Afmælisbörn 31. janúar 2018

Á þessum degi koma fimm afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Fyrstan skal telja Árna Matthíasson tónlistarskríbent á Morgunblaðinu um þriggja áratuga skeið, hann hefur einnig setið í dómnefnd Músíktilrauna frá 1987 og skrifað bækur um tónlist svo dæmi séu nefnd. Árni er sextíu og eins árs gamall á þessum degi. Benedikt Brynleifsson trommu- og ásláttarleikari er…

Afmælisbörn 30. janúar 2018

Fjórir tónlistarmenn eru skráðir með afmæli á þessum degi: Ingvi Þór Kormáksson bókasafnsfræðingur og tónlistarmaður er sextíu og sex ára gamall. Hann hefur gefið út fjölmargar sólóplötur og auk þess tekið þátt í Eurovision undankeppnum og öðrum tónlistarkeppnum, jafnvel unnið til verðlauna erlendis í slíkum keppnum. Ingvi Þór lék með fjölmörgum hljómsveitum á árum áður,…

Afmælisbörn 28. janúar 2018

Eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum er á skrá Glatkistunnar í dag: Söngkonan Telma Ágústsdóttir fjörutíu og eins árs gömul á þessum degi. Telma varð landsfræg á einu kvöldi þegar hún söng Eurovision framlag Íslendinga Tell me! ásamt Einari Ágústi Víðissyni árið 2000 en hún var þá söngkona hljómsveitarinnar Spur. Telma er dóttir Ágústs Atlasonar í Ríó…

Afmælisbörn 26. janúar 2018

Tvö afmælisbörn koma  við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Ingibjörg Lárusdóttir söngkona, flugfreyja og trompetleikari er fjörutíu og átta ára gömul í dag. Hún leikur reyndar á ýmis hljóðfæri og hefur gefið út jólaplötu ásamt systrum sínum (Þórunni og Dísellu) en þær eru dætur Lárusar Sveinssonar trompetleikara. Þá á Halldór Sölvi Hrafnsson gítarleikari einnig afmæli…

Tónaútgáfan [útgáfufyrirtæki] (1967-84)

Útgáfufyrirtækið Tónaútgáfan var starfrækt norðan heiða vel á annan áratug og sumar af þekktustu og vinsælustu plötum íslenskrar tónlistarsögu komu út hjá fyrirtækinu. Það var Pálmi Stefánsson á Akureyri sem stofnaði Tónaútgáfuna haustið 1967 en hann hafði þá í um eitt ár starfrækt þar í bæ verslunina Tónabúðina sem m.a. hafði úrval hljómplatna í boði,…

Tóna systur – Efni á plötum

Jóhann Möller og Tóna systur [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfuár: IM 78 Ár: 1955 1. Þú ert mér kær 2. Pabbi vill mambó Flytjendur: Jóhann Möller – söngur hljómsveit Jan Morávek; – Jan Morávek – píanó – Pétur Urbancic – kontrabassi – José Riba – slagverk – Þorsteinn Eiríksson – trommur Tóna systur; –…

Tóna systur (1955-56)

Tóna systur var sönghópur sem settur var á laggirnar af hljómplötuútgáfunni Íslenzkum tónum og kom fram á vegum hennar í revíukabarett sem naut mikilla vinsælda í borginni og var síðan settur á svið á landsbyggðinni. Í fyrstu var um að ræða sextett og voru meðlimir hans Hulda Victorsdóttir, Eygló Victorsdóttir, Þórdís Pétursdóttir, Sigríður Bjarnadóttir, Þórunn…

Tónakvartettinn frá Húsavík (1963-69)

Tónakvartettinn var söngkvartett starfandi á Húsavík á árunum 1963 til 1969, hann kom margsinnis fram opinberlega og eftir hann liggja nokkrar plötur. Kvartettinn tók til starfa vorið 1963 og birtist á ýmsum skemmtunum á heimaslóðum, það var þó ekki fyrr en 1966 sem hann hélt sína fyrstu sjálfstæðu tónleika (á Húsavík) og þá fyrst hlaut…

Tóna kvartettinn (1957)

Allar tiltækar upplýsingar um Tóna kvartettinn óskast en sá ku hafa verið hljómsveit, líklega starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Engar heimildir er að finna um meðlimi sveitarinnar en söngvari að nafni Sigurður Már [?] söng með þeim á skemmtun haustið 1957.

Tónalín [annað] (1952)

Snemma á sjötta áratug síðustu aldar var gerð tilraun hér á landi til að smíða harmonikku, af fjöldaframleiðslu varð þó aldrei. Það var Jóhannes G. Jóhannesson harmonikkuleikari og hljóðfæraviðgerðamaður sem átti hugmyndina af því að smíða harmonikku sem átti að vera á milli þess að vera hnappa- og píanóharmonikka en slíkt hefði þá verið nýjung.…

Tónakvartettinn frá Húsavík – Efni á plötum

Tónakvartettinn frá Húsavík [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG – 518 Ár: 1967 1. Rauðar rósir 2. Á kránni 3. Íslenzk þjóðlagasyrpa 4. Syndaflóðið 5. Napolí nætur 6. Capri Catarína Flytjendur: Tónakvartettinn: – Ingvar Þórarinsson – söngur – Stefán Þórarinsson – söngur – Eysteinn Sigurjónsson – söngur – Stefán Sörensen – söngur Björg Friðriksdóttir – píanó…

Tónatríó [2] (1957-60)

Tónatríó var starfrækt á Siglufirði fyrir og um 1960 en starfaði einvörðungu yfir sumartímann. Sveitin var stofnuð vorið 1957 og voru meðlimir hennar Hlöður Freyr Bjarnason píanóleikari, Sverrir Sveinsson trommuleikari og Steingrímur Guðmundsson harmonikkuleikari. Þeir félagar spiluðu mestmegnis á heimaslóðum og nágrannasveitarfélögunum. Tónatríóið starfaði aðeins á sumrin þar eð meðlimir þess voru ekki búsettir á…

Tónasystur [1] (1960)

Árið 1960 komu fimm húsmæður frá Sauðárkróki fram á Sæluviku þeirra Skagfirðinga undir nafninu Tónasystur og skemmtu þar með söng við harmonikkuundirleik. Hvergi finnast upplýsingar um nöfn þeirra en ef einhver lumaði á frekari upplýsingum má gjarnan senda þær Glatkistunni.

Tónar og tal [annað] – Efni á plötum

Tónar og tal: Rauðhetta Útgefandi: Ingvar Helgason Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1960 1. Rauðhetta Flytjendur: Lárus Pálsson – lestur [engar upplýsingar um flytjendur tónlistar]       Tónar og tal: Mjallhvít Útgefandi: Ingvar Helgason Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1960 1. Mjallhvít Flytjendur: Lárus Pálsson – lestur [engar upplýsingar um flytjendur tónlistar]     Tónar og…

Tónar og tal [annað] (1960)

Strangt til tekið er ekki rétt að tala um safnplöturöð í þessu samhengi en Tónar og tal var í formi fjögurra platna og bóka sem gefin voru út haustið 1960, og innihéldu sígild ævintýri. Um var að ræða ævintýrin um Rauðhettu, Mjallhvíti og dvergana sjö, Hans og Grétu og Þyrnirós, annars vegar í bókaformi og…

Tónar [1] (1962-67)

Saga hljómsveitarinnar Tóna er ærið flókin og margbrotin enda koma þar við sögu breyttar áherslur í tónlistarstefnu í takt við tíðarandann, auk fjöldi meðlima en tíðar mannabreytingar í sveitinni voru með ólíkindum á ekki lengri tíma, um tuttugu manns komu þar við með einum eða öðrum hætti. Hljómsveitin var stofnuð í júní 1962 og var…

Tónamál [tímarit] (1970-98)

Tímaritið Tónamál kom út um árabil, reyndar óreglulega en alls komu út nítján tölublöð af blaðinu frá árinu 1970, síðasta tölublaðið kom að öllum líkindum út 1998. Það var Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) sem stóð fyrir útgáfu tímaritsins en nafn þess (Tónamál) mun hafa komið frá Ólafi Gauki Þórhallssyni. Framan af (til ársins 1975) var…

Tónalísur (1962)

Tónalísur var söngtríó sem söng með Alfreð Clausen inn á eina plötu árið 1962 (endurútgefin og aukin efni tveim árum síðar). Þetta voru söngkonurnar Svala Nielsen, Ingibjörg Þorbergs og Sigríður Guðmundsdóttir en þær munu að öllum líkindum aldrei hafa komið fram undir þessu nafni.

Tónlistarbandalag Íslands [félagsskapur] (1985-92)

Vorið 1985 voru stofnuð eins konar regnhlífarsamtök fyrir íslenska tónlist, þ.e. þau félaga- og hagsmunasamtök sem snúa að íslensku tónlistarlífi. Milli þrjátíu og þrjátíu og fimm félög og samtök í geiranum komu að stofnun samtakanna sem hlutu nafnið Tónlistarbandalag Íslands (TBÍ / T.B.Í.) og samtals voru meðlimir þeirra um ellefu þúsund talsins. Meðal stofn aðildafélaga…

Tónlistarbandalag Akureyrar [félagsskapur] (1945-)

Tónlistarbandalag Akureyrar var stofnað í því skyni að efla tónlistarlíf í höfuðstað Norðurlands og koma að stofnun Tónlistarskóla Akureyrar sem enn er starfandi í dag. Það voru Tónlistarfélag Akureyrar, Karlakórinn Geysir, Kantötukór Akureyrar, Lúðrasveit Akureyrar og Karlakór Akureyrar sem komu að stofnun Tónlistarbandalags Akureyrar haustið 1945, m.a. með það að markmiði að stofna tónlistarskóla sem…

Tónkórinn á Hellissandi (1978-84)

Litlar upplýsingar er að hafa um Tónkórinn á Hellissandi en hann var starfræktur á árunum 1978-84 að minnsta kosti. Svo virðist sem hann hafi verið stofnaður í beinu framhaldi af því að Samkór Hellissands lagði upp laupana en Helga Gunnarsdóttir hafði stjórnað honum, og stjórnaði einnig Tónkórnum. Frekari upplýsingar óskast því um þennan kór.

Tónkór Fljótsdalshéraðs (1971-83)

Tónkór Fljótsdalshéraðs var öflugur blandaður kór sem starfaði í ríflega áratug og söng víða við góðar undirtektir. Magnús Magnússon skólastjóri Tónlistarskóla Fljótsdalshéraðs var alla tíð stjórnandi kórsins og undir hans stjórn söng þessi fjörutíu manna kór á ýmsum mannamótum, einkum á austanverðu landinu en einnig á Norðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Þegar kórinn fagnaði tíu ára…

Tónika (1985)

Hljómsveitin Tónika var skammlíf sveit sem lék í Klúbbnum vorið og sumarið 1985. Meðlimir Tóniku voru Edda Borg söngkona og hljómborðsleikari, Bjarni Sveinbjörnsson bassaleikari, Haukur Vagnsson trommuleikari og Sigurður Dagbjartsson söngvari og gítarleikari. Öll hafa þau komið við sögu í þekktum sveitum fyrr og síðar.

Tónhornið (1996-2003)

Tónhornið var hvort tveggja í senn, horn í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholtinu og hljómsveit kennd við staðinn. Það mun hafa verið 1996 sem tónlistartengdar uppákomur voru fyrst settar upp í hinu svokallaða Tónhorni í Gerðubergi, það voru skemmtanir af ýmsu tagi hugsaðar fyrir eldri borgarana í hverfinu. Fljótlega varð þarna fastur kjarni hress tónlistarfólks í…

Tónatríóið [2] (1997)

Tónatríóið virðist hafa verið skammlíft band, starfandi 1997 og gæti allt eins hafa komið fram í aðeins eitt skipti. Meðlimir þess voru Magnús Einarsson söngvari og gítarleikari, Hafþór Guðmundsson trommuleikari og Jakob Magnússon bassaleikari.

Tónatríó [1] (1956-64)

Dalvíska hljómsveitin Tónatríó var vinsæl ballsveit um árabil í Svarfaðardalnum og nærsveitum og fjölmargir komu við sögu hennar. Tónatríó var stofnuð 1956 og voru meðlimir hennar lengstum Ingólfur Jónsson píanó- og harmonikkuleikari, Vilhelm Guðmundsson söngvari, harmonikku- og saxófónleikari og Sigurður Jónsson trommuleikari, Reinald Jónsson var trymbill sveitarinnar í upphafi. Sveitin var starfandi í sjö ár,…

Tónlistarblaðið [fjölmiðill] (1942-46 / 1956)

Mjög óljósar heimildir er að finna um tímaritið Tónlistarblaðið sem gefið var út á sínum tíma af FÍH eða Félagi íslenskra hljóðfæraleikara eins og það kallaðist þá. Tímaritið kom út á tveimur tímabilum, annars vegar í kringum heimsstyrjaldarárin síðari (á árunum 1942 til 46) en hins vegar í tveimur tölublöðum árið 1956. Hvorug útgáfan borgaði…

Afmælisbörn 25. janúar 2018

Fimm afmælisbörn koma við sögu á þessum merkisdegi: Ingólfur Steinsson tónlistarmaður frá Seyðisfirði er sextíu og sjö ára gamall í dag, Ingólfur gerði garðinn frægan með Þokkabót á sínum tíma en hefur einnig leikið með sveitum eins og Lubbum, Stemmu, Krás, The Icelandic duo og Bræðrabandinu auk þess að hafa gefið út sólóplötur. Sveinbjörn Grétarsson…

Andlát – Tómas M. Tómasson (1954-2018)

Tómas Magnús Tómasson (Tommi Tomm) tónlistarmaður er látinn, á sextugasta og fjórða aldursári. Tómas fæddist í Reykjavík 23. maí 1954 og hóf þegar á unglingsaldri að leika á gítar og bassa með hljómsveitum á meðan hann var við nám í Vogaskóla, fyrst með Fónum um miðjan sjötta áratuginn og síðan Amor (1965-69), í síðarnefndu sveitinni…

Afmælisbörn 23. janúar 2018

Þessi dagur er fullur af afmælisbörnum og hefst þá upptalningin: Helena (Marín) Eyjólfsdóttir söngkona er sjötíu og sex ára en hún gerði garðinn einkum frægan norðan heiða með hljómsveitum Finns og Ingimars Eydal og Atlantic kvartettnum en Finnur var eiginmaður hennar. Helena söng inn á fjölmargar plötur á söngferli sínum, þá fyrstu þegar hún var…

Afmælisbörn 22. janúar 2018

Fjölmargt tónlistarfólk kemur við sögu í liðnum Afmælisbörn dagsins í dag: Erla Þorsteins söngkona (stúlkan með lævirkjaröddina) er áttatíu og fimm ára, hana þarf vart að kynna enda átti hún hvern stórsmellinn á fætur öðrum á sjötta áratug síðustu aldar sem margir hverjir hafa lifað til dagsins í dag. Söngferill hennar (sem að mestu var…

Afmælisbörn 21. janúar 2018

Á þessum degi koma fjögur afmælisbörn við sögu, tvö þeirra eru ekki lengur meðal okkar: Svavar Knútur Kristinsson er fjörutíu og tveggja ára gamall í dag. Hann hefur lengst af starfað sem trúbador en einnig sungið og spilað með hljómsveitum eins og Hraun!, Kaffi, Moonboots og Læðunum, nokkrar sólóplötur hafa aukinheldur komið út með honum.…

Afmælisbörn 20. janúar 2018

Tvö afmælisbörn koma í dag við sögu á skrá Glatkistunnar yfir tónlistarfólk: Ársæll Másson gítarleikari og menntaskólakennari er sextíu og þriggja ára gamall í dag en hann hefur leikið með ýmsum sveitum í gegnum tíðina. Þeirra á meðal má nefna Stórsveit Reykjavíkur, Bambinos, Misgengið og Föruneyti Gísla Helgasonar. Ársæll gegndi starfi djasstónlistargagnrýnanda á DV um…

Afmælisbörn 19. janúar 2018

Í dag eru fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla) er sextíu og átta ára. Hann hefur vægast sagt komið víða við á sínum ferli enda fjölhæfur með afbrigðum, spilar á flest hljóðfæri, útsetur og semur tónlist. Framan af var hann í hljómsveitum eins og Náttúru, bjó síðar í…

Tólf á toppnum [safnplöturöð] – Efni á plötum

Tólf á toppnum nr. 1 – ýmsir [snælda] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 719 Ár: 1975 1. Hljómar – Bara við tvö 2. Elly Vilhjálms – Minningar 3. Einar Hólm – Eldar minninganna 4. BG & Ingibjörg – Þín innsta þrá 5. Þrjú á palli – Dirrindí 6. Sigurður Ólafsson – Dönsum og syngjum saman 7.…

Torture [1] (1990)

Lítið liggur fyrir um dauðarokksveitina Torture sem starfaði á höfuðborgarsvæðinu 1990. Fróði Finnsson (Infusoria o.m.fl.) var einn meðlima og spilaði líklega á gítar en upplýsingar vantar um aðra meðlimi sveitarinnar. Þeir voru allir á unglingsaldri.

Tortíming [2] (1980-81)

Tortíming var nafn á nýbylgjusveit sem starfaði á Akureyri snemma á níunda áratug 20. aldar. Sveitin starfaði á annað ár (1980-81) og voru meðlimir hennar Albert Ragnarsson gítarleikari, Jakob Jónsson gítarleikari, Árni Jóhannsson bassaleikari, Níels Ragnarsson hljómborðsleikari og Guðmundur Stefánsson trommuleikari.

Tómas Guðmundsson (1901-83)

Skáldið Tómas gegnir stærra hlutverki í íslenskri dægurlagatónlistarsögu en margir gera sér grein fyrir, fjölmargar plötur hafa verið gefnar út tileinkaðar honum en útgefin lög með ljóðum hans skipta sjálfsagt hundruðum enda hefur tónlistarfólk verið iðið við að semja lög við lagvæn ljóð hans. Tómas Guðmundsson fæddist í Grímsnesinu í ársbyrjun 1901, ólst þar upp…

Tólf á toppnum [safnplöturöð] (1975)

SG-hljómplötur gáfu út fjölda safnplatna en Tólf á toppnum var önnur af tveim seríum sem útgáfan sendi frá sér. Hin hét Stóra bílakassettan og kom út 1979 og 80, báðar komu seríurnar einungis út á snældum. Tólf á toppnum-serían hafði að geyma fjórar snældur sem komu út árið 1975. Efni á plötum

Tókíó (um 1975)

Unglingahljómsveitin Tókíó (Tókýó) starfaði um eða fyrir miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Pétur Jónasson var gítarleikari í sveitinni en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi hennar, og óskast þær því sendar Glatkistunni.

Toy machine (1998-2001)

Toy machine frá Akureyri var um margt merkileg hljómsveit, hún var fyrst norðlenskra sveita til að eltast við meikdrauma erlendis og tilurð hennar átti stóran þátt í að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var sett á laggirnar. Félagarnir sem mynduðu Toy machine höfðu verið saman í hljómsveitum um tveggja ára skeið og kallað sig Gimp þegar þeir…

Toxic (1964-67)

Hljómsveitin Toxic var ein fjölmargra bítlasveita sem spruttu fram á sjónarsviðið um og eftir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Sveitin var á meðal þeirra vinsælustu en galt þess að gefa ekki út plötu enda flutti hún einungis tónlist eftir aðra. Toxic var stofnuð í Réttarholtsskóla og varð fljótlega mjög virk, það liðu ekki margir mánuðir…

Torture [2] (1994)

Húsvíska dauðarokksveitin Torture keppti í Músíktilraunum vorið 1994, svolítið eftir að dauðarokksenan hafði náð hámarki hér á landi. Sveitin komst ekki í úrslit en meðlimir hennar voru Arngrímur Arnarson gítarleikari, Snæbjörn Ragnarsson gítarleikari, Brynjúlfur Sigurðsson söngvari og bassasleikari og Hlynur Þór Birgisson trommuleikari. Kjarni sveitarinnar átti eftir að birtast fáeinum árum síðar í pönksveitinni Innvortis.

Tómas Guðmundsson – Efni á plötum

Gunnar Gunnarsson og Tómas Guðmundsson – lesa úr eigin verkum Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Odeon CPMA 19 Ár: 1968 1. Gunnar Gunnarsson les úr Fjallkirkjunni; – Band 1 – Leikur að stráum  – Band 2- Leikur að stráum  – Band 3 – Skip heiðríkjunnar 2. Tómas Guðmundsson les úr ljóðum sínum; – Band 1 – Í…

Three amigos [1] (1990)

1990 var hljómsveit starfandi á Dalvík undir nafninu Three amigos. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um þessa sveit og væru þær þ.a.l. vel þegnar.

Three amigos [2] (1996-2001)

Hljómsveitin Three amigos frá Borgarnesi (einnig nefnd Tres amigos) fór víða um land árið 1996 og lék þá á bæjarpöbbum og öðrum samkomuhúsum. Svo virðist sem sveitin hafi síðan legið í salti til ársins 2001 þegar hún birtist lítillega aftur. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurþór Kristjánsson trommuleikari, Hafsteinn Þórisson gítarleikari og Símon Ólafsson bassaleikari. Allir sungu…

Afmælisbörn 18. janúar 2018

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Friðrik Vignir Stefánsson orgelleikari af Skaganum er fimmtíu og sex ára á þessum degi. Hann nam orgelleik á Akranesi og Reykjavík, fór til Danmerkur í framhaldsnám og hefur starfað sem organisti, stjórnandi kóra og skólastjóri tónlistarskóla t.d. í Grundarfirði og Seltjarnarnesi. Hann var ennfremur í sönghópnum…

Afmælisbörn 17. janúar 2018

Glatkistan hefur eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá sinni á þessum degi: Hjálmfríður Þöll Friðriksdóttir (Frida Fridriks) tónlistarkona er fjörutíu og níu ára gömul í dag. Hún er af tónlistarfólki komin og var ung farin að syngja í Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga en hún söng einsöng með kórnum á plötu aðeins þrettán ára gömul. Hjálmfríður söng með…

Afmælisbörn 16. janúar 2018

Í dag er eitt afmælisbarn úr hópi íslensks tónlistarfólks skráð hjá Glatkistunni: Arnar Sigurbjörnsson gítarleikari er sextíu og níu ára gamall í dag en hann var einkum áberandi í poppsenunni á áttunda áratug síðustu aldar. Arnar lék með hljómsveitum eins og Brimkló, Mexíkó, Strengjum, Ævintýri, Action og Flowers, og söng stundum líka með sveitum sínum.…