Trassarnir (1983)

Hljómsveitin Trassarnir var undanfari hljómsveitarinnar Ofris frá Keflavík, og var skipuð ungum meðlimum á grunnskólaaldri. Meðlimir sveitarinnar voru Magnús Þór Einarsson bassaleikari, Þröstur Jóhannesson söngvari og gítarleikari, Helgi Víkingsson trommulekari, Jón Helgason gítarleikari og Júlíus Friðriksson gítar- og bassaleikari. Trassarnir voru að öllum líkindum fremur skammlíf sveit.

Trassar – Efni á plötum

Trassar – Amen Útgefandi: Geimsteinn Útgáfunúmer: GSCD 233 Ár: 2007 1. Runninn rennandi 2. Til höfuðs andstyggðinni 3. Maurarnir og ég 4. Blátt blóð 5. Tveir þrestir 6. Við og herinn 7. Framhjáhald 8. Hamfarir 9. Snatans færilús 10. Íshjartað 11. Óveður Flytjendur: Björn Þór Jóhannsson – gítar og raddir Jón Geir Jóhannsson – trommur, trommuforritun…

Trassar (1987-91 / 2005-08)

Trassarnir hafa í gegnum tíðina haft á sér einhvern goðsagnakenndan stimpil, talað var lengi um svokallað Trassarokk en sveitin tók þrisvar sinnum þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og skapaði sér þá eitthvert sánd sem menn kenndu við þá. Einnig mun sveitin alltaf verða fræg fyrir að trommuleikari sló í gegn í orðsins fyllstu merkingu þegar hann…

Trap (1967-70 / 2010-)

Hljómsveitin Trap var starfandi á síðari hluta sjöunda áratug síðustu aldar á Ísafirði, meðlimir sveitarinnar voru ungir að árum enda var hún starfrækt í Gagnfræðiskólanum í bænum. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær sveitin starfaði en hér er giskað á 1967-70). Meðlimir Traps voru Stefán Símonarson gítarleikari, Rúnar Þór Pétursson gítarleikari, Reynir Guðmundsson trommuleikari, Kristján Hermannsson…

TRA (1984)

Hljómsveitin TRA tók þátt í Viðarstauk, tónlistarhátíð Menntaskólans á Akureyri vorið 1984. Sveitin var líklega hluti eða jafnvel öll áhöfn tölvupoppsveitarinnar ART, sem þá var starfandi í bænum en engar upplýsingar er þó að finna um hverjir skipuðu TRA þetta kvöld sem hátíðin fór fram. Engar sögur fara heldur af árangri sveitarinnar í Viðarstauk.

Tóti og Danni (2006-)

Þeir Þórarinn Hannesson og Daníel Pétur Daníelsson hafa komið margoft fram á öldurhúsum, einkum á Siglufirði, frá árinu 2006 undir nafninu Tóti og Danni. Báðir leika þeir á gítara og syngja auk þess að nota alls kyns ásláttarhljóðfæri. Stundum hafa þeir kallað sig Tótmon og Dafunkel eða jafnvel Svilabandið.

Tóti og ungarnir (2003-04)

Tóti og ungarnir hljómsveit sem lék í nokkur skipti um sex mánaða skeið árin 2003 og 04. Forsagan var sú að Þórarinn Hannesson söngvari og gítarleikari á Siglufirði fékk nokkra unga tónlistarmenn á staðnum til að spila með sér á tónleikum fyrir jólin 2003 en þar var flutt frumsamið efni eftir Þórarin. Uppákoman heppnaðist það…

Tóti og Kiddi (2000-02)

Þórarinn Hannesson og Kristinn Kristjánsson komu um tveggja ára skeið fram sem dúettinn Tóti og Kiddi á Siglufirði og nágrenni. Þórarinn lék á gítar en Kristinn á bassa en báðir sungu þeir félagarnir. Yfirleitt komu þeir þannig undirbúnir til leiks að Þórarinn mætti á staðinn með lagamöppur og byrjaði að spila og syngja og Kristinn…

Tópi, Tjösull og Óþoli (1971)

Þjóðlagatríóið Tópi, Tjösull og Óþoli var starfrækt sumarið 1971 og kom þá fram á nokkrum skemmtunum og tónleikum. Afar takmarkaðar heimildir er að finna um þá félaga en Jón Árni Þórisson var einn þeirra.

Trans dans serían [safnplöturöð] – Efni á plötum

Trans dans – ýmsir Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: VACD 32 Ár: 1993 1. Stakka bo – Here we go 2. Afterschock – Slave to the vibe 3. D.J. Bobo – Somebody dance with me 4. Urban Cookie Collective – The key, the secret 5. Fu-Schnickens with Shaquille O’Neal – What’s up doc? (Can we rock) 6.…

Trans dans serían [safnplöturöð] (1993-95)

Á árunum 1993-95 komu út fjórar plötur á vegum Skífunnar í hinni skammlífu Trans dans safnplötuseríu. Trans dans-serían innihélt að mestu danstónlist og eftir útgáfu fyrstu plötunnar sem seldist mjög vel, var ákveðið að halda áfram eftir sömu forskrift en nú með íslensku efni einnig en fyrsta platan hafði eingöngu innihaldið erlent efni. Næstu tvær…

Trampoline teenage dancing band (1968-69)

Á árunum 1968 og 69 var starfrækt hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Trampoline teenage dancing band (en var einnig auglýst bara sem Trampoline). Sveitin lék opinberlega í fáein skipti og þá voru meðlimir hennar Þorsteinn Úlfar Björnsson söngvari og gítarleikari, Ingi Jón Sverrisson gítarleikari, Bragi Björnsson bassaleikari og Friðrik Bridde trommuleikari en einnig er nefndur…

Trad kompaníið (1978-84)

Trad kompaníið (Traditional kompaníið) var hljómsveit áhugamanna um djasstónlist sem kom reglulega saman og spilaði dixieland tónlist. Sveitin kom einkum fram fram á sjúkrastofnunum, skólum og þess háttar stöðum en spilaði einnig stundum á hefðbundnari tónleikastöðum. Einnig var gerður hálftíma tónlistarþáttur um sveitina sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu 1981. Meðlimir Trad kompanísins voru Kristján Magnússon…

Afmælisbörn 6. febrúar 2018

Fjölmörg afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona er sextug í dag og á stórafmæli dagsins en hún hefur sungið á fjölmörgum plötum, meðal annars með Bergþóri Pálssyni og sem einsöngvari með kórum. Hún hefur einnig raddþjálfað og stjórnað söngkvartettnum Út í vorið og kammerkórnum Ópus 12 / Kammerkór Þorgeirs. Einar…