Kór Lundarskóla (1978-2011)

Kór Lundarskóla

Barnakór starfaði við Lundarskóla á Akureyri í yfir þrjátíu ár undir stjórn Elínborgar Loftsdóttur.

Elínborg stofnaði Kór Lundarskóla / Barnakór Lundarskóla haustið 1978 og eftir því sem næst verður komist var hún alla tíð stjórnandi kórsins eða til ársins 2011.

Kórinn söng mest á heimaslóðum á Akureyri en kom mjög oft fram á kóramótum víða um land.