Tónlistarblaðið [fjölmiðill] (1942-46 / 1956)

Mjög óljósar heimildir er að finna um tímaritið Tónlistarblaðið sem gefið var út á sínum tíma af FÍH eða Félagi íslenskra hljóðfæraleikara eins og það kallaðist þá.

Tímaritið kom út á tveimur tímabilum, annars vegar í kringum heimsstyrjaldarárin síðari (á árunum 1942 til 46) en hins vegar í tveimur tölublöðum árið 1956. Hvorug útgáfan borgaði sig og því hætti FÍH slíkum tilraunum.

Í fyrra skiptið sem Tónlistarblaðið kom út var því eingöngu dreift til félagsmanna FÍH en í síðara skiptið var reynt að höfða til almennings, þá voru í ritstjórn Gunnar Egilson, Vilhjálmur Guðjónsson og Björn R. Einarsson.