Tónlistin: Tímarit Félags íslenzkra tónlistarmanna [fjölmiðill] (1941-47)

Forsíða fyrsta tölublaðs Tónlistarinnar

Félag íslenskra tónlistarmanna gaf um nokkurra ára skeið út tímaritið Tónlistina en það var eins konar fagrit tónlistarmanna hér á landi með fjölbreytilegu fræðsluefni.

Félagið hafði verið stofnað 1940 og ári síðar, haustið 1941 leit fyrsta tölublaðið dagsins ljós. Það kom síðan út allt til vorsins 1947, alls um tuttugu sinnum.

Ritstjóri Tónlistarinnar var Hallgrímur Helgason.