Tópaz [2] (2002)

Rappdúettinn Tópaz var skráð til leiks í Músíktilraunum vorið 2002 og voru meðlimir hans Óli Páll Geirsson rappari og forritari og Trausti Stefánsson rappari og söngvari. Þegar dúettinn mætti til leiks í tilraunirnar tilkynntu þeir félagar að þeir hefðu skipt um nafn þar eð samnefnd hljómsveit úr Keflavík hefði gert athugasemdir við nafngift þeirra, og…

Tónlistarfélagið [félagsskapur] (1932-)

Tónlistarfélagið í Reykjavík (Tónlistarfélag Reykjavíkur) hefur frá árinu 1932 gegnt risastóru hlutverki í íslenskri tónlist, einkum framan af en tónlistarlíf á Íslandi væri án nokkurs vafa með allt öðrum hætti ef félagsins hefði ekki notið við. Tónlistarfélagið var stofnað vorið 1932 af tólf mönnum sem höfðu fyrst og fremst áhuga á tónlist og á eflingu…

Tónskrattar [2] (1995)

Ballsveitin Tónskrattar var starfrækt í nokkra mánuði árið 1995, hugsanlega starfaði hún lengur. Meðlimir hennar voru Hafsteinn Hafsteinsson söngvari og gítarleikari, Ólafur Karlsson trommuleikari, Jón Friðrik Birgisson bassaleikari.

Tónskrattar [1] (1991-93)

Djassbræðingssveitin Tónskrattar starfaði á árunum 1991-93, líklega innan tónlistarskóla FÍH. Meðlimir sveitarinnar voru Sunna Gunnlaugsdóttir hljómborðsleikari, Gunnar Þór Jónsson gítarleikari, Róbert Þórhallsson bassaleikari og Tómas Jóhannesson trommuleikari. Haraldur Gunnlaugsson gítarleikari var einnig eitthvað viðloðandi sveitina um tíma að minnsta kosti.

Tónól (2001)

Hljómsveitin Tónól starfaði árið 2001 og var að öllum líkindum ballsveit, hún var líklega starfrækt í Ólafsvík. Allar upplýsingar varðandi þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

Tónlistin: Tímarit Félags íslenzkra tónlistarmanna [fjölmiðill] (1941-47)

Félag íslenskra tónlistarmanna gaf um nokkurra ára skeið út tímaritið Tónlistina en það var eins konar fagrit tónlistarmanna hér á landi með fjölbreytilegu fræðsluefni. Félagið hafði verið stofnað 1940 og ári síðar, haustið 1941 leit fyrsta tölublaðið dagsins ljós. Það kom síðan út allt til vorsins 1947, alls um tuttugu sinnum. Ritstjóri Tónlistarinnar var Hallgrímur…

Tónlistartímaritið TT [fjölmiðill] (1981-82)

Tónlistartímaritið eða TT kom út þrívegis á árunum 1981 og 82. Það voru þrjú tónlistartengd samtök sem stóðu að útgáfunni, Jazzvakning, SATT og Vísnavinir, og var Vernharður Linnet ritstjóri þess. Þrátt fyrir að blaðið væri stútfullt af fjölbreytilegu efni, enda tileinkað allri tónlist en ekki einungis einni tónlistarstefnu, dugði það ekki til og útgáfa þess…

Tónlistarsamband alþýðu [félagsskapur] (1976-)

Tónlistarsamband alþýðu (einnig skammstafað TÓNAL eða TÓN. AL.) eru eins og nafnið gefur til kynna hagsmunasamtök sem snúa að alþýðutónlist, sambandið er aðili að norrænu samstarfi í því samhengi (Nordiska arbetarsangar- och musikerforbundet) og hefur tekið þátt í norrænum mannamótum þ.a.l. hér heima og annars staðar á Norðurlöndunum. TÓNAL var stofnað haustið 1976 af Lúðrasveit…

Tónlistarfélagskórinn – Efni á plötum

Tónlistarfélagskórinn [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV JOR 1 Ár: 1949 1. Ég elska yður þér Íslands fjöll 2. Kvöldljóð Flytjendur: Tónlistarfélagskórinn – söngur undir stjórn Victors Urbancic     Tónlistarfélagskórinn [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV JOR 2 Ár: 1949 1. Austan kaldinn 2. Báran blá 3. Kindur jarma 4. Það mælti mín móðir…

Tónlistarfélagskórinn (1943-53)

Tónlistarfélagskórinn var starfræktur af Tónlistarfélaginu í Reykjavík á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar, hann var fremstur blandaðra kóra í sinni röð, starfaði í nokkur ár og sendi frá sér nokkrar plötur með kórsöng. Kórinn var formlega stofnaður haustið 1943 og hét raunar Samkór Tónlistarfélagsins en var sjaldnast kallaður neitt annað en Tónlistarfélagskórinn, reyndar hafði…

Tópaz [1] (1999-2002)

Hljómsveitin Tópaz frá Keflavík gerði ágæta tilraun til að komast inn á sveitaballamarkaðinn um aldamótin, sendi frá sér lög og myndbönd og vakti athygli fyrir framlag sitt í kvikmyndinni Varði fer á vertíð en lognaðist útaf áður en eitthvað meira gerðist. Sveitin var stofnuð haustið 1999 í Keflavík og fór þá þegar að vekja athygli…

Tópas (1968-70)

Ekki er alveg ljóst nákvæmlega hvenær hljómsveitin Tópas á Kirkjubæjarklaustri starfaði en það var hugsanlega á löngu tímabili, og jafnvel með hléum, staðfest er þó að hún var starfandi að minnsta kosti á árunum 1968-70.. Meðlimir sveitarinnar á fyrrgreindum tíma voru hljómsveitarstjórinn Bjarni Jón Matthíasson bassa- og sólógítarleikari, Pálmi Sveinsson gítar- og bassaleikari, Gunnar Þór…

Tóntækni [hljóðver] (1975-81)

SG-hljómplötur í eigu Svavars Gests ráku um tíma hljóðverið Tóntækni sem staðsett var við Ármúlann í Reykjavík. Þar voru fjölmargar hljómplötur teknar upp, bæði sem gefnar voru út af SG-hljómplötum sem og öðrum útgáfufyrirtækjum og einstaklingum. Sigurður Árnason réði ríkjum í hljóðverinu og tók upp fjölda platna á þeim tíma sem það starfaði. Tóntækni tók…

Tónlistarsamband alþýðu [félagsskapur] – Efni á plötum

Tónlistarsamband alþýðu: Tónaltónar – ýmsir Útgefandi: Tónlistarsamband alþýðu Útgáfunúmer: Tón. Al. 001 Ár: 1990 1. Álafosskórinn – Sextíu og fimm 2. Álafosskórinn – Vor í maí 3. Álafosskórinn – Ísland er land þitt 4. Álafosskórinn – Oh, po’ little Jesus 5. Álafosskórinn – Fjær er hann ennþá 6. Grundartangakórinn – Án þín 7. Grundartangakórinn –…

Afmælisbörn 1. febrúar 2018

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Tage Ammendrup (1927-95) átti afmæli á þessum degi en hann var mikilvirkur plötuútgefandi og kom að tónlist með ýmsum hætti. Hann rak tvær hljómplötuútgáfur, Íslenzka tóna og Stjörnuhljómplötur og komu eitthvað á fjórða hundrað platna út undir merkjum þeirra. Hann gaf ennfremur út tvö tímarit um tónlist,…