Trampoline teenage dancing band (1968-69)

Á árunum 1968 og 69 var starfrækt hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Trampoline teenage dancing band (en var einnig auglýst bara sem Trampoline).

Sveitin lék opinberlega í fáein skipti og þá voru meðlimir hennar Þorsteinn Úlfar Björnsson söngvari og gítarleikari, Ingi Jón Sverrisson gítarleikari, Bragi Björnsson bassaleikari og Friðrik Bridde trommuleikari en einnig er nefndur til sögunnar Kristmundur Jónasson trommuleikari.

Nafn sveitarinnar er óvenjulegt í því ljósi að á þessum tíma voru trampólín fremur lítt þekkt fyrirbæri á Íslandi.