
Forsíða 2. tölublaðs TT
Tónlistartímaritið eða TT kom út þrívegis á árunum 1981 og 82. Það voru þrjú tónlistartengd samtök sem stóðu að útgáfunni, Jazzvakning, SATT og Vísnavinir, og var Vernharður Linnet ritstjóri þess.
Þrátt fyrir að blaðið væri stútfullt af fjölbreytilegu efni, enda tileinkað allri tónlist en ekki einungis einni tónlistarstefnu, dugði það ekki til og útgáfa þess lognaðist útaf sem fyrr segir eftir þrjú tölublöð.