Tónatríó [1] (1956-64)

Dalvíska hljómsveitin Tónatríó var vinsæl ballsveit um árabil í Svarfaðardalnum og nærsveitum og fjölmargir komu við sögu hennar.

Tónatríó var stofnuð 1956 og voru meðlimir hennar lengstum Ingólfur Jónsson píanó- og harmonikkuleikari, Vilhelm Guðmundsson söngvari, harmonikku- og saxófónleikari og Sigurður Jónsson trommuleikari, Reinald Jónsson var trymbill sveitarinnar í upphafi.

Sveitin var starfandi í sjö ár, allt til ársins 1964 en mestmegnis á sumrin. Þremenningarnir skipuðu kjarna sveitarinnar og voru alla tíð meðlimir hennar en stundum höfðu þeir aukamenn innanborðs. Þannig var Jóhann Tryggvason gítarleikari með þeim stundum (um 1960), Jóhann Daníelsson söngvari og gítarleikari einnig sem og Gunnar Friðriksson gítarleikari sem lék með sveitinni í lokin. Þegar meðlimir voru fleiri en þrír kölluðu þeir sig Tóna.