Tríó Birgis Marinóssonar (1975-76 / 1994-95)

Tríó Birgis Marinóssonar 1994

Birgir Marinósson starfrækti í tvígang hljómsveit undir nafninu Tríó Birgis Marinóssonar á Akureyri.

Fyrra skiptið var á árunum 1975 og 76 en þeir Birgir sem lék á gítar og söng, Örvar Kristjánsson harmonikkuleikari og söngvari og Steingrímur Stefánsson trommuleikari léku þá víða um norðan- og austanvert landið við nokkrar vinsældir með dansiballaprógramm sitt, þeir fóru m.a.s. og léku í Færeyjum.

Tríóið lá síðan í salti um árabil eða í átján ár en þeir félagar hittust þá og ákváðu að starta bandinu á nýjan leik haustið 1994. Sveitin starfaði þá í nokkra mánuði um veturinn.