Jazztríó Birgis Karlssonar (1985 / 1997-98)

Jazztríó Birgis Karlssonar

Birgir Karlsson starfrækti a.m.k. tvívegis djasstríó á Akureyri, í fyrra skiptið um miðjan níunda áratug síðustu aldar og síðan rúmum áratug síðar.

Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu tríóið með Birgi árið 1985 en það lék í kjallara Sjallans á Akureyri í nokkur skipti allavega.

1997 og 98 voru Karl Petersen trommuleikari og Stefán Ingólfsson bassaleikari með honum í tríóinu en þeir léku víðs vegar um Akureyri og nærsveitir. Sveitin gekk ýmist undir nafninu Tríó Birgis Karlssonar eða Jazztríó Birgis Karlssonar.