Kristján Róbertsson) Þeim fingralipra Florian var frægð án gæfu léð. Hann klukku bjó þá bestu til, er bragnar höfðu séð. Uns verki lauk, af lífi og sál hann lagði nótt við dag, og furðusmíðin fékk sitt mál, sitt fagra klukkulag. Sá hljómur dýr, það hreina lag, er…

Siglufjörður

Siglufjörður (Lag / texti: Bjarki Árnason) Hér við íshaf byggð var borin bærinn okkar, Siglufjörður, inn í fjöllin skarpt var skorinn skaparans af höndum gjörður. Til að veita skjól frá skaða skipunum á norðurslóðum, sem að báru guma glaða gull er fundu í hafsins sjóðum. Hér er skjól og hér er ylur hart þó ís…

Sólskinsbarn

Sólskinsbarn (Lag / texti: rússneskt þjóðlag / Jón frá Ljárskógum og Sigurjón Sæmundsson) Ég kom til þín er kuldinn næddi um kalinn vang, þá breiddir þú á móti mér þitt mjúka fang, og þar varð himinhlýtt og bjart í huga mér, því ég las allan unað heims í augum þér. Þú hreifst mig inn í…

Sem lindin tær

Sem lindin tær (Lag / texti: erlent lag / Bjarki Árnason) Ó, hve gott á lítil lind, leika frjáls um hlíð og dal, líða áfram létt sem hind, líta alltaf nýja mynd. Hvísla ljóði að grænni grein, glettast ögn við lítið blóm, lauma kossi á kaldan stein, kastast áfram tær og hrein. Ég vildi að…

Aðeins til þín

Aðeins til þín (Lag / texti: erlent lag / Guðmundur Bjarnason) Þetta litla lag og ljóð úr fjarska til þín fær, það flytur mínar bestu kveðjur, allt sem mér er kær. Þennan litla ástaróð ég einni sendi þér, svo ávallt þú í fjarlægðinni munir eftir mér. Ó, manstu gamla daga, þá ung við vorum enn,…

Allir sveinar af stað

Allir sveinar af stað (Lag / texti: erlent lag / Hafliði Guðmundsson) Dúm, dúm, dúm, dú dú dúm, dúm, dúm. Og ljúfar fagrar konur frá Köldu-lindum gegn kulda okkar verja einnig regni og vindum. Í skála okkar bjóða með blíðum kvenna róm, og buddan full sem inn fer, fer þaðan aftur tóm. Syngur tromma og…

Fjalladrottning, móðir mín

Fjalladrottning, móðir mín (Lag / texti Bjarni Þorsteinsson / Sigurður Sigurðsson) Fjalladrottning, móðir mín, mér svo kær og hjartabundin. Sæll ég bý við brjóstin þín, blessuð aldna fóstra mín. Hér á andinn óðul sín öll sem verða á jörðu fundin. Fjalladrottning, móðir mín, mér svo kær og hjartabundin. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár…

Í dag

Í dag (Lag / texti: Sigfús Halldórsson / Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti) Í dag er ég ríkur, í dag vil ég gefa demanta, perlur og skínandi gull. Gakk þú í sjóðinn og sæktu þér hnefa, uns sál þín er mettuð og barmafull. Það er ókeypis allt, og með ánægju falt, og ekkert að þakka, því…

Ó, dalur, hlíð og hólar

Ó, dalur, hlíð og hólar (Lag / texti: erlent lag / Steingrímur Thorsteinsson) Ó, dalur, hlíð og hólar, þér hvelfdu skógargöng. Þar hrifinn einn ég undi, svo oft um dægrin löng. Í fjarlægð hlymur harkið frá heimslífsins ólgusjó. Ó, skýl með skjólsarm grænum, mér skógar heilög ró. [af plötunni Karlakórinn Vísir – Okkar glaða söngvamál]

Smalaljóð

Smalaljóð (Lag / texti: rússneskt þjóðlag / Bjarki Árnason) Fjöllin óma frískum hljóm og fögur skín í heiði sól, þar smalinn hóar hvellum róm er hjörðin nálgast kvíaból. Og smalans líf er ljúft og bjart hans liggja spor um blómaskart. Með staf í hendi og nesti nóg er næði og hvíld á mosató. Í klettaborg…

Afmælisbörn 11. júlí 2018

Fimm afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Söngvarinn og hljómborðsleikarinn Grétar (Þorgeir) Örvarsson er fimmtíu og níu ára. Grétar sló í gegn með hljómsveit sinni Stjórninni þegar hann og Sigga Beinteins sungu framlag Íslands í Eurovision keppninni 1990. Í kjölfarið gaf Stjórnin út nokkrar plötur sem allar nutu vinsælda en einnig hefur Grétar starfað…