Tóna systur (1955-56)

Tóna systur

Tóna systur var sönghópur sem settur var á laggirnar af hljómplötuútgáfunni Íslenzkum tónum og kom fram á vegum hennar í revíukabarett sem naut mikilla vinsælda í borginni og var síðan settur á svið á landsbyggðinni.

Í fyrstu var um að ræða sextett og voru meðlimir hans Hulda Victorsdóttir, Eygló Victorsdóttir, Þórdís Pétursdóttir, Sigríður Bjarnadóttir, Þórunn Pálsdóttir og Solveig Thorarensen en sú síðast talda hætti fljótlega og eftir það störfuðu þær fimm saman.

Tóna systur sungu inn á þrjár 78 snúninga plötur, sem allar komu út 1955, á þeirri fyrstu með Jóhanni Möller, annarri með Alfreð Clausen en þriðja platan hafði að geyma lög með þeim söngsystrum eingöngu.

Lög með Tóna systrum hafa komið út á nokkrum safnplötum í gegnum tíðina, þeirra á meðal má nefna Manstu gamla daga (2007), Stóra bílakassettan VIII (1980), Óskalögin (1997), Óskalögin 2 (1998), Svona var 1955 (2005), Aftur til fortíðar 50-60 I og III (1990), Þrjátíu vinsæl lög frá 1950-60 (1977) og Síldarævintýrið (1992)

Efni á plötum