Frostrósir [2] (1978-80)

Ballhljómsveit sem bar nafnið Frostrósir starfaði á höfuðborgarsvæðinu, líklega 1978 til 80. Sveitin er sérstök að því leyti að tónlist hennar þróaðist í allt aðra átt og varð síðar að nýbylgjusveit í drungalegri kantinum sem bar nafnið Þeyr. Frostrósir var stofnuð upp úr sveit sem bar nafnið Hattímas en í þeirri sveit voru þeir Sigurður…

Fermata [1] (1980-81)

Hljómsveit að nafni Fermata starfaði um og upp úr 1980 og var að líkindum djasstengd, alltént lék sveitin eitthvað opinberlega með slíkum sveitum. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Einar Bragi Bragason saxófónleikari, Sigurður Jónsson saxófónleikari [?], Ari Einarsson gítarleikari [?], Birgir Baldursson trommuleikari og Hjörtur Howser hljómborðsleikari. Ekki mun hafa verið alveg föst skipan manna í…

Tónatríó [1] (1956-64)

Dalvíska hljómsveitin Tónatríó var vinsæl ballsveit um árabil í Svarfaðardalnum og nærsveitum og fjölmargir komu við sögu hennar. Tónatríó var stofnuð 1956 og voru meðlimir hennar lengstum Ingólfur Jónsson píanó- og harmonikkuleikari, Vilhelm Guðmundsson söngvari, harmonikku- og saxófónleikari og Sigurður Jónsson trommuleikari, Reinald Jónsson var trymbill sveitarinnar í upphafi. Sveitin var starfandi í sjö ár,…

Tennessee Trans (1994)

Hljómsveitin Tennessee Trans var efnileg sveit og hafði alla burði til að slá í gegn eftir að hafa sent frá sér lag á safnplötu sumarið 1994 sem naut nokkurra vinsælda. Sveitin fylgdi þeirri velgengni hins vegar ekki eftir og gleymdist fljótt í kjölfarið. Nafn Tennessee Trans kemur fyrst upp í tengslum við Músíktilraunir Tónabæjar snemma…

Santos (1986-87)

Hljómsveitin Santos var veturinn 1986-87 húshljómsveit í Þórscafé. Sveitin var stofnuð um vorið 1986, hlaut nafn um sumarið og starfaði fram í júní 1987. Meðlimir Santos voru Halldór Olgeirsson trommuleikari, Sveinn Guðjónsson hljómborðsleikari [?], Gunnar Guðjónsson bassaleikari [?], Sigurður Jónsson saxófónleikari [?] og Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari. Þeir Halldór og Sveinn mynduðu síðar dúettinn Svenson og…

Íslandsvinir (1990-92)

Hljómsveitin Íslandsvinir fór mikinn á ballstöðum á höfuðborgarsvæðinu og víðar í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar og keyrðu mjög á einsmellungnum Gamalt og gott, sem inniheldur m.a. textalínuna „Gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt – eitthvað gamalt og gott“, sem menn kyrja reglulega ennþá gjarnan á fjórða eða fimmta glasi. Sveitin var að öllum…

Hljómsveit/ir Karls Jónatanssonar (1943-2003)

Þegar talað er um Hljómsveit Karls Jónatanssonar má segja að um margar sveitir sé að ræða og frá ýmsum tímum, reyndar ganga þær einnig undir mismunandi nöfnum eins og Hljómsveit Karls Jónatanssonar, Kvintett Karls Jónatanssonar, Stórsveit Karls Jónatanssonar o.s.frv. en eiga það sammerkt að vera allar kenndar við hann. Fyrsta útgáfa hljómsveitar Karls var starfrækt…

K.I.B.S. kvartettinn (1939-42)

K.I.B.S. söngkvartettinn (stundum ritað KIBS kvartettinn) starfaði um skeið á heimsstyrjaldarárunum síðari. Kvartettinn mun hafa hafið æfingar 1939 en þegar Carl Billich tók til við að æfa þá árið 1940 og leika undir hjá þeim urðu æfingarnar markvissari, og þeir hófu að koma fram og syngja á opinberum vettvangi. Upphafsstafir meðlima K.I.B.S. kvartettsins mynduðu nafn…

Kan (1981-89)

Hljómsveitin Kan starfaði í Bolungarvík framan af og var helsti fulltrúi Vestfjarða á popptónlistarsviðinu á níunda áratugnum. Kan var stofnuð vorið 1981 í Bolungarvík og voru meðlimir sveitarinnar í upphafi þau Finnbogi Kristinsson bassaleikari, Hrólfur Vagnsson harmonikku- og hljómborðsleikari, Pálína Vagnsdóttir söngkona, Magnús Hávarðarson gítarleikari og Haukur Vagnsson trymbill en hann var langyngstur, aðeins fjórtán…

Depression (1967-68)

Hljómsveitin Depression lék um nokkurra mánaða skeið á árunum 1967 og 68 í samkomuhúsum á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir sveitarinnar voru Eyþór Stefánsson gítarleikari, Bjarni Ingólfsson bassaleikari, Guðmundur [?] trommuleikari, Sigurður Jónsson hljómborðsleikari og Albert Aðalsteinsson gítarleikari.

Bandormarnir (1987)

Hljómsveitin Bandormarnir kom úr Kópavogi og tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar 1987. Meðlimir sveitarinnar voru Haraldur Gunnlaugsson gítarleikari, Pétur Jensen bassaleikari, Sævar Örn Björgvinsson trommuleikari, Sigurður Jónsson söngvari og hljómborðsleikari og Bengt Marinósson gítarleikari. Sveitin komst ekki í úrslit tilraunanna og ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um hana.

Dolby (1987-88)

Hljómsveitin Dolby er frá Ísafirði en hún var starfandi a.m.k. 1987-89. 1989 komu út lög með henni á safnplötunni Vestan vindar. Meðlimir voru þar Guðmundur Hjaltason söngvari og bassaleikari, Alfreð Erlingsson hljómborðsleikari, Jón H. Engilbertsson gítarleikari og Hilmar Valgarðsson trommuleikari. Einnig léku með sveitinni á plötunni þeir Jónas Björnsson og Sigurður Jónsson á lúðra en…

Dúddabandið (1998)

Hljómsveitin Dúddabandið úr Kópavogi var starfandi 1988 og keppti þá um vorið í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar. Meðlimir sveitarinnar voru Ágúst Arnórsson, Högni Guðmundsson og Bjarni Björnsson sem allir rödduðu, auk Sigurðar Jónssonar gítarleikara og Bjarna Daníelssonar söngvara. Sveitinni var reyndar vísað úr keppni af ókunnum ástæðum.

Saffó (1987)

Hljómsveitin Saffó (nefnd eftir grísku skáldkonunni Saffo) kom úr Garðabænum og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1987. Ekki komst sveitin áfram í úrslitin en meðlimir hennar voru Friðrik Júlíusson trommuleikari, Sigurður Jónsson söngvari og hljómborðsleikari, Ómar K. Jóhannesson gítarleikari og Bergur Geirsson bassaleikari (Buff o.fl.)