Trausti Thorberg (1927-2021)

Gítarleikarinn Trausti Thorberg var meðal þekktustu gítarleikurum landsins um miðja öldina og lék með mörgum af þekktustu sveitum þess tíma. Trausti Thorberg Óskarsson fæddist 1927 og var að hluta til sjálfmenntaður gítarleikari, hann lærði þó eitthvað lítillega m.a. af móður sinni en það varð ekki fyrr en löngu síðar að hann fór í formlegt gítarnám…

Traustur og Tryggur (1999-2001)

Hljómdiskar með Ævintýrum Trausts og Tryggs komu út á geislaplötum og snældum um tveggja ára skeið í kringum aldamótin á vegum Heimsljóss, og nutu vinsælda hjá yngri kynslóðunum. Leikararnir Felix Bergsson og Gunnar Helgason fluttu þar leikþætti með söngvum ásamt tónlistarmanninum Jóni Ólafssyni en sá síðast nefndi annaðist allan tónlistar- og upptökuþáttinn. Einnig var leikkonan…

Traustur og Tryggur – Efni á plötum

Traustur og Tryggur – 1: Allt á hreinu í Rakkavík Útgefand: Heimsljós Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1999 1. Lagið okkar 2. Velkomin í Rakkavík 3. Hann Tumi fer á fætur 4. Tryggur tekur til.. með hamri 5. Treystu á þinn hund 6. Hver er hundurinn? 7. Klukkan er orðin hálf eitt! 8. Ævintýrið á brúnni…

Treflar (1965-66)

Unglingasveitin Treflar var starfrækt á Akureyri á árunum 1965 og 66. Meðlimir hennar voru Kári Gestsson gítarleikari, Haraldur Tómasson gítarleikari, Aðalsteinn Bergdal söngvari, Sigurður Ringsted trommuleikari og Ólafur Aðalsteinsson bassaleikari. Kjarni sveitarinnar átti síðar eftir að starfa saman í fleiri sveitum eins og Þeir og Taxmenn.

Tregablandin lífsgleði (1988)

Tregablandin lífsgleði var ein af fjölmörgum hljómsveitum af Akranesi sem skörtuðu Orra Harðarsyni en sveitin keppti í Músíktilraunum vorið 1988. Meðlimir sveitarinnar voru auk Orra sem lék á bassa, Pétur H. Þórðarson söngvari og gítarleikari, Ingimundur Sigmundsson gítarleikari og Bjarni Hjaltason trommuleikari. Sveitin kom ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna.

Tregasveitin [1] (1988-95)

Blúshljómsveitin Tregasveitin var áberandi á fyrri hluta núnda áratugar síðustu aldar en lítið hefur farið fyrir sveitinni síðan þótt aldrei hafi í raun verið gefið út dánarvottorð á hana. Tregasveitin var stofnuð 1988 og var fyrst um sinn eins konar áhugamannaklúbbur, í byrjun voru feðgarnir Guðmundur Pétursson gítarleikri og Pétur Tyrfingsson söngvari og gítarleikari, og…

Tregasveitin [1] – Efni á plötum

Tregasveitin [1] – [?] [snælda] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1990 [?] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Tregasveitin [1] – Tregasveitin Útgefandi: Tregasveitin Útgáfunúmer: SX-01 Ár: 1992 1. You upset me 2. Forty days & forty nights 3. The sky is crying 4. Who’s been talking 5. Last night…

Tregasveitin [2] (2007)

Árið 2007 léku þremenningarnir Agnar Már Magnússon orgelleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari og Einar Valur Scheving trommuleikari með söngkonunni Kristjönu Stefánsdóttur undir nafninu Tregasveitin. Hugsanlega var einungis um eina eða fáar uppákomur að ræða en líkast til var um blússveit að ræða.

Trelle raksó (1990)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Trelle raksó sem starfaði sumarið 1990. Að öllum líkindum var sveitin skammlíf en meðal meðlima hennar var Bjarni Þórðarson (Bjarni móhíkani). Nafn sveitarinnar vísar til Óskars Ellerts Karlssonar (Trelle raksó afturábak) en hann er þekktur utangarðsmaður sem gengur undir nafninu Skari skakki. Allar frekari upplýsingar um þessa sveit…

Tré (1996)

Hljómsveitin Tré birtist skyndilega með plötu fyrir jólin 1996 en sveitin hafði þá ekki beinlínis verið áberandi í íslensku tónlistarlífi. Tré var tríó sem hafði tveim árum áðum keppt í Músíktilraunum Tónabæjar undir nafninu Man og var þar kjörin athyglisverðasta sveit tilraunanna það árið en tónlist hennar var tilraunakennd, meðlimir sveitarinnar voru Steinar Gíslason söngvari…

Tré – Efni á plötum

Tré – Jarðsími Útgefandi: Tré Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1996 1. Misþyrming 2. Kólumbus 3. Ósonlagið 4. Örvhentur héri 5. Þagnarreið 6. Opus I 7. Teneleven 8. Skáldið 9. Von sem brást 10. Herbergi dauðans 11. Hillary (live) 12. Allt í einu 13. Tré Flytjendur: Steinar Gíslason – [?] Birgir Thorarensen – [?] Valdimar Kristjánsson…

Trico (um 1970)

Hljómsveitin Trico var starfrækt í Skagafirðinum, líklega um eða eftir 1970. Meðlimir sveitarinnar voru á unglingsaldri og var Jens Kr. Guðmundsson, síðar tónlistarblaðamaður og bloggari, einn meðlima hennar. Allar nánari upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

Trix [1] (1968-71)

Hljómsveitin Trix var ein þeirra fjölmörgu sveita sem spruttu upp á yfirborðið á bítla- og hippatímum síðari hluta sjöunda áratugarins. Trix var stofnuð vorið 1968 og í upphafi voru í henni Árni Vilhjálmsson trommuleikari, Guðjón Sigurðsson bassaleikari, Þorsteinn Þorsteinsson söngvari, Stefán Andrésson gítarleikari og Ragnar Gíslason einnig gítarleikari. Sveitin vakti fyrst athygli þegar hún hafnaði…

Afmælisbörn 13. febrúar 2018

Í dag er eitt afmælisbarn á lista Glatkistunnar: Aðalsteinn Ísfjörð (Sigurpálsson) harmonikkuleikari og múrarameistari er sjötíu og eins árs gamall í dag. Aðalsteinn sem er Húsvíkingur hefur komið víða við á sínum ferli sem harmonikkuleikari, gefið út sólóplötur og í samvinnu við aðra, og leikið með mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina. Þar má nefna sveitir…