Fermata [1] (1980-81)

Fermata

Hljómsveit að nafni Fermata starfaði um og upp úr 1980 og var að líkindum djasstengd, alltént lék sveitin eitthvað opinberlega með slíkum sveitum.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Einar Bragi Bragason saxófónleikari, Sigurður Jónsson saxófónleikari [?], Ari Einarsson gítarleikari [?], Birgir Baldursson trommuleikari og Hjörtur Howser hljómborðsleikari. Ekki mun hafa verið alveg föst skipan manna í henni þar sem Jón Borgar Loftsson trommuleikari, Sveinn Eyþórsson gítarleikari og Sigurður Halldórsson bassaleikari virðast vera meðlimir hennar með Einari Braga samkvæmt annarri heimild.

Sveitin var starfandi 1980 og 81 og hugsanlega starfaði hún lengur.